Rúmir tveir dagar í verkfall Jóhann K. Jóhannsson skrifar 14. desember 2017 19:00 Komi til verkfalls flugvirkja hjá Icelandair á sunnudagsmorgun gæti það reynst flugfélaginu erfitt að vinda ofan af þeirri keðjuverkun sem yrði vegna stöðvunar flugflotans. Þá yrði óvíst hvort flugfarþegar kæmust á áfangastaði fyrir jól. Fundur var í kjaradeilu flugvirkja í dag. Samningamenn í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins, Icelandair og Flugvirkjafélagi Íslands komu til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan tvö í dag. Fundurinn er sá fjórtándi síðan í september, þegar kjaradeilunni var vísað til Ríkissáttasemjara, en eftir fundinn í gær vildu framkvæmdastjóri SA meina að eitthvað hefði þokast í samkomulagsátt. Formaður flugvirkjafélagsins var þessu ekki sammála og gat ekki sagt við hverju mætti búast á fundinum í dag. „Ég bara get ekki sagt til um það á þessu stigi,“ sagði Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélagsins.Var einhver glæta í gær? „Það er haft eftir Samtökum atvinnu lífsins að svo hafi verið,“ sagði Óskar.Ekki í ykkar augum? „Ekki fannst mér það nei,“ sagði Óskar. Rétt um tveir og hálfur sólarhringur er þar til ótímabundið verkfall flugvirkja á að hefjast og komi það til framkvæmda mun það hafa gífurleg áhrif á þúsundir flugfarþega. Nær öll flug til og frá landinu eru uppbókuð fram að jólum og getur það reynst farþegum nær ómögulega að finna önnur flug. Komi til verkfalls á þessum tíma getur það reynst Icelandair erfitt að vinda ofan af þeirri keðjuverkun sem skapast hvern dag sem verkfallið varir. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra fylgist með gangi mála en í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sagði hann að engin áform væru uppi hjá ríkisstjórninni að setja lög kjaradeilu flugvirkna og treysti því að samningsaðilar finndu lausn áður en til verkfalls kemur. „Við gerum okkur alveg grein fyrir því. Ábyrgðin er svo sannarlega hjá báðum aðilum,“ sagði Óskar. Framkvæmdastjóri SA sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að kröfur flugvirkja himinháar og í raun óraunhæfar. „Við teljum svo ekki vera,“ segir Óskar.Hvað teljið þið ykkur eiga inni? „Við teljum okkur eiga inni launaleiðréttingu og um það snýst þessi barátta. Það er bara þannig,“ segir Óskar. Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Dregur æ nær úrslitastund í viðræðum flugvirkja og SA Framkvæmdastjóri SA segir ekkert dæmi um viðlíka hækkun líkt og flugvirkjar fara fram á síðustu áratugi. Boðað hefur verið til ótímabundins verkfalls frá og með klukkan sex næstkomandi sunnudagsmorgun. 14. desember 2017 07:00 Segir flugvirkja hóta verkfalli til að knýja fram himinháar launakröfur á viðkvæmasta tíma ársins Ótímabundið verkfall flugvirkja sem boðað er á sunnudag getur haft áhrif á ferðaáætlanir þúsunda flugfarþega. 13. desember 2017 19:59 Viðræður í dag báru engan árangur Þrettándi samningafundur Flugvirkjafélags Íslands og SA, hjá Ríkissáttasemjara, verður haldinn á morgun vegna kjaradeildu flugvirkja hjá Icelandair 12. desember 2017 20:00 Flugvirkjar Icelandair hafa boðað ótímabundið verkfall viku fyrir jól Niðurstöður úr kosningu flugvirkja Icelandair um vinnustöðvun voru afgerandi og stefnir í hart á milli deiluaðila. 8. desember 2017 23:00 Formaður Flugvirkjafélags Íslands segir ekkert þokast áfram í átt að samkomulagi Formaður Flugvirkjafélags Íslands segir ekkert þokast áfram í átt að samkomulagi í samningaviðræðum félagsins og Icelandair en flugvirkjar sem starfa þar hafa boðað til ótímabundins verkfalls eftir viku. 10. desember 2017 13:09 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Komi til verkfalls flugvirkja hjá Icelandair á sunnudagsmorgun gæti það reynst flugfélaginu erfitt að vinda ofan af þeirri keðjuverkun sem yrði vegna stöðvunar flugflotans. Þá yrði óvíst hvort flugfarþegar kæmust á áfangastaði fyrir jól. Fundur var í kjaradeilu flugvirkja í dag. Samningamenn í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins, Icelandair og Flugvirkjafélagi Íslands komu til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan tvö í dag. Fundurinn er sá fjórtándi síðan í september, þegar kjaradeilunni var vísað til Ríkissáttasemjara, en eftir fundinn í gær vildu framkvæmdastjóri SA meina að eitthvað hefði þokast í samkomulagsátt. Formaður flugvirkjafélagsins var þessu ekki sammála og gat ekki sagt við hverju mætti búast á fundinum í dag. „Ég bara get ekki sagt til um það á þessu stigi,“ sagði Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélagsins.Var einhver glæta í gær? „Það er haft eftir Samtökum atvinnu lífsins að svo hafi verið,“ sagði Óskar.Ekki í ykkar augum? „Ekki fannst mér það nei,“ sagði Óskar. Rétt um tveir og hálfur sólarhringur er þar til ótímabundið verkfall flugvirkja á að hefjast og komi það til framkvæmda mun það hafa gífurleg áhrif á þúsundir flugfarþega. Nær öll flug til og frá landinu eru uppbókuð fram að jólum og getur það reynst farþegum nær ómögulega að finna önnur flug. Komi til verkfalls á þessum tíma getur það reynst Icelandair erfitt að vinda ofan af þeirri keðjuverkun sem skapast hvern dag sem verkfallið varir. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra fylgist með gangi mála en í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sagði hann að engin áform væru uppi hjá ríkisstjórninni að setja lög kjaradeilu flugvirkna og treysti því að samningsaðilar finndu lausn áður en til verkfalls kemur. „Við gerum okkur alveg grein fyrir því. Ábyrgðin er svo sannarlega hjá báðum aðilum,“ sagði Óskar. Framkvæmdastjóri SA sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að kröfur flugvirkja himinháar og í raun óraunhæfar. „Við teljum svo ekki vera,“ segir Óskar.Hvað teljið þið ykkur eiga inni? „Við teljum okkur eiga inni launaleiðréttingu og um það snýst þessi barátta. Það er bara þannig,“ segir Óskar.
Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Dregur æ nær úrslitastund í viðræðum flugvirkja og SA Framkvæmdastjóri SA segir ekkert dæmi um viðlíka hækkun líkt og flugvirkjar fara fram á síðustu áratugi. Boðað hefur verið til ótímabundins verkfalls frá og með klukkan sex næstkomandi sunnudagsmorgun. 14. desember 2017 07:00 Segir flugvirkja hóta verkfalli til að knýja fram himinháar launakröfur á viðkvæmasta tíma ársins Ótímabundið verkfall flugvirkja sem boðað er á sunnudag getur haft áhrif á ferðaáætlanir þúsunda flugfarþega. 13. desember 2017 19:59 Viðræður í dag báru engan árangur Þrettándi samningafundur Flugvirkjafélags Íslands og SA, hjá Ríkissáttasemjara, verður haldinn á morgun vegna kjaradeildu flugvirkja hjá Icelandair 12. desember 2017 20:00 Flugvirkjar Icelandair hafa boðað ótímabundið verkfall viku fyrir jól Niðurstöður úr kosningu flugvirkja Icelandair um vinnustöðvun voru afgerandi og stefnir í hart á milli deiluaðila. 8. desember 2017 23:00 Formaður Flugvirkjafélags Íslands segir ekkert þokast áfram í átt að samkomulagi Formaður Flugvirkjafélags Íslands segir ekkert þokast áfram í átt að samkomulagi í samningaviðræðum félagsins og Icelandair en flugvirkjar sem starfa þar hafa boðað til ótímabundins verkfalls eftir viku. 10. desember 2017 13:09 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Dregur æ nær úrslitastund í viðræðum flugvirkja og SA Framkvæmdastjóri SA segir ekkert dæmi um viðlíka hækkun líkt og flugvirkjar fara fram á síðustu áratugi. Boðað hefur verið til ótímabundins verkfalls frá og með klukkan sex næstkomandi sunnudagsmorgun. 14. desember 2017 07:00
Segir flugvirkja hóta verkfalli til að knýja fram himinháar launakröfur á viðkvæmasta tíma ársins Ótímabundið verkfall flugvirkja sem boðað er á sunnudag getur haft áhrif á ferðaáætlanir þúsunda flugfarþega. 13. desember 2017 19:59
Viðræður í dag báru engan árangur Þrettándi samningafundur Flugvirkjafélags Íslands og SA, hjá Ríkissáttasemjara, verður haldinn á morgun vegna kjaradeildu flugvirkja hjá Icelandair 12. desember 2017 20:00
Flugvirkjar Icelandair hafa boðað ótímabundið verkfall viku fyrir jól Niðurstöður úr kosningu flugvirkja Icelandair um vinnustöðvun voru afgerandi og stefnir í hart á milli deiluaðila. 8. desember 2017 23:00
Formaður Flugvirkjafélags Íslands segir ekkert þokast áfram í átt að samkomulagi Formaður Flugvirkjafélags Íslands segir ekkert þokast áfram í átt að samkomulagi í samningaviðræðum félagsins og Icelandair en flugvirkjar sem starfa þar hafa boðað til ótímabundins verkfalls eftir viku. 10. desember 2017 13:09