Sigmundur Davíð krafðist þess að Svandís yrði dregin frá kökuborðinu Jakob Bjarnar skrifar 15. desember 2017 16:25 Sigmundur segir Svandísi hafa ólíkt meiri áhuga á kókostertunni á kökuborði Alþingis en fyrirspurnum stjórnarandstöðunnar. Nú rétt áðan bar það til tíðinda á þinginu að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, krafðist þess í umræðum um fjárlög, að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra væri viðstödd þær umræður. „Heilbrigðisráðherrann stóð reyndar við kökuborðið, það sama og sá sem hér stendur stóð við á sínum tíma, þegar hans var saknað úr þessum sal,“ sagði Sigmundur Davíð og uppskar hlátrasköll í þingsalnum. „Nú held ég að það sé kókosterta, ef ég sá rétt,“ sagði Sigmundur Davíð og beindi þeirri ósk til forseta þingsins að hann beitti sér fyrir því að Svandís kæmi í salinn og væri til viðtals. Hér hefur orðið viðsnúningur því eitt sinn var það Svandís sem kallaði eftir Sigmundi Davíð í salinn, í því sem kallað var stóra kökumál Sigmundar. Sem þá var af Svandísi sakaður um að vilja heldur beina athygli sinni að kruðeríinu en svara stjórnarandstöðunni. Þá mun það hafa verið súkkulaðiterta með perum sem freistaði. Sigmundur var síðar vændur um að hafa of mikinn áhuga á kökunum, þannig spurði Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, af öðru tilefni, hvort „hann væri að éta köku enn eina ferðina?“Sjá má myndband af ræðu Sigmundar Davíðs hér að neðan en hann lætur ummælin sem hér er fjallað um falla strax í upphafi myndbandsins. Alþingi Fjárlög Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Nú rétt áðan bar það til tíðinda á þinginu að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, krafðist þess í umræðum um fjárlög, að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra væri viðstödd þær umræður. „Heilbrigðisráðherrann stóð reyndar við kökuborðið, það sama og sá sem hér stendur stóð við á sínum tíma, þegar hans var saknað úr þessum sal,“ sagði Sigmundur Davíð og uppskar hlátrasköll í þingsalnum. „Nú held ég að það sé kókosterta, ef ég sá rétt,“ sagði Sigmundur Davíð og beindi þeirri ósk til forseta þingsins að hann beitti sér fyrir því að Svandís kæmi í salinn og væri til viðtals. Hér hefur orðið viðsnúningur því eitt sinn var það Svandís sem kallaði eftir Sigmundi Davíð í salinn, í því sem kallað var stóra kökumál Sigmundar. Sem þá var af Svandísi sakaður um að vilja heldur beina athygli sinni að kruðeríinu en svara stjórnarandstöðunni. Þá mun það hafa verið súkkulaðiterta með perum sem freistaði. Sigmundur var síðar vændur um að hafa of mikinn áhuga á kökunum, þannig spurði Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, af öðru tilefni, hvort „hann væri að éta köku enn eina ferðina?“Sjá má myndband af ræðu Sigmundar Davíðs hér að neðan en hann lætur ummælin sem hér er fjallað um falla strax í upphafi myndbandsins.
Alþingi Fjárlög Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira