Upplifa sömu sálrænu líðan óháð því hvort þær kæri nauðgun Nadine Guðrún Yaghi skrifar 16. desember 2017 21:37 Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við Háskólann í Reykjavík, segir að málin sé öll umlukin sjálfsásökunum, skömm og ótta við illt umtal. Vísir/getty Unglingsstúlkur sem kæra kynferðisbrot lýsa sömu sálrænu viðbrögðunum í tengslum við ákvörðun um að kæra og þær stúlkur sem ákveða að kæra ekki en þau eru skömm, sektarkennd og ótti við umtal. Þetta sýnir dómarannsókn Svölu Ísfeld Ólafsdóttur, dósents við lagadeild, en hún hefur rannsakað alla þá þrjátíu og tvo dóma þar sem sakfellt hefur verið fyrir nauðgun á unglingsstúlkum frá upphafi.Rannsakaði alla dóma sem fallið hafa í málum kynferðisbrota gegn börnumSvala hefur undanfarin ár unnið að umfangsmikilli rannsókn á öllum dómum Hæstaréttar, sem hafa fallið í málum vegna kynferðisbrota gegn börnum, allt frá stofnun réttarins árið 1920. Í nýrri grein sinni „Nauðgun á unglingsstúlkum,“ sem birtist í afmælisriti Jóns Steinars Gunnlaugssonar, fjallar hún um þá dóma, þar sem sakfellt hefur verið fyrir nauðgun gegn unglingsstúlkum frá 13 til 17 ára. Dómarnir eru 32 talsins og hefur Svala borið saman viðhorf þolenda til ákvörðunar um að kæra.Svala Ísfeld Ólafsdóttir,dósent við Háskólann í Reykjavík, réðst í umfangsmikla dómarannsókn og hefur rannsakað alla þá þrjátíu og tvo dóma þar sem sakfellt hefur verið fyrir nauðgun á unglingsstúlkum frá stofnun réttarins.vísir/valliUnglingsstúlkurnar upplifa sömu tilfinningar óháð því hvort þær kæri„Málin eru öll umlukin sjálfsásökun, skömm og sektarkennd, ótta við illt umtal, ótta við gerandann og jafnvel samúð með gerandanum. Í raun og veru glíma þær við sömu tilfinningar og sálrænu líðan og þær stúlkur sem taka þá ákvörðun að kæra ekki,“ segir Svala. Það sé því greinilegt það að nákvæmlega sama eigi við um þær stúlkur sem ákveða að kæra.Stuðningur við þolendur skiptir sköpum„Ég sé það líka á þessum dómum að það skiptir máli hvaða stuðning stúlkur fá og svo bara hvar stúlkur eru staddar í sínu lífi hverju sinni. Þetta eru auðvitað barnungar stúlkur allt saman en þær fara samt í gegnum sama grindahlaup og þær stúlkur sem ákveða að kæra ekki, það er enginn munur á því,“ segir Svala.Kæra umsvifalaustÞá vakti tími frá broti til kæru athygli Svölu. „Langflestar kæra umsvifalaust, fara rakleiðis á lögreglustöð eða lögreglu er tilkynnt strax um brot og sjötíu og sex prósent þeirra hafa kært innan tveggja sólarhringa,“ segir Svala. Í öllum málunum, nema tveimur, neitaðu sakborningar sök. Flestir bera því við að samþykki hafi legið fyrir. „Það er alveg ljóst mál, samkvæmt þessu, að því styttri tími sem líður, því hagstæðara er það fyrir ákæruvaldið og sönnun sektar,“ segir Svala. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Unglingsstúlkur sem kæra kynferðisbrot lýsa sömu sálrænu viðbrögðunum í tengslum við ákvörðun um að kæra og þær stúlkur sem ákveða að kæra ekki en þau eru skömm, sektarkennd og ótti við umtal. Þetta sýnir dómarannsókn Svölu Ísfeld Ólafsdóttur, dósents við lagadeild, en hún hefur rannsakað alla þá þrjátíu og tvo dóma þar sem sakfellt hefur verið fyrir nauðgun á unglingsstúlkum frá upphafi.Rannsakaði alla dóma sem fallið hafa í málum kynferðisbrota gegn börnumSvala hefur undanfarin ár unnið að umfangsmikilli rannsókn á öllum dómum Hæstaréttar, sem hafa fallið í málum vegna kynferðisbrota gegn börnum, allt frá stofnun réttarins árið 1920. Í nýrri grein sinni „Nauðgun á unglingsstúlkum,“ sem birtist í afmælisriti Jóns Steinars Gunnlaugssonar, fjallar hún um þá dóma, þar sem sakfellt hefur verið fyrir nauðgun gegn unglingsstúlkum frá 13 til 17 ára. Dómarnir eru 32 talsins og hefur Svala borið saman viðhorf þolenda til ákvörðunar um að kæra.Svala Ísfeld Ólafsdóttir,dósent við Háskólann í Reykjavík, réðst í umfangsmikla dómarannsókn og hefur rannsakað alla þá þrjátíu og tvo dóma þar sem sakfellt hefur verið fyrir nauðgun á unglingsstúlkum frá stofnun réttarins.vísir/valliUnglingsstúlkurnar upplifa sömu tilfinningar óháð því hvort þær kæri„Málin eru öll umlukin sjálfsásökun, skömm og sektarkennd, ótta við illt umtal, ótta við gerandann og jafnvel samúð með gerandanum. Í raun og veru glíma þær við sömu tilfinningar og sálrænu líðan og þær stúlkur sem taka þá ákvörðun að kæra ekki,“ segir Svala. Það sé því greinilegt það að nákvæmlega sama eigi við um þær stúlkur sem ákveða að kæra.Stuðningur við þolendur skiptir sköpum„Ég sé það líka á þessum dómum að það skiptir máli hvaða stuðning stúlkur fá og svo bara hvar stúlkur eru staddar í sínu lífi hverju sinni. Þetta eru auðvitað barnungar stúlkur allt saman en þær fara samt í gegnum sama grindahlaup og þær stúlkur sem ákveða að kæra ekki, það er enginn munur á því,“ segir Svala.Kæra umsvifalaustÞá vakti tími frá broti til kæru athygli Svölu. „Langflestar kæra umsvifalaust, fara rakleiðis á lögreglustöð eða lögreglu er tilkynnt strax um brot og sjötíu og sex prósent þeirra hafa kært innan tveggja sólarhringa,“ segir Svala. Í öllum málunum, nema tveimur, neitaðu sakborningar sök. Flestir bera því við að samþykki hafi legið fyrir. „Það er alveg ljóst mál, samkvæmt þessu, að því styttri tími sem líður, því hagstæðara er það fyrir ákæruvaldið og sönnun sektar,“ segir Svala.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira