Dregur æ nær úrslitastund í viðræðum flugvirkja og SA Hörður Ægisson skrifar 14. desember 2017 07:00 Flugvirkjar Icelandair hafa boðað til verkfalls frá og með klukkan sex á sunnudagsmorgun. vísir/vilhelm Viðræður flugvirkja við Samtök atvinnulífsins (SA) halda áfram í dag. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir að viðræður hafi mjakast áfram á fundi í gærkvöldi. „Tíminn er á þrotum og það dregur að úrslitastund,“ segir Halldór. „Ég segi kannski ekki að fundurinn hafi verið alveg árangurslaus en við erum allavega á svipuðum stað eftir fundinn og við vorum fyrir hann,“ segir Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands. Flugvirkjar hjá Icelandair hafa boðað til ótímabundins verkfalls frá og með klukkan sex næstkomandi sunnudagsmorgun. Talið er að verkfallið myndi hafa áhrif á um tíu þúsund farþega á dag. Um 300 flugvirkjar starfa nú hjá flugfélaginu. Halldór segir að búið sé að bjóða „mjög sanngjarnar launahækkanir sem eru algjörlega í takt við það sem aðrir í samfélaginu eru að fá. Það er útilokað að einn hópur geti skorið sig úr þegar kemur að kjarasamningum. Kröfur flugvirkja eru himinháar og langt umfram það svigrúm sem er til staðar til launahækkana.“ Hann segir að flugvirkjum hjá Icelandair hafi fjölgað mikið undanfarin ár – hefur flugfélagið ráðið um 100 flugvirkja til starfa – samhliða því að hafa fært viðhaldsverkefni í auknum mæli til Íslands. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra sagði í gær að stjórnvöld hefðu ekki uppi „nein áform um að setja lög“ á boðaðar verkfallsaðgerðir flugvirkja. Samningar flugvirkja hjá Icelandair losnuðu í lok ágúst. Var kjaraviðræðum vísað til ríkissáttasemjara 8. september. Halldór segir það eiga að vera sameiginlegt markmið allra aðila á vinnumarkaði að viðhalda stöðugleika og þeim árangri sem náðst hefur í að hækka kaupmátt launa á síðustu árum. „Hvort sem þar er um að ræða flugvirkja og Icelandair, eða aðra hópa og önnur fyrirtæki.“ Hlutabréfaverð Icelandair hefur lækkað nokkuð í vikunni vegna fregna af mögulegu verkfalli flugvirkja og í gær lækkaði gengi bréfa félagsins um 1,66 prósent í 260 milljóna króna viðskiptum. Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Segir flugvirkja hóta verkfalli til að knýja fram himinháar launakröfur á viðkvæmasta tíma ársins Ótímabundið verkfall flugvirkja sem boðað er á sunnudag getur haft áhrif á ferðaáætlanir þúsunda flugfarþega. 13. desember 2017 19:59 Viðræður í dag báru engan árangur Þrettándi samningafundur Flugvirkjafélags Íslands og SA, hjá Ríkissáttasemjara, verður haldinn á morgun vegna kjaradeildu flugvirkja hjá Icelandair 12. desember 2017 20:00 Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Sjá meira
Viðræður flugvirkja við Samtök atvinnulífsins (SA) halda áfram í dag. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir að viðræður hafi mjakast áfram á fundi í gærkvöldi. „Tíminn er á þrotum og það dregur að úrslitastund,“ segir Halldór. „Ég segi kannski ekki að fundurinn hafi verið alveg árangurslaus en við erum allavega á svipuðum stað eftir fundinn og við vorum fyrir hann,“ segir Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands. Flugvirkjar hjá Icelandair hafa boðað til ótímabundins verkfalls frá og með klukkan sex næstkomandi sunnudagsmorgun. Talið er að verkfallið myndi hafa áhrif á um tíu þúsund farþega á dag. Um 300 flugvirkjar starfa nú hjá flugfélaginu. Halldór segir að búið sé að bjóða „mjög sanngjarnar launahækkanir sem eru algjörlega í takt við það sem aðrir í samfélaginu eru að fá. Það er útilokað að einn hópur geti skorið sig úr þegar kemur að kjarasamningum. Kröfur flugvirkja eru himinháar og langt umfram það svigrúm sem er til staðar til launahækkana.“ Hann segir að flugvirkjum hjá Icelandair hafi fjölgað mikið undanfarin ár – hefur flugfélagið ráðið um 100 flugvirkja til starfa – samhliða því að hafa fært viðhaldsverkefni í auknum mæli til Íslands. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra sagði í gær að stjórnvöld hefðu ekki uppi „nein áform um að setja lög“ á boðaðar verkfallsaðgerðir flugvirkja. Samningar flugvirkja hjá Icelandair losnuðu í lok ágúst. Var kjaraviðræðum vísað til ríkissáttasemjara 8. september. Halldór segir það eiga að vera sameiginlegt markmið allra aðila á vinnumarkaði að viðhalda stöðugleika og þeim árangri sem náðst hefur í að hækka kaupmátt launa á síðustu árum. „Hvort sem þar er um að ræða flugvirkja og Icelandair, eða aðra hópa og önnur fyrirtæki.“ Hlutabréfaverð Icelandair hefur lækkað nokkuð í vikunni vegna fregna af mögulegu verkfalli flugvirkja og í gær lækkaði gengi bréfa félagsins um 1,66 prósent í 260 milljóna króna viðskiptum.
Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Segir flugvirkja hóta verkfalli til að knýja fram himinháar launakröfur á viðkvæmasta tíma ársins Ótímabundið verkfall flugvirkja sem boðað er á sunnudag getur haft áhrif á ferðaáætlanir þúsunda flugfarþega. 13. desember 2017 19:59 Viðræður í dag báru engan árangur Þrettándi samningafundur Flugvirkjafélags Íslands og SA, hjá Ríkissáttasemjara, verður haldinn á morgun vegna kjaradeildu flugvirkja hjá Icelandair 12. desember 2017 20:00 Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Sjá meira
Segir flugvirkja hóta verkfalli til að knýja fram himinháar launakröfur á viðkvæmasta tíma ársins Ótímabundið verkfall flugvirkja sem boðað er á sunnudag getur haft áhrif á ferðaáætlanir þúsunda flugfarþega. 13. desember 2017 19:59
Viðræður í dag báru engan árangur Þrettándi samningafundur Flugvirkjafélags Íslands og SA, hjá Ríkissáttasemjara, verður haldinn á morgun vegna kjaradeildu flugvirkja hjá Icelandair 12. desember 2017 20:00