Frönsk áhrif í miðbæ Reykjavíkur Guðný Hrönn skrifar 16. desember 2017 10:00 Frönsku áhrifin eru augljós í íbúðinni. MYND/Ásmundur J. Sveinsson Hjónin Guðrún og Einar Sörli gerðu upp glæsilega íbúð í miðbænum á átta mánuðum.Guðrún smellti þessari mynd af í vinnuferlinu.„Við rifum allt út úr þessari íbúð sem hægt var að losa með góðu móti. Létum breikka og sérsmíða alla gólflista og gerefti, breikkuðum tvö hurðargöt sem voru á ganginum til að auka rýmið, létum saga út franskar svalir í eldhúsinu. Settum inn nýja eldhúsinnréttingu og nýtt bað, ný gólfefni.“„Að baki liggja óteljandi vinnustundir langt fram eftir kvöldum, kvöld eftir kvöld. Það voru margir góðir menn, jötnar og verndarenglar sem hjálpuðu okkur,“ segir Guðrún.Guðrún og Einar Sörli prófuðu að mála stofuna dökka en sáu svo að hvítt hentaði betur.MYND/Ásmundur J. SveinssonSpurð út í hvaðan innblásturinn kom segir Einar Sörli: „Guðrún bjó lengi í París og þekkir vel íbúðir í Haussmann-stíl þar sem önnur hæðin er aðalhæðin í húsinu og alltaf með meiri lofthæð en aðrar hæðir. Við höfum komið inn í margar íbúðir í Haussman-stíl í París og okkar íbúð minnti okkur mikið á þær. Í henni er mikil lofthæð og fallegir skrautlistar í loftunum, langur gangur skiptir henni upp, gluggarnir eru stórir og svo eru tvær samliggjandi stofur með rennihurð á milli sín. Við unnum út frá þessu.“Guðrún og Einar Sörli eru himinlifandi með útkomuna þegar þau líta yfir heildarmyndina. Það sem auðveldaði vinnuferlið er að þau eru með svipaðan smekk.Aðspurð hvort þau séu með svipaðan smekk þegar kemur að innanhússhönnun segir Guðrún: „Já, en Einar Sörli er töffarinn hjá okkur. Hann átti til dæmis tvær kristalsljósakrónur og heilt iittala-stell þegar við kynntumst.“Grár litur tengir rými íbúðarinnar saman.MYND/Ásmundur J. SveinssonÞegar Einar Sörli og Guðrún líta yfir íbúðina þá finnst þeim frönsku svalirnar í eldhúsinu standa upp úr. „Þær opna íbúðina mjög mikið og breyta henni töluvert. Það er gaman að vera með svaladyrnar opnar og heyra þegar kirkjuklukkurnar hringja eða þegar álftir fljúga yfir með vængjaþyt í átt að Tjörninni, og horfa inn á milli bakgarðana og sjá alla krakkana leika sér,“ segir Guðrún. Hús og heimili Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Rífandi stemning í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Sjá meira
Hjónin Guðrún og Einar Sörli gerðu upp glæsilega íbúð í miðbænum á átta mánuðum.Guðrún smellti þessari mynd af í vinnuferlinu.„Við rifum allt út úr þessari íbúð sem hægt var að losa með góðu móti. Létum breikka og sérsmíða alla gólflista og gerefti, breikkuðum tvö hurðargöt sem voru á ganginum til að auka rýmið, létum saga út franskar svalir í eldhúsinu. Settum inn nýja eldhúsinnréttingu og nýtt bað, ný gólfefni.“„Að baki liggja óteljandi vinnustundir langt fram eftir kvöldum, kvöld eftir kvöld. Það voru margir góðir menn, jötnar og verndarenglar sem hjálpuðu okkur,“ segir Guðrún.Guðrún og Einar Sörli prófuðu að mála stofuna dökka en sáu svo að hvítt hentaði betur.MYND/Ásmundur J. SveinssonSpurð út í hvaðan innblásturinn kom segir Einar Sörli: „Guðrún bjó lengi í París og þekkir vel íbúðir í Haussmann-stíl þar sem önnur hæðin er aðalhæðin í húsinu og alltaf með meiri lofthæð en aðrar hæðir. Við höfum komið inn í margar íbúðir í Haussman-stíl í París og okkar íbúð minnti okkur mikið á þær. Í henni er mikil lofthæð og fallegir skrautlistar í loftunum, langur gangur skiptir henni upp, gluggarnir eru stórir og svo eru tvær samliggjandi stofur með rennihurð á milli sín. Við unnum út frá þessu.“Guðrún og Einar Sörli eru himinlifandi með útkomuna þegar þau líta yfir heildarmyndina. Það sem auðveldaði vinnuferlið er að þau eru með svipaðan smekk.Aðspurð hvort þau séu með svipaðan smekk þegar kemur að innanhússhönnun segir Guðrún: „Já, en Einar Sörli er töffarinn hjá okkur. Hann átti til dæmis tvær kristalsljósakrónur og heilt iittala-stell þegar við kynntumst.“Grár litur tengir rými íbúðarinnar saman.MYND/Ásmundur J. SveinssonÞegar Einar Sörli og Guðrún líta yfir íbúðina þá finnst þeim frönsku svalirnar í eldhúsinu standa upp úr. „Þær opna íbúðina mjög mikið og breyta henni töluvert. Það er gaman að vera með svaladyrnar opnar og heyra þegar kirkjuklukkurnar hringja eða þegar álftir fljúga yfir með vængjaþyt í átt að Tjörninni, og horfa inn á milli bakgarðana og sjá alla krakkana leika sér,“ segir Guðrún.
Hús og heimili Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Rífandi stemning í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Sjá meira