Um 40 prósenta aukning tilkynntra kynferðisbrota milli ára Hulda Hólmkelsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 15. desember 2017 20:04 Yfirmaður kynferðisbrotadeildar telur fjölgunina stafa af mikilli umræðu í samfélaginu um brotin. Um þrjú hundruð kynferðisbrot hafa verið tilkynnt til lögreglu í ár. Það er allt að fjörutíu prósenta aukning á milli ára. En yfirmaður kynferðisbrotadeildar telur fjölgunina stafa af mikilli umræðu í samfélaginu um brotin. 295 kynferðisbrot hafa verið skráð tilkynnt í málaskrá lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á fyrstu ellefu mánuðum ársins og eru þar af 137 nauðganir. Í fyrra voru skráð kynferðisbrot 241 og 109 nauðganir. Árið 2015 voru tilkynningarnar 263 og 225 árið 2014. Tilkynntum kynferðisbrotum hefur því fjölgað um 21 prósent miðað við meðaltal fyrir sama tímabil síðustu þriggja ára á undan. Af þessum 295 tilkynningum eru bæði brot sem áttu sér stað á árinu og eldri brot sem tilkynnt eru einhverjum mánuðum eða árum síðar. Þá hafa 225 kynferðisbrot, sem eiga að hafa átt sér stað á árinu, verið tilkynnt í ár. Þar af eru 102 nauðganir.Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar.Vísir/Eyþór„Oft á tíðum helst fjölgun mála í takt við umræðu í samfélaginu og það virðist vera einhver fylgni á milli þess að því meiri sem umræðan er því fleiri mál fáum við til okkar,“ segir Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Bæði hafi fjölgað í tilkynningum um ný mál og eldri en meira þó í eldri. „Sjálfsagt er nú skýringin sú að með tilkomu bættrar ráðgjafar og meiri ráðgjafar þá hefur þessum málum fjölgað. Þar tel ég nú að Bjarkarhlíð eigi stærstan þátt,” segir Árni en Bjarkarhlíð er þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis sem tók til starfa í byrjun árs. Af þeim 295 kynferðisbrotum sem skráð voru hjá lögreglu í ár hefur rannsókn verið hætt í 57 málanna. Árni segir að sönnunarstaðan sé oft erfið í eldri málum. „Því er mjög mikilvægt að þau séu tilkynnt mjög tímanlega og sem fyrst þannig að það sé hægt að afla annarra gagna eins og lífsýna og fleira.” Árni Þór útskýrir að tilkynningum hafi fjölgað mest á fyrstu níu mánuðum ársins. „Þá varð fjölgun um 41 prósent tilkynntra mála til okkar. Þau voru 171 í fyrra en 231 á þessu ári.“ Síðan þá hafi fjölgunin haldist nokkuð stöðug. „Við fögnum þessum viðbrögðum stjórnvalda að setja í þetta aukið fjármagn þannig það skili sér í fjölgun ransakara þannig að málsmeðferðartimi þessara mála verði góður og ásættanlegur.” Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Um þrjú hundruð kynferðisbrot hafa verið tilkynnt til lögreglu í ár. Það er allt að fjörutíu prósenta aukning á milli ára. En yfirmaður kynferðisbrotadeildar telur fjölgunina stafa af mikilli umræðu í samfélaginu um brotin. 295 kynferðisbrot hafa verið skráð tilkynnt í málaskrá lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á fyrstu ellefu mánuðum ársins og eru þar af 137 nauðganir. Í fyrra voru skráð kynferðisbrot 241 og 109 nauðganir. Árið 2015 voru tilkynningarnar 263 og 225 árið 2014. Tilkynntum kynferðisbrotum hefur því fjölgað um 21 prósent miðað við meðaltal fyrir sama tímabil síðustu þriggja ára á undan. Af þessum 295 tilkynningum eru bæði brot sem áttu sér stað á árinu og eldri brot sem tilkynnt eru einhverjum mánuðum eða árum síðar. Þá hafa 225 kynferðisbrot, sem eiga að hafa átt sér stað á árinu, verið tilkynnt í ár. Þar af eru 102 nauðganir.Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar.Vísir/Eyþór„Oft á tíðum helst fjölgun mála í takt við umræðu í samfélaginu og það virðist vera einhver fylgni á milli þess að því meiri sem umræðan er því fleiri mál fáum við til okkar,“ segir Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Bæði hafi fjölgað í tilkynningum um ný mál og eldri en meira þó í eldri. „Sjálfsagt er nú skýringin sú að með tilkomu bættrar ráðgjafar og meiri ráðgjafar þá hefur þessum málum fjölgað. Þar tel ég nú að Bjarkarhlíð eigi stærstan þátt,” segir Árni en Bjarkarhlíð er þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis sem tók til starfa í byrjun árs. Af þeim 295 kynferðisbrotum sem skráð voru hjá lögreglu í ár hefur rannsókn verið hætt í 57 málanna. Árni segir að sönnunarstaðan sé oft erfið í eldri málum. „Því er mjög mikilvægt að þau séu tilkynnt mjög tímanlega og sem fyrst þannig að það sé hægt að afla annarra gagna eins og lífsýna og fleira.” Árni Þór útskýrir að tilkynningum hafi fjölgað mest á fyrstu níu mánuðum ársins. „Þá varð fjölgun um 41 prósent tilkynntra mála til okkar. Þau voru 171 í fyrra en 231 á þessu ári.“ Síðan þá hafi fjölgunin haldist nokkuð stöðug. „Við fögnum þessum viðbrögðum stjórnvalda að setja í þetta aukið fjármagn þannig það skili sér í fjölgun ransakara þannig að málsmeðferðartimi þessara mála verði góður og ásættanlegur.”
Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira