(lang)Skemmtilegasta bókin Helga Birgisdóttir skrifar 14. desember 2017 12:00 Bækur (lang)Elstur í bekknum Bergrún Íris Sævarsdóttir Útgefandi: Bókabeitan Prentun: Prentmiðlun, Lettlandi Síðufjöldi: 78 Kápa: Villi Warén Nú er Bergrún Íris Sævarsdóttir búin að teikna og skrifa það margar bækur að það er við hæfi að segja: Það er ávallt gleðiefni þegar Bergrún Íris sendir frá sér nýja bóka. Hér er engu logið, enda er bókin (lang)Elstur í bekknum mjög skemmtileg og afskaplega falleg. Hér segir af Eyju, 6 ára telpu sem stendur frammi fyrir því að þurfa að hefja grunnskólagöngu sína í glænýju hverfi og glænýjum skóla þar sem hún þekkir ekki nokkurn mann. Hún dauðkvíðir fyrsta skóladeginum og telur sig hafa klúðrað öllum möguleikum um einhver vinsældastig þegar hún verður þess valdandi að þrjár stelpur í bekknum rennblotna og hlaupa hrínandi inn í skóla. Vinalaus og vondauf eygir hún þó eitt ljós í myrkrinu: Sessunaut sinn, hann Rögnvald, en sá er enginn venjulegur skólastrákur. Rögnvaldur hefur setið eftir í 1. bekk árum og áratugum saman því hann neitar að læra að lesa. Þrátt fyrir ákveðna byrjunarörðugleika verður þeim vel til vina og gera með sér samning sem felst í því að Eyja eignist fleiri vini í bekknum og Rögnvaldur læri stafina. Bæði þurfa þau að takast á við og yfirstíga, að því er þeim þykir, gríðarlegar hindranir en hafa sigur að lokum, með hjálp hvort annars. Bókin sjálf er mjög læsileg, bæði hvað varðar uppsetningu og leturgerð. Fallegar myndir Bergrúnar Írisar lífga að auki upp á síðurnar og sérlega skemmtileg er dökk grá og svört mynd á heilli opnu framarlega í bókinni sem sýnir vel hversu erfitt er fyrir Eyju að mæta í skólann fyrsta skóladaginn. Textinn er blátt áfram og einfaldur en einstaka „erfiðari“ orð lífga upp á síðurnar, auðkennd með breiðu letri. (lang)Elstur í bekknum talar beint inn í reynsluheim barna á yngsta stigi grunnskólans, bæði gleði þeirra og sorgir, og hentar örugglega flestum krökkum á aldrinum 6-10 ára.Niðurstaða: Þrælskemmtileg krakkasaga, uppfull af góðum húmor og fallegum boðskap.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. desember. Bókmenntir Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Bækur (lang)Elstur í bekknum Bergrún Íris Sævarsdóttir Útgefandi: Bókabeitan Prentun: Prentmiðlun, Lettlandi Síðufjöldi: 78 Kápa: Villi Warén Nú er Bergrún Íris Sævarsdóttir búin að teikna og skrifa það margar bækur að það er við hæfi að segja: Það er ávallt gleðiefni þegar Bergrún Íris sendir frá sér nýja bóka. Hér er engu logið, enda er bókin (lang)Elstur í bekknum mjög skemmtileg og afskaplega falleg. Hér segir af Eyju, 6 ára telpu sem stendur frammi fyrir því að þurfa að hefja grunnskólagöngu sína í glænýju hverfi og glænýjum skóla þar sem hún þekkir ekki nokkurn mann. Hún dauðkvíðir fyrsta skóladeginum og telur sig hafa klúðrað öllum möguleikum um einhver vinsældastig þegar hún verður þess valdandi að þrjár stelpur í bekknum rennblotna og hlaupa hrínandi inn í skóla. Vinalaus og vondauf eygir hún þó eitt ljós í myrkrinu: Sessunaut sinn, hann Rögnvald, en sá er enginn venjulegur skólastrákur. Rögnvaldur hefur setið eftir í 1. bekk árum og áratugum saman því hann neitar að læra að lesa. Þrátt fyrir ákveðna byrjunarörðugleika verður þeim vel til vina og gera með sér samning sem felst í því að Eyja eignist fleiri vini í bekknum og Rögnvaldur læri stafina. Bæði þurfa þau að takast á við og yfirstíga, að því er þeim þykir, gríðarlegar hindranir en hafa sigur að lokum, með hjálp hvort annars. Bókin sjálf er mjög læsileg, bæði hvað varðar uppsetningu og leturgerð. Fallegar myndir Bergrúnar Írisar lífga að auki upp á síðurnar og sérlega skemmtileg er dökk grá og svört mynd á heilli opnu framarlega í bókinni sem sýnir vel hversu erfitt er fyrir Eyju að mæta í skólann fyrsta skóladaginn. Textinn er blátt áfram og einfaldur en einstaka „erfiðari“ orð lífga upp á síðurnar, auðkennd með breiðu letri. (lang)Elstur í bekknum talar beint inn í reynsluheim barna á yngsta stigi grunnskólans, bæði gleði þeirra og sorgir, og hentar örugglega flestum krökkum á aldrinum 6-10 ára.Niðurstaða: Þrælskemmtileg krakkasaga, uppfull af góðum húmor og fallegum boðskap.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. desember.
Bókmenntir Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira