Risinn vaknaði í Eyjum: „Vonandi er þetta byrjunin á einhverju stórkostlegu“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. desember 2017 11:00 Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður ÍBV í Olís-deild karla í handbolta og íslenska landsliðsins, fór hamförum í 26-21 sigri Eyjamanna gegn Haukum á sunnudaginn var. Aron hefur átt mjög erfitt uppdráttar á leiktíðinni og verið langt frá sínu besta en í síðasta leik sýndi hann sparihliðarnar og minnti rækilega á sig nú þegar styttist í EM í Króatíu. Risinn rólegi varði 21 skot og var með 50 prósent hlutfallsmarkvörslu en hann var að verja 6,8 skot að meðaltali í leik með 28 prósent hlutfallsmarkvörslu að meðaltali fyrir leikinn á sunnudaginn. Hann jafnaði meðaltal sitt í vörðum skotum á fyrsta korterinu í leiknum. „Ég er ofboðslega ánægður með þetta. Þetta er bara frábært og þarna er Aron miklu líkari þeim leikmanni sem hann á að vera. Ég vona svo sannarlega að þetta sé byrjunin á einhverju stórkostlegu því þessi strákur á það skilið að vera frábær. Ég vona bara að þetta verði ísbrjótur fyrir hann. Nú getur hann vonandi andað aðeins léttar,“ sagði Sebastian Alexandersson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður og sérfræðingur Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport HD, í þættinum á mánudagskvöldið. „Það er ekki bara fjöldinn af skotum heldur hvernig hann er að verja skotin. Tímasetningar eru betri í dauðafærunum og hann spilaði bara eins og maður með topp sjálfstraust sem er geggjað,“ sagði Sebastian og Gunnar Berg Viktorsson, fyrrverandi landsliðsmaður sem bæði spilaði með og þjálfaði Aron, tók undir. „Það býr rosalega mikið í þessum strák. Þegar ég var að spila með honum og þjálfa hann var mikill karakter í Aroni og hann vann fullt af leikjum fyrir okkur. Svo gerist eitthvað á þessu ári, en það er 100 prósent að það býr mikið í honum. Hann er að sýan að hann eigi að vera í landsliðinu. Ég hef ekki trú á öðru en að hann haldi þessu áfram og þá erum við bara í góðum málum,“ sagði Gunnar Berg Viktorsson. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umboðsmaður um mál Gísla Þorgeirs: Getur ekkert kvartað Í síðustu viku var greint frá því að FH fengi ekki krónu frá Kiel fyrir handboltamanninn efnilega, Gísla Þorgeir Kristjánsson. 12. desember 2017 17:15 Seinni bylgjan: Þessi voru valin best í nóvember Nóvembermánuður Olís deildanna var gerður upp hjá Tómasi Þór Þórðarsyni og félögum í Seinni bylgjunni í gærkvöld. 12. desember 2017 12:00 Formaður dómaranefndar HSÍ: Félögin þurfa að taka hlutverk sitt alvarlega Það er skortur á handboltadómurum á Íslandi en formaður dómaranefndar HSÍ, Guðjón L. Sigurðsson, segir að helst þyrfti HSÍ að vera með 78 dómara á sínum snærum. Þeir eru aftur á móti aðeins 33 og þar af hafa aðeins 14 réttindi til þess að dæma í efstu deildunum. 12. desember 2017 20:15 Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður ÍBV í Olís-deild karla í handbolta og íslenska landsliðsins, fór hamförum í 26-21 sigri Eyjamanna gegn Haukum á sunnudaginn var. Aron hefur átt mjög erfitt uppdráttar á leiktíðinni og verið langt frá sínu besta en í síðasta leik sýndi hann sparihliðarnar og minnti rækilega á sig nú þegar styttist í EM í Króatíu. Risinn rólegi varði 21 skot og var með 50 prósent hlutfallsmarkvörslu en hann var að verja 6,8 skot að meðaltali í leik með 28 prósent hlutfallsmarkvörslu að meðaltali fyrir leikinn á sunnudaginn. Hann jafnaði meðaltal sitt í vörðum skotum á fyrsta korterinu í leiknum. „Ég er ofboðslega ánægður með þetta. Þetta er bara frábært og þarna er Aron miklu líkari þeim leikmanni sem hann á að vera. Ég vona svo sannarlega að þetta sé byrjunin á einhverju stórkostlegu því þessi strákur á það skilið að vera frábær. Ég vona bara að þetta verði ísbrjótur fyrir hann. Nú getur hann vonandi andað aðeins léttar,“ sagði Sebastian Alexandersson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður og sérfræðingur Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport HD, í þættinum á mánudagskvöldið. „Það er ekki bara fjöldinn af skotum heldur hvernig hann er að verja skotin. Tímasetningar eru betri í dauðafærunum og hann spilaði bara eins og maður með topp sjálfstraust sem er geggjað,“ sagði Sebastian og Gunnar Berg Viktorsson, fyrrverandi landsliðsmaður sem bæði spilaði með og þjálfaði Aron, tók undir. „Það býr rosalega mikið í þessum strák. Þegar ég var að spila með honum og þjálfa hann var mikill karakter í Aroni og hann vann fullt af leikjum fyrir okkur. Svo gerist eitthvað á þessu ári, en það er 100 prósent að það býr mikið í honum. Hann er að sýan að hann eigi að vera í landsliðinu. Ég hef ekki trú á öðru en að hann haldi þessu áfram og þá erum við bara í góðum málum,“ sagði Gunnar Berg Viktorsson. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umboðsmaður um mál Gísla Þorgeirs: Getur ekkert kvartað Í síðustu viku var greint frá því að FH fengi ekki krónu frá Kiel fyrir handboltamanninn efnilega, Gísla Þorgeir Kristjánsson. 12. desember 2017 17:15 Seinni bylgjan: Þessi voru valin best í nóvember Nóvembermánuður Olís deildanna var gerður upp hjá Tómasi Þór Þórðarsyni og félögum í Seinni bylgjunni í gærkvöld. 12. desember 2017 12:00 Formaður dómaranefndar HSÍ: Félögin þurfa að taka hlutverk sitt alvarlega Það er skortur á handboltadómurum á Íslandi en formaður dómaranefndar HSÍ, Guðjón L. Sigurðsson, segir að helst þyrfti HSÍ að vera með 78 dómara á sínum snærum. Þeir eru aftur á móti aðeins 33 og þar af hafa aðeins 14 réttindi til þess að dæma í efstu deildunum. 12. desember 2017 20:15 Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Umboðsmaður um mál Gísla Þorgeirs: Getur ekkert kvartað Í síðustu viku var greint frá því að FH fengi ekki krónu frá Kiel fyrir handboltamanninn efnilega, Gísla Þorgeir Kristjánsson. 12. desember 2017 17:15
Seinni bylgjan: Þessi voru valin best í nóvember Nóvembermánuður Olís deildanna var gerður upp hjá Tómasi Þór Þórðarsyni og félögum í Seinni bylgjunni í gærkvöld. 12. desember 2017 12:00
Formaður dómaranefndar HSÍ: Félögin þurfa að taka hlutverk sitt alvarlega Það er skortur á handboltadómurum á Íslandi en formaður dómaranefndar HSÍ, Guðjón L. Sigurðsson, segir að helst þyrfti HSÍ að vera með 78 dómara á sínum snærum. Þeir eru aftur á móti aðeins 33 og þar af hafa aðeins 14 réttindi til þess að dæma í efstu deildunum. 12. desember 2017 20:15