Vill opna á samskipti til að forðast átök Samúel Karl Ólason skrifar 15. desember 2017 20:13 Ja Song-nam, sendiherra Norður-Kóreu hjá Sameinuðu þjóðunum, var á fundi öryggisráðsins í dag. Vísir/Getty Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, vill að opnað verði aftur á samskipti við Norður-Kóreu til að forðast átök á svæðinu. Þetta sagði Guterres á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag og hann taldi mikilvægt að styrkja samskipti á milli Suður- og Norður-Kóreu. Annars væru líkur á því að stríð gæti fyrir slysni hafist aftur á Kóreuskaganum. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að yfirvöld Norður-Kóreu verði að vinna fyrir því að opnað verði á samskipti við þá. Þeir verði að hætta hótunum sínum og ógnandi aðgerðum áður en nokkurs konar viðræður geti hafist. Í ræðu sinni í dag sagði Guterres að opna þyrfti samskiptaleiðir á milli herja Suður- og Norður-Kóreu og það væri nauðsynlegt. „Þrátt fyrir að allir reyni að forðast átök fyrir slysni fer ástandið versnandi vegna aukins sjálfstrausts, áróðurs og skorts á samskiptaleiðum,“ sagði Guterres samkvæmt frétt Reuters.Öllum leiðum beitt til að tryggja öryggiRex Tillerson hafði flutt ræðu á undan Guterres og sagði hann ekkert um ummæli sín fyrr í vikunni varðandi það að Bandaríkin væru tilbúin til viðræðna við Norður-Kóreu, án skilyrða. Þess í stað sagði hann að viðræður gætu ekki hafist án þess að yfirvöld Norður-Kóreu létu af ógnunum sínum. „Norður-Kórea þarf að vinna sér inn sæti að borðinu,“ sagði Tillerson.Samkvæmt frétt CNN sagði hann að í millitíðinni yrði venjulegum samskiptaleiðum Bandaríkjanna haldið opnum. Þar að auki sagði Tillerson að Bandaríkin sæktust ekki eftir stríði við Norður-Kóreu. Hins vegar yrði öllum leiðum beitt til að tryggja öryggi Bandaríkjanna.Yfirlýst markmið Norður-Kóreu er að þróa kjarnorkuvopn og eldflaugar sem borið geta slík vopn til meginlands Bandaríkjanna.Komu Kim Jong Un til varnar Vasily Nebenzya, sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði þó ljóst að Norður-Kórea myndi ekki láta af kjarnorkuvopnaáætlun sinni á sama tíma og þeim þætti eigið öryggi vera ógnað. Vísaði hann þar til sameiginlegra heræfinga Bandaríkjanna og Suður-Kóreu. Nebenzya nefndi umræddar æfingar og þá ákvörðun yfirvalda Bandaríkjanna að setja Norður-Kóreu á lista yfir ríki sem styðja við hryðjuverkahópa. „Öll þessi skref fá okkur til að velta vöngum yfir einlægni yfirlýsinga um friðsamlegar lausnir á ástandinu á Kóreuskaganum,“ sagði Nebenzya. Sendiherra Kína sló á svipaða strengi og sagði að spennan á svæðinu væri ekki vegna eins ríkis og það væri ósanngjarnt að kenna Norður-Kóreumönnum einum um. Hann kallaði efir því að Bandaríkin hættu heræfingum sínum á svæðinu. Tillerson hafnaði því að Bandaríkjunum væri um að kenna. „Það er einungis einn aðili sem hefur framkvæmt ólöglegar sprengingar ólöglegra vopna. Það er bara einn aðili sem hefur skotið langdrægum eldflaugum á loft. Það er ríkisstjórn Kim-ættarinnar í Norður-Kóreu. Þeir bera ábyrgð á spennunni. Þeir þurfa að taka ábyrgð á þeirri spennu og þeir geta dregið úr þessari spennu.“ Norður-Kórea Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, vill að opnað verði aftur á samskipti við Norður-Kóreu til að forðast átök á svæðinu. Þetta sagði Guterres á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag og hann taldi mikilvægt að styrkja samskipti á milli Suður- og Norður-Kóreu. Annars væru líkur á því að stríð gæti fyrir slysni hafist aftur á Kóreuskaganum. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að yfirvöld Norður-Kóreu verði að vinna fyrir því að opnað verði á samskipti við þá. Þeir verði að hætta hótunum sínum og ógnandi aðgerðum áður en nokkurs konar viðræður geti hafist. Í ræðu sinni í dag sagði Guterres að opna þyrfti samskiptaleiðir á milli herja Suður- og Norður-Kóreu og það væri nauðsynlegt. „Þrátt fyrir að allir reyni að forðast átök fyrir slysni fer ástandið versnandi vegna aukins sjálfstrausts, áróðurs og skorts á samskiptaleiðum,“ sagði Guterres samkvæmt frétt Reuters.Öllum leiðum beitt til að tryggja öryggiRex Tillerson hafði flutt ræðu á undan Guterres og sagði hann ekkert um ummæli sín fyrr í vikunni varðandi það að Bandaríkin væru tilbúin til viðræðna við Norður-Kóreu, án skilyrða. Þess í stað sagði hann að viðræður gætu ekki hafist án þess að yfirvöld Norður-Kóreu létu af ógnunum sínum. „Norður-Kórea þarf að vinna sér inn sæti að borðinu,“ sagði Tillerson.Samkvæmt frétt CNN sagði hann að í millitíðinni yrði venjulegum samskiptaleiðum Bandaríkjanna haldið opnum. Þar að auki sagði Tillerson að Bandaríkin sæktust ekki eftir stríði við Norður-Kóreu. Hins vegar yrði öllum leiðum beitt til að tryggja öryggi Bandaríkjanna.Yfirlýst markmið Norður-Kóreu er að þróa kjarnorkuvopn og eldflaugar sem borið geta slík vopn til meginlands Bandaríkjanna.Komu Kim Jong Un til varnar Vasily Nebenzya, sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði þó ljóst að Norður-Kórea myndi ekki láta af kjarnorkuvopnaáætlun sinni á sama tíma og þeim þætti eigið öryggi vera ógnað. Vísaði hann þar til sameiginlegra heræfinga Bandaríkjanna og Suður-Kóreu. Nebenzya nefndi umræddar æfingar og þá ákvörðun yfirvalda Bandaríkjanna að setja Norður-Kóreu á lista yfir ríki sem styðja við hryðjuverkahópa. „Öll þessi skref fá okkur til að velta vöngum yfir einlægni yfirlýsinga um friðsamlegar lausnir á ástandinu á Kóreuskaganum,“ sagði Nebenzya. Sendiherra Kína sló á svipaða strengi og sagði að spennan á svæðinu væri ekki vegna eins ríkis og það væri ósanngjarnt að kenna Norður-Kóreumönnum einum um. Hann kallaði efir því að Bandaríkin hættu heræfingum sínum á svæðinu. Tillerson hafnaði því að Bandaríkjunum væri um að kenna. „Það er einungis einn aðili sem hefur framkvæmt ólöglegar sprengingar ólöglegra vopna. Það er bara einn aðili sem hefur skotið langdrægum eldflaugum á loft. Það er ríkisstjórn Kim-ættarinnar í Norður-Kóreu. Þeir bera ábyrgð á spennunni. Þeir þurfa að taka ábyrgð á þeirri spennu og þeir geta dregið úr þessari spennu.“
Norður-Kórea Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira