Söguskoðun Sigmundar merkileg Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 14. desember 2017 20:30 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir/VilhelmHanna Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að það sem einkennir ríkisfjármálin um þessar mundir sé mjög góð afkoma þegar horft er til frumgjalda og frumtekna. Hann segir yfirvöld ekki reka fyrirtæki heldur hlúa að samfélagi. Þetta var meðal þess sem Bjarni sagði í ræðu sinni í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. Meðal annars sagði hann söguskoðun Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, merkilega. Sagðist hann vera að heyra í fyrsta skipti nokkrar af ástæðunum sem Sigmundur gæfi fyrir því að ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sprakk og gengið var til kosninga í október í fyrra. Hann sagði jafnframt að í nýja ríkisstjórnarsamstarfinu hafi verið lögð áhersla á verkefni sem flokkarnir þrír gætu sameinast um. „Þar kemur einnig fram skýr stefna um að þessi ríkisstjórn vilji treysta til framtíðar samfélagslegan stöðugleika, velsæld og lífsgæði. Markmið okkar er að gefa öllum hlut í yfirstandandi hagvaxtarskeiði - að allir njóti þess efnahagslega árangurs sem hér hefur náðst og er framundan,“ sagði Bjarni. „Það er inntak fjárlagafrumvarps fyrir árið 2018, sem lagt var fram í dag og ég ætla svo sem ekki að fara að tíunda efni þess hér nú, enda fyrsta umræða um það mál á dagskrá þingsins strax á morgun.“ Hann segist þó vilja nefna að í frumvarpinu birtist með skýrum hætti áherslur um styrkingu heilbrigðisþjónustu, menntamála og samgangna.Allir vilji skila góðu verki Hann segir að í stóra samhenginu séu allir stjórnmálamenn í stjórnmálum vegna þess að þeir vilji láta gott af sér leiða. „Við viljum öll skila góðu verki. Til þess að svo megi verða þarf að vera vilji til að leita lausna. Finna leiðir fram á við svo allir geti bætt hag sinn sem mest,” sagði Bjarni. „Ætli það megi ekki segja um flesta, ef ekki alla, þingmenn sem starfað hafa hér á Alþingi að okkur finnst jafnan að breytingar sem við viljum beita okkur fyrir gerist of hægt. En þegar öllu er á botninn hvolft skiptir það líklega ekki mestu, heldur hitt hvort okkur miðar sem samfélagi fram veginn. Að það geti verið hollt að sætta sig við að sígandi lukka sé best.” Hann sagði að þegar horft er til baka megi finna endalausar ræður frá síðustu tíu árum þar sem því er haldið fram fullum fetum að allt sé vitlaust gert og að samfélaginu miði ekki áfram. „En þrátt fyrir allar ræðurnar er staðan samt sem áður sú að við lifum lengsta hagvaxtarskeið seinni tíma, það er betra jafnvægi í efnahagsmálum en átt hefur við í áratugi, verðbólga er lítil, atvinnuleysi sömuleiðis og kaupmáttur heimilanna hefur aldrei verið meiri. Okkur er að takast að styrkja innviðina og við höldum því áfram af krafti í fjárlagafrumvarpi dagsins.”Á réttri leið Hann sagði jafnframt að sterkur nýsköpunarkraftur sé í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og að yfirvöld eigi að líta á fjórðu iðnbyltinguna sem tækifæri. Þá sagði hann að það sem einkenni ríkisfjármálin um þessar mundir hér á landi sé mjög góð afkoma þegar litið er ti frumgjalda og frumtekna. „En á móti kemur þung vaxtabyrði sem dregur úr getu okkar til að skila tekjum til uppbyggingar samfélagsins. En við erum á réttri leið. Skuldahlutföll hafa lækkað ört og sá efnahagslegi árangur sem náðst hefur undanfarin ár er farinn að skila sér í mun betri lánakjörum,“ sagði hann. „Í vikunni var erlend skuldabréfaútgáfa endurfjármögnuð með nýrri útgáfu í evrum. Kjörin sem buðust okkur nú voru þau hagstæðustu sem ríkissjóður hefur séð í sögunni - tíu sinnum betri en við skuldabréfaútgáfu ríkisins fyrir einungis fimm árum.“Ekki að reka fyrirtæki Þá sagði Bjarni að stundum sé sagt að ekkert fyrirtæki myndi gera hlutina eins og ríkið og að ríkið mætti læra margt af vel reknum fyrirtækjum. Hann vilji þó velta upp spurningunni um hvers vegna ákvarðanir stjórnmálamanna um verkefni og ráðstöfun fjármuna ríkissjóðs væru sérstakar. „Svarið er það, að við erum einfaldlega ekki að reka fyrirtæki. Við erum að hlúa að samfélagi. Samfélagi fólks sem á margt sameiginlegt en hefur mismunandi þarfir, óskir og væntingar. Það er okkar hlutverk að mæta þeim væntingum sem best við getum, - að gefa öllum jöfn tækifæri og aðgang að þeim gæðum sem samfélagið hefur að bjóða,“ sagði hann. „Velsæld og lífsgæði eru leiðarstef í ákvörðunum okkar og þeim tillögum sem við leggjum fyrir Alþingi. Í orðabók er velsæld samheiti hamingju, velferðar, farsældar og velgengni. Við óskum íslenskri þjóð alls þess og meira til.“ Alþingi Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að það sem einkennir ríkisfjármálin um þessar mundir sé mjög góð afkoma þegar horft er til frumgjalda og frumtekna. Hann segir yfirvöld ekki reka fyrirtæki heldur hlúa að samfélagi. Þetta var meðal þess sem Bjarni sagði í ræðu sinni í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. Meðal annars sagði hann söguskoðun Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, merkilega. Sagðist hann vera að heyra í fyrsta skipti nokkrar af ástæðunum sem Sigmundur gæfi fyrir því að ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sprakk og gengið var til kosninga í október í fyrra. Hann sagði jafnframt að í nýja ríkisstjórnarsamstarfinu hafi verið lögð áhersla á verkefni sem flokkarnir þrír gætu sameinast um. „Þar kemur einnig fram skýr stefna um að þessi ríkisstjórn vilji treysta til framtíðar samfélagslegan stöðugleika, velsæld og lífsgæði. Markmið okkar er að gefa öllum hlut í yfirstandandi hagvaxtarskeiði - að allir njóti þess efnahagslega árangurs sem hér hefur náðst og er framundan,“ sagði Bjarni. „Það er inntak fjárlagafrumvarps fyrir árið 2018, sem lagt var fram í dag og ég ætla svo sem ekki að fara að tíunda efni þess hér nú, enda fyrsta umræða um það mál á dagskrá þingsins strax á morgun.“ Hann segist þó vilja nefna að í frumvarpinu birtist með skýrum hætti áherslur um styrkingu heilbrigðisþjónustu, menntamála og samgangna.Allir vilji skila góðu verki Hann segir að í stóra samhenginu séu allir stjórnmálamenn í stjórnmálum vegna þess að þeir vilji láta gott af sér leiða. „Við viljum öll skila góðu verki. Til þess að svo megi verða þarf að vera vilji til að leita lausna. Finna leiðir fram á við svo allir geti bætt hag sinn sem mest,” sagði Bjarni. „Ætli það megi ekki segja um flesta, ef ekki alla, þingmenn sem starfað hafa hér á Alþingi að okkur finnst jafnan að breytingar sem við viljum beita okkur fyrir gerist of hægt. En þegar öllu er á botninn hvolft skiptir það líklega ekki mestu, heldur hitt hvort okkur miðar sem samfélagi fram veginn. Að það geti verið hollt að sætta sig við að sígandi lukka sé best.” Hann sagði að þegar horft er til baka megi finna endalausar ræður frá síðustu tíu árum þar sem því er haldið fram fullum fetum að allt sé vitlaust gert og að samfélaginu miði ekki áfram. „En þrátt fyrir allar ræðurnar er staðan samt sem áður sú að við lifum lengsta hagvaxtarskeið seinni tíma, það er betra jafnvægi í efnahagsmálum en átt hefur við í áratugi, verðbólga er lítil, atvinnuleysi sömuleiðis og kaupmáttur heimilanna hefur aldrei verið meiri. Okkur er að takast að styrkja innviðina og við höldum því áfram af krafti í fjárlagafrumvarpi dagsins.”Á réttri leið Hann sagði jafnframt að sterkur nýsköpunarkraftur sé í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og að yfirvöld eigi að líta á fjórðu iðnbyltinguna sem tækifæri. Þá sagði hann að það sem einkenni ríkisfjármálin um þessar mundir hér á landi sé mjög góð afkoma þegar litið er ti frumgjalda og frumtekna. „En á móti kemur þung vaxtabyrði sem dregur úr getu okkar til að skila tekjum til uppbyggingar samfélagsins. En við erum á réttri leið. Skuldahlutföll hafa lækkað ört og sá efnahagslegi árangur sem náðst hefur undanfarin ár er farinn að skila sér í mun betri lánakjörum,“ sagði hann. „Í vikunni var erlend skuldabréfaútgáfa endurfjármögnuð með nýrri útgáfu í evrum. Kjörin sem buðust okkur nú voru þau hagstæðustu sem ríkissjóður hefur séð í sögunni - tíu sinnum betri en við skuldabréfaútgáfu ríkisins fyrir einungis fimm árum.“Ekki að reka fyrirtæki Þá sagði Bjarni að stundum sé sagt að ekkert fyrirtæki myndi gera hlutina eins og ríkið og að ríkið mætti læra margt af vel reknum fyrirtækjum. Hann vilji þó velta upp spurningunni um hvers vegna ákvarðanir stjórnmálamanna um verkefni og ráðstöfun fjármuna ríkissjóðs væru sérstakar. „Svarið er það, að við erum einfaldlega ekki að reka fyrirtæki. Við erum að hlúa að samfélagi. Samfélagi fólks sem á margt sameiginlegt en hefur mismunandi þarfir, óskir og væntingar. Það er okkar hlutverk að mæta þeim væntingum sem best við getum, - að gefa öllum jöfn tækifæri og aðgang að þeim gæðum sem samfélagið hefur að bjóða,“ sagði hann. „Velsæld og lífsgæði eru leiðarstef í ákvörðunum okkar og þeim tillögum sem við leggjum fyrir Alþingi. Í orðabók er velsæld samheiti hamingju, velferðar, farsældar og velgengni. Við óskum íslenskri þjóð alls þess og meira til.“
Alþingi Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira