Leiðtogakjör í Suður-Afríku í skugga þráláts orðróms um atkvæðakaup Atli Ísleifsson skrifar 14. desember 2017 14:32 Nkosazana Dlamini-Zuma og Cyril Ramaphosa ræða saman. Myndin er tekin árið 2015. Vísir/AFP Nýr leiðtogi suður-afríska stjórnarflokksins ANC verður valinn á flokksþingi flokksins á laugardag þar sem baráttan stendur milli varaforsetans Cyril Ramaphosa og Nkosazana Dlamini-Zuma, fyrrverandi utanríkisráðherra og framkvæmdastjóra Afríkusambandsins og fyrrverandi eiginkonu Jacob Zuma forseta. Fullvíst er talið að nýr leiðtogi flokksins muni taka við forsetaembættinu af Zuma eftir kosningarnar sem fram fara árið 2019. Zuma hefur þá setið tvö kjörtímabil og getur samkvæmt stjórnarskrá ekki sóst eftir endurkjöri. Í frétt Financial Times segir að Ramaphosa hafi lýst yfir áhyggjum af því að atkvæðakaup séu „nýr sjúkdómur“ sem herji á flokkinn, en ótal spillingarmál hafa fylgt Zuma og nánustu samstarfsmönnum hans á síðustu árum.Mútur „Menn nálgast fólk með helling af peningum, sumir með milli 50 þúsund og 100 þúsund rand [milli 400 þúsund og 800 þúsund krónur] á hvern fulltrúa,“ sagði Ramaphosa í samtali við suður-afríska útvarpsstöð í síðustu viku. Hinn 75 ára Zuma, sem tók við forsetaembættinu árið 2009, og nánustu samstarfsmenn hans hafa opinberlega lýst yfir stuðningi við Dlamini-Zuma í leiðtogakjörinu. Fikile Mbalula, ráðherra löggæslumála, segir að lögregla hafi í síðustu viku gert upptæk 2,5 milljónir rand sem ætluð voru til atkvæðakaupa. Rúmlega fimm þúsund flokksmenn munu um helgina velja nýja flokksforystu. Nýr leiðtogi mun þá stýra stjórnmálaflokknum sem hefur verið allsráðandi í suður-afrískum stjórnmálum um árabil.Gæti stöðvað rannsókn á hendur Zuma Hin 68 ára Dlamini-Zuma hefur gegnt fjölda ráðherraembætta á síðustu árum, meðal annars utanríkisráðherra, auk þess að hún var framkvæmdastjóri Afríkusambandsins á árunum 2012 til 2017. Hún og Zuma forseti eiga saman fjögur börn og fari svo að hún verði kjörin kann hún að hafa áhrif á framgang mögulegra sakamálarannsókna vegna spillingarmála tengdum Zuma.Einn auðugasti maður Suður-Afríku Hinn 65 ára Ramaphosa er einn auðugasti kaupsýslumaður Suður-Afríku, en hann var virkur í baráttunni gegn aðskilnaðarstefnu suður-afrískra stjórnvalda á sínum tíma. Hann hefur áður verið leiðtogi verkalýðshreyfingar í landinu og á tímabili var litið á hann sem mögulegan arftaka Nelson Mandela í embætti forseta. Hann beið þó lægri hlut fyrir samflokksmanni sínum, Thabo Mbeki, og yfirgaf þá pólitíkina og hellti sér út í fjárfestingar. Hann auðgaðist mikið og sneri svo aftur í stjórnmálin árið 2012. Tveimur árum síðar var hann gerður að varaforseti landsins. Fréttaskýrendur segja að nú þegar flokksfélög hafa tilnefnt fulltrúa á flokksþingið þykir líklegt að Ramaphosa muni bera sigur úr býtum. Fulltrúarnir sem valdir eru á þingið eru hins vegar ekki bundnir af skoðunum flokksfélaga og er óttast að atkvæðakaup kunni að verða til þess að Dlamini-Zuma muni hafa betur þegar búið er að telja upp úr kjörkössunum.Graphic News Suður-Afríka Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Leggjast aftur yfir myndefnið Innlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira
Nýr leiðtogi suður-afríska stjórnarflokksins ANC verður valinn á flokksþingi flokksins á laugardag þar sem baráttan stendur milli varaforsetans Cyril Ramaphosa og Nkosazana Dlamini-Zuma, fyrrverandi utanríkisráðherra og framkvæmdastjóra Afríkusambandsins og fyrrverandi eiginkonu Jacob Zuma forseta. Fullvíst er talið að nýr leiðtogi flokksins muni taka við forsetaembættinu af Zuma eftir kosningarnar sem fram fara árið 2019. Zuma hefur þá setið tvö kjörtímabil og getur samkvæmt stjórnarskrá ekki sóst eftir endurkjöri. Í frétt Financial Times segir að Ramaphosa hafi lýst yfir áhyggjum af því að atkvæðakaup séu „nýr sjúkdómur“ sem herji á flokkinn, en ótal spillingarmál hafa fylgt Zuma og nánustu samstarfsmönnum hans á síðustu árum.Mútur „Menn nálgast fólk með helling af peningum, sumir með milli 50 þúsund og 100 þúsund rand [milli 400 þúsund og 800 þúsund krónur] á hvern fulltrúa,“ sagði Ramaphosa í samtali við suður-afríska útvarpsstöð í síðustu viku. Hinn 75 ára Zuma, sem tók við forsetaembættinu árið 2009, og nánustu samstarfsmenn hans hafa opinberlega lýst yfir stuðningi við Dlamini-Zuma í leiðtogakjörinu. Fikile Mbalula, ráðherra löggæslumála, segir að lögregla hafi í síðustu viku gert upptæk 2,5 milljónir rand sem ætluð voru til atkvæðakaupa. Rúmlega fimm þúsund flokksmenn munu um helgina velja nýja flokksforystu. Nýr leiðtogi mun þá stýra stjórnmálaflokknum sem hefur verið allsráðandi í suður-afrískum stjórnmálum um árabil.Gæti stöðvað rannsókn á hendur Zuma Hin 68 ára Dlamini-Zuma hefur gegnt fjölda ráðherraembætta á síðustu árum, meðal annars utanríkisráðherra, auk þess að hún var framkvæmdastjóri Afríkusambandsins á árunum 2012 til 2017. Hún og Zuma forseti eiga saman fjögur börn og fari svo að hún verði kjörin kann hún að hafa áhrif á framgang mögulegra sakamálarannsókna vegna spillingarmála tengdum Zuma.Einn auðugasti maður Suður-Afríku Hinn 65 ára Ramaphosa er einn auðugasti kaupsýslumaður Suður-Afríku, en hann var virkur í baráttunni gegn aðskilnaðarstefnu suður-afrískra stjórnvalda á sínum tíma. Hann hefur áður verið leiðtogi verkalýðshreyfingar í landinu og á tímabili var litið á hann sem mögulegan arftaka Nelson Mandela í embætti forseta. Hann beið þó lægri hlut fyrir samflokksmanni sínum, Thabo Mbeki, og yfirgaf þá pólitíkina og hellti sér út í fjárfestingar. Hann auðgaðist mikið og sneri svo aftur í stjórnmálin árið 2012. Tveimur árum síðar var hann gerður að varaforseti landsins. Fréttaskýrendur segja að nú þegar flokksfélög hafa tilnefnt fulltrúa á flokksþingið þykir líklegt að Ramaphosa muni bera sigur úr býtum. Fulltrúarnir sem valdir eru á þingið eru hins vegar ekki bundnir af skoðunum flokksfélaga og er óttast að atkvæðakaup kunni að verða til þess að Dlamini-Zuma muni hafa betur þegar búið er að telja upp úr kjörkössunum.Graphic News
Suður-Afríka Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Leggjast aftur yfir myndefnið Innlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira