Renault hefur framleiðslu Alpine A110 Finnur Thorlacius skrifar 15. desember 2017 09:41 Renault Alpine A110 og sá gamli í forgrunni. Eftir 22 ára framleiðsluhlé á Alpine sportbílum er Renault nú að hefja framleiðslu á nýjum Alpine bíl sem ber nafnið A110. Renault hefur fjárfest fyrir 4,4 milljarða króna í uppfærslu þeirrar verksmiðju þar sem bíllinn verður framleiddur, en hún er staðsett í Dieppe í N-Frakklandi. Í fyrstu mun Renault framleiða 1.955 eintök af limited edition eintökum af bílnum goðsagnarkennda. Nýr Alpine A110 hefur skýr útlitseinkenni hins gamla Alpine bíls sem framleiddur var á árunum 1961 til 1977. Renault kynnti hinn nýja Alpine A110 bíl á Genfarsýningunni fyrr í ár og sagði í leiðinni frá því að verð bílsins verði 58.000 evrur, eða um 7 milljónir króna. Í leiðinni greindi Renault frá því að einnig verði smíðuð keppnisútgáfa bílsins og að verð hans verði öllu hærra, eða um 12,5 milljónir króna. Fyrstu eintökin af Alpine A110 munu verða afgreidd til fyrstu kaupenda hans á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Mest lesið Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent
Eftir 22 ára framleiðsluhlé á Alpine sportbílum er Renault nú að hefja framleiðslu á nýjum Alpine bíl sem ber nafnið A110. Renault hefur fjárfest fyrir 4,4 milljarða króna í uppfærslu þeirrar verksmiðju þar sem bíllinn verður framleiddur, en hún er staðsett í Dieppe í N-Frakklandi. Í fyrstu mun Renault framleiða 1.955 eintök af limited edition eintökum af bílnum goðsagnarkennda. Nýr Alpine A110 hefur skýr útlitseinkenni hins gamla Alpine bíls sem framleiddur var á árunum 1961 til 1977. Renault kynnti hinn nýja Alpine A110 bíl á Genfarsýningunni fyrr í ár og sagði í leiðinni frá því að verð bílsins verði 58.000 evrur, eða um 7 milljónir króna. Í leiðinni greindi Renault frá því að einnig verði smíðuð keppnisútgáfa bílsins og að verð hans verði öllu hærra, eða um 12,5 milljónir króna. Fyrstu eintökin af Alpine A110 munu verða afgreidd til fyrstu kaupenda hans á fyrsta ársfjórðungi næsta árs.
Mest lesið Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent