Dustin Hoffman verst nýjum ásökunum um kynferðislega áreitni Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. desember 2017 08:05 Dustin Hoffman baðst upphaflega afsökunar eftir ásakanirnar sem komu fram í upphafi mánaðarins. Hann neitar þeim öllum í dag. Vísir/AP Bandaríski leikarinn Dustin Hoffman þvertekur fyrir ásakanir þriggja kvenna sem segja hann hafa brotið kynferðislega á sér. Ein þeirra segir hann hafa nauðgað sér í aftursæti bifreiðar. Hoffman var í upphafi þessa mánaðar sakaður um kynferðislega áreitni gegn þremur konum, þar á meðal 17 ára stúlku árið 1985. Konan hafði verið starfsnemi á tökustað og sagði hún leikarann hafa klipið í sig og rætt við sig opinskátt um kynlíf. Ásakanirnar sem nú koma fram hafa ekki áður ratað í fjölmiðla. Tvær kvennanna segja Hoffman hafa brotið á sér kynferðislega - önnur þeirra lýsir því hvernig hann nauðgaði henni eftir teiti - en sú þriðja greinir frá kynferðislegu athæfi leikarans í hennar garð. Sjá einnig: Dustin Hoffman sakaður um kynferðislega áreitni gegn 17 ára stúlkuCori Thomas, æskuvinkona dóttur leikarans, segir Hoffman hafa berað sig fyrir henni eftir að þau þrjú snæddu saman kvöldmat á hótelinu þar sem hann dvaldi. Meðan þau biðu eftir því að foreldrar Thomas kæmu og náðu í hana hafi Hoffman komið nakinn út af baðherberginu og vísvitandi látið handklæðið sem huldi kynfæri hans falla. Thomas lýsir því í samtali við Variety hvernig hún hafi frosið og ekki vitað hvað hún ætti að gera. Leikarinn hafi heldur ekkert verið að drífa sig í föt. Hann hafi staðið kviknakinn fyrir framan hana í lengri tíma. Eftir það hafi hann snarað sér í baðslopp og beðið stúlkuna að nudda á sér tærnar. Hann hafi jafnframt þráspurt Thomas hvort hún vildi sjá á sér liminn. Önnur kona, Melissa Kester, lýsir því hvernig Hoffmann stakk fingri ofan í nærbuxurnar hennar meðan þau unnu saman að upptöku á lagi fyrir kvikmyndina Ishtar. „Hann stakk fingrinum inn í mig,“ segir Kester og bætir við að hún hafi frosið. Sjá einnig: John Oliver grillaði Dustin Hoffman vegna ásakana um kynferðislega áreitniKærastinn hennar hafi verið í hljóðverinu en ekki séð hvað gekk á. Hún segist ekki hafa haft það í sér á því augnabliki að láta kærastann vita og að eftir upptökuna hafi hún hlaupið inn á klósett og grátið. Á meðan hafi Hoffmann hlegið. Eftir tökurnar hafi hann svo ítrekað reynt að hafa samband við hana. Þriðja konan, sem vildi ekki koma fram undir nafni, segir Hoffman hafa nauðgað sér í aftursæti bifreiðar eftir teiti þar sem lokatökudegi á fyrrnefndri Ishtar var fagnað. Hoffman hefur ekki tjáð sig um ásakanirnar en lögmaður hans segir allar sögurnar vera uppspuna. MeToo Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir John Oliver grillaði Dustin Hoffman vegna ásakana um kynferðislega áreitni Hiti færðist í leikinn þegar þáttastjórnandinn John Oliver og leikarinn Dustin Hoffman tókust á um ásakanir á hendur þeim síðarnefnda um kynferðislega áreitni gegn 17 ára stúlku 5. desember 2017 10:58 Kynferðisleg áreitni áhrifamanna í Bandaríkjunum Síðan fréttir voru fyrst sagðar þann 5. október af kynferðislegri áreitni Harvey Weinstein hafa fjölmargar konur og karlar stigið fram í Bandaríkjunum og ásakað leikara, leikstjóra, tónlistarmenn, stjórnmálamenn og aðra áhrifamenn um kynferðislega áreitni, nauðgun og ýmsa óviðeigandi hegðun í sinn garð. 24. nóvember 2017 10:15 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Bandaríski leikarinn Dustin Hoffman þvertekur fyrir ásakanir þriggja kvenna sem segja hann hafa brotið kynferðislega á sér. Ein þeirra segir hann hafa nauðgað sér í aftursæti bifreiðar. Hoffman var í upphafi þessa mánaðar sakaður um kynferðislega áreitni gegn þremur konum, þar á meðal 17 ára stúlku árið 1985. Konan hafði verið starfsnemi á tökustað og sagði hún leikarann hafa klipið í sig og rætt við sig opinskátt um kynlíf. Ásakanirnar sem nú koma fram hafa ekki áður ratað í fjölmiðla. Tvær kvennanna segja Hoffman hafa brotið á sér kynferðislega - önnur þeirra lýsir því hvernig hann nauðgaði henni eftir teiti - en sú þriðja greinir frá kynferðislegu athæfi leikarans í hennar garð. Sjá einnig: Dustin Hoffman sakaður um kynferðislega áreitni gegn 17 ára stúlkuCori Thomas, æskuvinkona dóttur leikarans, segir Hoffman hafa berað sig fyrir henni eftir að þau þrjú snæddu saman kvöldmat á hótelinu þar sem hann dvaldi. Meðan þau biðu eftir því að foreldrar Thomas kæmu og náðu í hana hafi Hoffman komið nakinn út af baðherberginu og vísvitandi látið handklæðið sem huldi kynfæri hans falla. Thomas lýsir því í samtali við Variety hvernig hún hafi frosið og ekki vitað hvað hún ætti að gera. Leikarinn hafi heldur ekkert verið að drífa sig í föt. Hann hafi staðið kviknakinn fyrir framan hana í lengri tíma. Eftir það hafi hann snarað sér í baðslopp og beðið stúlkuna að nudda á sér tærnar. Hann hafi jafnframt þráspurt Thomas hvort hún vildi sjá á sér liminn. Önnur kona, Melissa Kester, lýsir því hvernig Hoffmann stakk fingri ofan í nærbuxurnar hennar meðan þau unnu saman að upptöku á lagi fyrir kvikmyndina Ishtar. „Hann stakk fingrinum inn í mig,“ segir Kester og bætir við að hún hafi frosið. Sjá einnig: John Oliver grillaði Dustin Hoffman vegna ásakana um kynferðislega áreitniKærastinn hennar hafi verið í hljóðverinu en ekki séð hvað gekk á. Hún segist ekki hafa haft það í sér á því augnabliki að láta kærastann vita og að eftir upptökuna hafi hún hlaupið inn á klósett og grátið. Á meðan hafi Hoffmann hlegið. Eftir tökurnar hafi hann svo ítrekað reynt að hafa samband við hana. Þriðja konan, sem vildi ekki koma fram undir nafni, segir Hoffman hafa nauðgað sér í aftursæti bifreiðar eftir teiti þar sem lokatökudegi á fyrrnefndri Ishtar var fagnað. Hoffman hefur ekki tjáð sig um ásakanirnar en lögmaður hans segir allar sögurnar vera uppspuna.
MeToo Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir John Oliver grillaði Dustin Hoffman vegna ásakana um kynferðislega áreitni Hiti færðist í leikinn þegar þáttastjórnandinn John Oliver og leikarinn Dustin Hoffman tókust á um ásakanir á hendur þeim síðarnefnda um kynferðislega áreitni gegn 17 ára stúlku 5. desember 2017 10:58 Kynferðisleg áreitni áhrifamanna í Bandaríkjunum Síðan fréttir voru fyrst sagðar þann 5. október af kynferðislegri áreitni Harvey Weinstein hafa fjölmargar konur og karlar stigið fram í Bandaríkjunum og ásakað leikara, leikstjóra, tónlistarmenn, stjórnmálamenn og aðra áhrifamenn um kynferðislega áreitni, nauðgun og ýmsa óviðeigandi hegðun í sinn garð. 24. nóvember 2017 10:15 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
John Oliver grillaði Dustin Hoffman vegna ásakana um kynferðislega áreitni Hiti færðist í leikinn þegar þáttastjórnandinn John Oliver og leikarinn Dustin Hoffman tókust á um ásakanir á hendur þeim síðarnefnda um kynferðislega áreitni gegn 17 ára stúlku 5. desember 2017 10:58
Kynferðisleg áreitni áhrifamanna í Bandaríkjunum Síðan fréttir voru fyrst sagðar þann 5. október af kynferðislegri áreitni Harvey Weinstein hafa fjölmargar konur og karlar stigið fram í Bandaríkjunum og ásakað leikara, leikstjóra, tónlistarmenn, stjórnmálamenn og aðra áhrifamenn um kynferðislega áreitni, nauðgun og ýmsa óviðeigandi hegðun í sinn garð. 24. nóvember 2017 10:15
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“