Íbúar hvetja bæinn í vegadeilu Garðbæinga og Hafnfirðinga Garðar Örn Úlfarsson skrifar 16. desember 2017 07:00 Vegurinn umdeildi hefur tryggt Hafnfirðingum við Heiðvang styttri leið í gegn um Garðabæ. Vísir/eyþór Íbúar í Prýðishverfi í Garðabæ hvetja bæjaryfirvöld til dáða í deilum við nágranna sína Hafnarfjarðarmegin við gamla Álftanesveginn sem kært hafa ákvörðun um lokun vegarins. Hjón sem búa við Heiðvang í Hafnarfirði kærðu Garðabæ vegna áformanna um að loka vegtengingu. Eins og fram kom í Fréttablaðinu 20. nóvember telja hjónin breytinguna verulega íþyngjandi fyrir íbúa hverfis síns. „Þetta veldur því að umferð um hverfi kæranda verður þyngri og erfiðari þar sem lokað er á mikilvæga tengingu milli samfélaga,“ segir í kæru hjónanna.Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, á að annast deilumál um lokun Hafnarfjarðartengingar gamla Álftanesvegarins.vísir/anton brinkBæjaryfirvöld í Hafnarfirði styðja málstað hjónanna við Heiðvang en bæjaryfirvöldum í Garðabæ hefur hins vegar borist áskorun með undirskriftum 56 Garðbæinga sem búa í Prýðishverfi. „Viljum við undirritaðir fasteignaeigendur og íbúar við gamla Álftanesveginn skora á bæjarstjórn að hvika hvergi frá samþykktum um lokun vegarins,“ segir í bréfi Prýðishverfinga. Segja þeir að styr hafi staðið um veginn út á Álftanes um árabil en ágreiningslaust hafi verið að vegurinn væri stórhættulegur þar sem hann var. „Hinn gamli Álftanesvegur stendur enn óbreyttur og er enn þá stórhættulegur vegna mikillar umferðar og hraðaksturs. Er þar fyrst og fremst um að kenna mikilli umferð um veginn til Hafnarfjarðar. Af þessu skapast stórhætta, ekki aðeins fyrir börn að leik í hverfinu heldur einnig fyrir gangandi vegfarendur og aðra umferð, en sjö íbúagötur tengjast veginum,“ segir í áskorunarbréfinu. Taka íbúarnir 56 fram að þeir hafi reist eða keypt hús á þeirri forsendu að gildandi skipulag og deiliskipulagstillögur stæðust, þar með talið að gamli Álftanesvegurinn yrði lokaður til vesturs. „Um leið og við skorum á bæjaryfirvöld að fylgja eftir skuldbindingum Garðabæjar og gildandi skipulagi viljum við krefjast þess að veginum verði lokað hið fyrsta,“ segir í áskorun Garðbæinga. Bæjarráð fól Gunnari Einarssyni bæjarstjóra meðferð hvatningarbréfsins en kæra hjónanna í Heiðvangi er til meðferðar hjá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Íbúar í Prýðishverfi í Garðabæ hvetja bæjaryfirvöld til dáða í deilum við nágranna sína Hafnarfjarðarmegin við gamla Álftanesveginn sem kært hafa ákvörðun um lokun vegarins. Hjón sem búa við Heiðvang í Hafnarfirði kærðu Garðabæ vegna áformanna um að loka vegtengingu. Eins og fram kom í Fréttablaðinu 20. nóvember telja hjónin breytinguna verulega íþyngjandi fyrir íbúa hverfis síns. „Þetta veldur því að umferð um hverfi kæranda verður þyngri og erfiðari þar sem lokað er á mikilvæga tengingu milli samfélaga,“ segir í kæru hjónanna.Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, á að annast deilumál um lokun Hafnarfjarðartengingar gamla Álftanesvegarins.vísir/anton brinkBæjaryfirvöld í Hafnarfirði styðja málstað hjónanna við Heiðvang en bæjaryfirvöldum í Garðabæ hefur hins vegar borist áskorun með undirskriftum 56 Garðbæinga sem búa í Prýðishverfi. „Viljum við undirritaðir fasteignaeigendur og íbúar við gamla Álftanesveginn skora á bæjarstjórn að hvika hvergi frá samþykktum um lokun vegarins,“ segir í bréfi Prýðishverfinga. Segja þeir að styr hafi staðið um veginn út á Álftanes um árabil en ágreiningslaust hafi verið að vegurinn væri stórhættulegur þar sem hann var. „Hinn gamli Álftanesvegur stendur enn óbreyttur og er enn þá stórhættulegur vegna mikillar umferðar og hraðaksturs. Er þar fyrst og fremst um að kenna mikilli umferð um veginn til Hafnarfjarðar. Af þessu skapast stórhætta, ekki aðeins fyrir börn að leik í hverfinu heldur einnig fyrir gangandi vegfarendur og aðra umferð, en sjö íbúagötur tengjast veginum,“ segir í áskorunarbréfinu. Taka íbúarnir 56 fram að þeir hafi reist eða keypt hús á þeirri forsendu að gildandi skipulag og deiliskipulagstillögur stæðust, þar með talið að gamli Álftanesvegurinn yrði lokaður til vesturs. „Um leið og við skorum á bæjaryfirvöld að fylgja eftir skuldbindingum Garðabæjar og gildandi skipulagi viljum við krefjast þess að veginum verði lokað hið fyrsta,“ segir í áskorun Garðbæinga. Bæjarráð fól Gunnari Einarssyni bæjarstjóra meðferð hvatningarbréfsins en kæra hjónanna í Heiðvangi er til meðferðar hjá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira