Birgitta er í skýjunum með viðbrögðin: „Gleðisprengja í hjartað“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. desember 2017 08:30 Birgitta Haukdal Brynjarsdóttir gaf út fjórar barnabækur fyrir þessi jól. Gassi „Miðasalan fór í gang klukkan tólf og þrjár mínútur yfir tólf var bara allt að seljast upp,“ segir söngkonan Birgitta Haukdal í samtali við Vísi en miðasalan á afmælistónleika Írafárs gerði allt vitlaust í í fyrradag. Hljómsveitin ákvað því að bæta við aukatónleikum seinna sama kvöld þar sem margir voru enn inn á miðasölusíðunni. Birgitta segist alls ekki hafa átt von á þessum viðbrögðum við tónleikunum. „Ég trúði þessu bara ekki, ég eiginlega meðtók þetta ekki fyrr en í gær.“ Írafár heldur upp á 20 ára afmæli þann 2. júní 2018 í Hörpu en þetta er í fyrsta skipti í 12 ár sem hljómsveitin kemur saman. Uppselt er á fyrri tónleikana og miðasala á seinni gengur vel. „Það er komið vel á veg og fer hver að verða síðastur til þess að ná sér í miða. Það er alveg dásamlegt að finna fyrir þessum góðu straumum og áhuganum á tónlistinni okkar í dag.“Koma öll saman afturMargir deildu gleði sinni á samfélagsmiðlum í gær yfir því að vera komnir með miða. Hljómsveitin Írafár gaf á sínum tíma út plöturnar Allt sem ég sé, Nýtt upphaf og Írafár en fyrsta lagið þeirra kom út árið 2000. „Þetta er bara alveg geggjað gaman og þvílík gleðisprengja í hjartað að fólk njóti þess að hlusta á tónlistina mans.“ Birgitta segir að það hafi komið á óvart hvað miðasalan fór hratt af stað en þau hafi ekki einu sinni verið byrjuð að auglýsa þá. Birgitta hefur verið dugleg að koma fram síðan Írafár hætti en þó meira á bak við tjöldin og ekki sungið Írafár lögin nema örsjaldan. Hún sló meðal annars í gegn á Fiskidögum á Dalvík og á Þjóðhátíð í Eyjum í sumar. „Þessar uppákomur hafa sennilega kitlað fólkið aðeins,“ segir Birgitta og hlær. Hún er einstaklega spennt fyrir því að flytja lögin aftur en aðdáendur geta átt von á skemmtilegum tónleikum. „Það er gaman að segja frá því að Hanni trommarinn okkar sem hætti í bandinu á sínum tíma verður gestur á tónleikunum og mun að sjálfsögðu koma fram. Við erum öll ótrúlega spennt fyrir því. Það er því smá skraut ofan á kökuna að fá einn af upprunanum með okkur. Mér finnst það ótrúlega skemmtilegt.“Fara aftur í dvalaViðbrögðin við miðasölunni í gær sýna að Írafár á enn marga aðdáendur. „Ég fann það þegar ég var að taka þessi lög í sumar að ef einhver tími er til þess að gera þetta þá er það núna.“ Hljómsveitin er þó ekki byrjuð aftur og er því ekkert tónleikaferðalag framundan. „Þetta verða bara einu tónleikarnir sem við höldum. Ef það kemur til þess að við gerum eitthvað meira þá verður það í mesta lagi sem atriði á stærri uppákomu næsta sumar, þó ekkert hafi verið ákveðið í þeim efnum. Eftir sumarið leggjumst við aftur í dvala.“ Birgitta hefur mörgu að fagna þessa dagana en hún gaf út fjórar barnabækur fyrir jólin og ein þeirra, Lára og jólin, er í 12. sæti bóksölulistans samkvæmt nýjustu sölutölum og er hún fjórða mest selda barnabókin. „Alveg dásamlegt, ég get ekki haldið annað en gleðileg jól,“ segir Birgitta um þessar góðu viðtökur. Tónlist Mest lesið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Fleiri fréttir Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Sjá meira
„Miðasalan fór í gang klukkan tólf og þrjár mínútur yfir tólf var bara allt að seljast upp,“ segir söngkonan Birgitta Haukdal í samtali við Vísi en miðasalan á afmælistónleika Írafárs gerði allt vitlaust í í fyrradag. Hljómsveitin ákvað því að bæta við aukatónleikum seinna sama kvöld þar sem margir voru enn inn á miðasölusíðunni. Birgitta segist alls ekki hafa átt von á þessum viðbrögðum við tónleikunum. „Ég trúði þessu bara ekki, ég eiginlega meðtók þetta ekki fyrr en í gær.“ Írafár heldur upp á 20 ára afmæli þann 2. júní 2018 í Hörpu en þetta er í fyrsta skipti í 12 ár sem hljómsveitin kemur saman. Uppselt er á fyrri tónleikana og miðasala á seinni gengur vel. „Það er komið vel á veg og fer hver að verða síðastur til þess að ná sér í miða. Það er alveg dásamlegt að finna fyrir þessum góðu straumum og áhuganum á tónlistinni okkar í dag.“Koma öll saman afturMargir deildu gleði sinni á samfélagsmiðlum í gær yfir því að vera komnir með miða. Hljómsveitin Írafár gaf á sínum tíma út plöturnar Allt sem ég sé, Nýtt upphaf og Írafár en fyrsta lagið þeirra kom út árið 2000. „Þetta er bara alveg geggjað gaman og þvílík gleðisprengja í hjartað að fólk njóti þess að hlusta á tónlistina mans.“ Birgitta segir að það hafi komið á óvart hvað miðasalan fór hratt af stað en þau hafi ekki einu sinni verið byrjuð að auglýsa þá. Birgitta hefur verið dugleg að koma fram síðan Írafár hætti en þó meira á bak við tjöldin og ekki sungið Írafár lögin nema örsjaldan. Hún sló meðal annars í gegn á Fiskidögum á Dalvík og á Þjóðhátíð í Eyjum í sumar. „Þessar uppákomur hafa sennilega kitlað fólkið aðeins,“ segir Birgitta og hlær. Hún er einstaklega spennt fyrir því að flytja lögin aftur en aðdáendur geta átt von á skemmtilegum tónleikum. „Það er gaman að segja frá því að Hanni trommarinn okkar sem hætti í bandinu á sínum tíma verður gestur á tónleikunum og mun að sjálfsögðu koma fram. Við erum öll ótrúlega spennt fyrir því. Það er því smá skraut ofan á kökuna að fá einn af upprunanum með okkur. Mér finnst það ótrúlega skemmtilegt.“Fara aftur í dvalaViðbrögðin við miðasölunni í gær sýna að Írafár á enn marga aðdáendur. „Ég fann það þegar ég var að taka þessi lög í sumar að ef einhver tími er til þess að gera þetta þá er það núna.“ Hljómsveitin er þó ekki byrjuð aftur og er því ekkert tónleikaferðalag framundan. „Þetta verða bara einu tónleikarnir sem við höldum. Ef það kemur til þess að við gerum eitthvað meira þá verður það í mesta lagi sem atriði á stærri uppákomu næsta sumar, þó ekkert hafi verið ákveðið í þeim efnum. Eftir sumarið leggjumst við aftur í dvala.“ Birgitta hefur mörgu að fagna þessa dagana en hún gaf út fjórar barnabækur fyrir jólin og ein þeirra, Lára og jólin, er í 12. sæti bóksölulistans samkvæmt nýjustu sölutölum og er hún fjórða mest selda barnabókin. „Alveg dásamlegt, ég get ekki haldið annað en gleðileg jól,“ segir Birgitta um þessar góðu viðtökur.
Tónlist Mest lesið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Fleiri fréttir Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Sjá meira
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið