Stendur upp úr þegar ég heyrði röddina hans pabba Kristján Már Unnarsson skrifar 16. desember 2017 09:30 Ólöf Þórunn Hafliðadóttir var fimmtán ára þegar hún var send með vistir á Látrabjarg um miðjan desember 1947. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Ein þeirra þriggja kvenna, sem heiðraðar voru fyrir björgunarafrekið á Látrabjargi, segir standa upp úr að allir skyldu hafa komist heim lifandi. Ólöf Þórunn Hafliðadóttir frá Látrum var í viðtali í fréttum Stöðvar 2, sjötíu árum eftir að þessari þriggja sólarhringa björgun lauk. Þætti kvennannna var lýst í frægri heimildamynd Óskars Gíslasonar en þær voru í hópi 24 Íslendinga sem heiðraðir voru með margvíslegum hætti fyrir björgun tólf enskra skipbrotsmanna úr togaranum Dhoon árið 1947. Þetta voru þær Sigríður Erlendsdóttir, húsfreyja á Látrum, dóttir hennar Ólöf Hafliðadóttir og Oddný Guðmundsdóttir kennari. Ólöf var aðeins fimmtán ára gömul og er sú eina á lífi í dag. Þær voru allar sæmdar silfurstjörnu Slysavarnafélags Íslands auk þess sem útgerð skipsins sendi þeim þakkarskjal en þær fóru á Látrabjarg með mat og þurr föt.Ólöf varðveitir enn silfurstjörnu Slysavarnafélags Íslands, sem hún fékk fyrir þátt sinn í björgunarafrekinu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Það var allt tínt til sem til var og sent út á bjarg. Alveg sama hvaða föt þetta voru, hvort þetta voru kvenmanns- eða karlmannsföt," segir Ólöf. Og þetta átti eftir að verða háskaför. „Við sjáum ekki nokkurn skapaðan hlut. Það er svartamyrkur, dimmasta skammdegið og þoka. Svoleiðis að það getur ekki orðið meira myrkur." Leikið atriði í mynd Óskars Gíslasonar sýnir konurnar leggja af stað í leiðangurinn frá Látrum með vistir á Látrabjarg.Mynd/Óskar Gíslason.Sigmaður flutti matinn og fötin niður til skipbrotsmannanna og hinna björgunarmannanna, sem voru ýmist á syllum í bjarginu eða niðri í fjörunni, en konurnar sneru til baka að Látrum. Á heimleið villtist hópurinn og gekk fram á bjargbrúnina. „Það má þakka fyrir að maður gekk ekki fram af brúninni, því að brúnin leit út eins og snjóskafl í myrkrinu og þokunni. Þetta var mjög tæpt." Þær náðu að lokum heim að Látrum. "Ég hugsa að við höfum verið upp í tólf tíma. Og verst var það, - maður var orðinn svo svangur."Konurnar við Hvallátra, eins og þær birtust í leiknu atriði í heimildamynd Óskars.Mynd/Óskar Gíslason.Ensku sjómennirnir voru fluttir aðframkomnir á bæina Látra og Breiðavík þar sem þeim var hjúkrað. Björgunarverkið tók þrjá daga og þrjár nætur að viðbættum þremur klukkutímum, frá klukkan tólf á hádegi 12. desember til klukkan fimmtán þann 15. desember. „Ég held að það standi upp úr öllu þegar þeir komu heim og allir voru lifandi." Pabbi hennar, Hafliði Halldórsson, slasaðist við björgunarstörfin en hann fékk grjót eða klakastykki í höfuðið þegar hann stóð á syllu en björgunarmenn voru í mikilli hættu vegna stöðugs hruns úr bjarginu við þessar hrikalegu aðstæður. Heimkoma hans frá Látrabjargi var því eftirminnileg fyrir dótturina. „Og ég man alltaf eftir því þegar ég heyrði röddina hana pabba. Þetta stendur upp úr." Hér má sjá frétt Stöðvar 2 en þar voru sýnd brot úr mynd Óskars Gíslasonar um björgunarafrekið: Tengdar fréttir Sjötíu ár í dag frá björgunarafrekinu við Látrabjarg Það er af mörgum talið frækilegasta björgunarafrek Íslandssögunnar, þegar tólf sjómönnum var bjargað úr breskum togara sem strandað hafði undir Látrabjargi. 13. desember 2017 20:15 Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira
Ein þeirra þriggja kvenna, sem heiðraðar voru fyrir björgunarafrekið á Látrabjargi, segir standa upp úr að allir skyldu hafa komist heim lifandi. Ólöf Þórunn Hafliðadóttir frá Látrum var í viðtali í fréttum Stöðvar 2, sjötíu árum eftir að þessari þriggja sólarhringa björgun lauk. Þætti kvennannna var lýst í frægri heimildamynd Óskars Gíslasonar en þær voru í hópi 24 Íslendinga sem heiðraðir voru með margvíslegum hætti fyrir björgun tólf enskra skipbrotsmanna úr togaranum Dhoon árið 1947. Þetta voru þær Sigríður Erlendsdóttir, húsfreyja á Látrum, dóttir hennar Ólöf Hafliðadóttir og Oddný Guðmundsdóttir kennari. Ólöf var aðeins fimmtán ára gömul og er sú eina á lífi í dag. Þær voru allar sæmdar silfurstjörnu Slysavarnafélags Íslands auk þess sem útgerð skipsins sendi þeim þakkarskjal en þær fóru á Látrabjarg með mat og þurr föt.Ólöf varðveitir enn silfurstjörnu Slysavarnafélags Íslands, sem hún fékk fyrir þátt sinn í björgunarafrekinu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Það var allt tínt til sem til var og sent út á bjarg. Alveg sama hvaða föt þetta voru, hvort þetta voru kvenmanns- eða karlmannsföt," segir Ólöf. Og þetta átti eftir að verða háskaför. „Við sjáum ekki nokkurn skapaðan hlut. Það er svartamyrkur, dimmasta skammdegið og þoka. Svoleiðis að það getur ekki orðið meira myrkur." Leikið atriði í mynd Óskars Gíslasonar sýnir konurnar leggja af stað í leiðangurinn frá Látrum með vistir á Látrabjarg.Mynd/Óskar Gíslason.Sigmaður flutti matinn og fötin niður til skipbrotsmannanna og hinna björgunarmannanna, sem voru ýmist á syllum í bjarginu eða niðri í fjörunni, en konurnar sneru til baka að Látrum. Á heimleið villtist hópurinn og gekk fram á bjargbrúnina. „Það má þakka fyrir að maður gekk ekki fram af brúninni, því að brúnin leit út eins og snjóskafl í myrkrinu og þokunni. Þetta var mjög tæpt." Þær náðu að lokum heim að Látrum. "Ég hugsa að við höfum verið upp í tólf tíma. Og verst var það, - maður var orðinn svo svangur."Konurnar við Hvallátra, eins og þær birtust í leiknu atriði í heimildamynd Óskars.Mynd/Óskar Gíslason.Ensku sjómennirnir voru fluttir aðframkomnir á bæina Látra og Breiðavík þar sem þeim var hjúkrað. Björgunarverkið tók þrjá daga og þrjár nætur að viðbættum þremur klukkutímum, frá klukkan tólf á hádegi 12. desember til klukkan fimmtán þann 15. desember. „Ég held að það standi upp úr öllu þegar þeir komu heim og allir voru lifandi." Pabbi hennar, Hafliði Halldórsson, slasaðist við björgunarstörfin en hann fékk grjót eða klakastykki í höfuðið þegar hann stóð á syllu en björgunarmenn voru í mikilli hættu vegna stöðugs hruns úr bjarginu við þessar hrikalegu aðstæður. Heimkoma hans frá Látrabjargi var því eftirminnileg fyrir dótturina. „Og ég man alltaf eftir því þegar ég heyrði röddina hana pabba. Þetta stendur upp úr." Hér má sjá frétt Stöðvar 2 en þar voru sýnd brot úr mynd Óskars Gíslasonar um björgunarafrekið:
Tengdar fréttir Sjötíu ár í dag frá björgunarafrekinu við Látrabjarg Það er af mörgum talið frækilegasta björgunarafrek Íslandssögunnar, þegar tólf sjómönnum var bjargað úr breskum togara sem strandað hafði undir Látrabjargi. 13. desember 2017 20:15 Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira
Sjötíu ár í dag frá björgunarafrekinu við Látrabjarg Það er af mörgum talið frækilegasta björgunarafrek Íslandssögunnar, þegar tólf sjómönnum var bjargað úr breskum togara sem strandað hafði undir Látrabjargi. 13. desember 2017 20:15