Snæfríður Sól komst ekki áfram í undanúrslit á Evrópumeistaramótinu í 200 metra skriðsundi í 25 metra laug.
Snæfríður synti á tímanum 2.01,05 í undanrásum og var síðust í sínum riðli. Snæfríður hafnaði í 32.sæti af 42 keppendum.
Kristinn Þórarinsson komst heldur ekki áfram í undanúrslit í 100 metra fjórsundi en hann synti á 55,12 sekúndum og hafnaði í 30.sæti.
Þau Snæfríður og Kristinn komust heldur ekki áfram þegar þau kepptu fyrir blandaða sveit Íslands í 4x50 metra skriðsundi en sveitin var að koma í marki. Íslenska sveitin synti á 1:36,94 mínútum og höfnuðu í 17.sæti. Í sveitinni voru þau Kristinn Þórarinsson, Aron Örn Stefánsson, Ingibjörg Kristín Jónssdóttir og Snæfríður Sól.
Íslenska sveitin ekki áfram

Tengdar fréttir

Ingibjörg og Eygló hvorugar áfram
Ingibjörg Kristín, Eygló Ósk og Aron Örn komust ekki áfram í undanúrslit á Evrópumeistaramótinu sem haldið er í Royal Arena í Kaupmannahöfn um helgina.