Krónan ætlar í samkeppni við Eldum rétt á næsta ári Haraldur Guðmundsson skrifar 13. desember 2017 07:30 Festi á og rekur sautján verslanir Krónunnar. Vísir/Ernir Stjórnendur Krónunnar vinna nú samkvæmt heimildum Markaðarins að þróun tveggja vörulína sem munu innihalda hráefni í máltíðir sem viðskiptavinir elda sjálfir. Önnur þeirra mun heita Núna og verður seld í Krónunni og öðrum verslunum Festar, næststærsta smásölufélags landsins. Samkvæmt upplýsingum Markaðarins hefur verið unnið að þróun vörulínanna undanfarna mánuði. Matreiðslufólk hafi samið uppskriftir að ólíkum réttum og stjórnendur verslunarfyrirtækisins vilji meðal annars bjóða vörur sem taki skemmri tíma að elda en aðrar sambærilegar á markaðnum. Jón Björnsson, forstjóri Festar, vildi ekki tjá sig um málið þegar blaðamaður náði tali af honum í gær. Fyrirtækið rekur sautján verslanir Krónunnar en einnig Elko, Kjarval og Nóatún. Samkeppniseftirlitið hefur nú til rannsóknar áhrif samruna Festar og olíufélagsins N1. Skrifað var undir kaupsamning í byrjun október. Samkvæmt samkomulaginu er heildarvirði Festar 37,9 milljarðar króna. Eignarhaldsfélagið Basko, sem á og rekur meðal annars 10-11 verslanirnar, á nú í viðræðum um kaup á hluta í Eldum rétt, eins og sagt var frá í Markaðnum í síðustu viku og að velta Eldum rétt í fyrra hefði numið nærri 600 milljónum. Fyrirtækið var stofnað í ársbyrjun 2014 og hefur verið leiðandi í sölu á hráefnum og uppskriftum sem viðskiptavinir elda þegar heim er komið. Það er í eigu Vals Hermannssonar og Kristófers Júlíusar Leifssonar. Vinsældir Eldum rétt hafa farið sívaxandi en á árinu 2016 námu tekjur fyrirtækisins samtals tæplega 570 milljónum og meira en fjórfölduðust frá fyrra ári. Þá nam hagnaður félagsins um 78 milljónum eftir skatt borið saman við aðeins níu milljóna króna hagnað á árinu 2015. Hagnaðurinn fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) var um 104 milljónir í fyrra. Stærsti hluthafi Basko er framtakssjóðurinn Horn III, sem er í rekstri Landsbréfa, með 80 prósenta hlut en Árni Pétur Jónsson, framkvæmdastjóri félagsins, á samanlagt um 18 prósenta hlut. Hermann Már Þórisson, framkvæmdastjóri Horns III, vildi í samtali við Markaðinn í síðustu viku ekkert tjá sig um viðræðurnar. Auk þess að vera eigandi rekstrarfélags Tíu ellefu hf. á Basko félög sem reka meðal annars verslanir undir merkjum Iceland, kaffihús Dunkin’ Donuts og hamborgarastaðinn Bad Boys Burgers & Grill.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Stjórnendur Krónunnar vinna nú samkvæmt heimildum Markaðarins að þróun tveggja vörulína sem munu innihalda hráefni í máltíðir sem viðskiptavinir elda sjálfir. Önnur þeirra mun heita Núna og verður seld í Krónunni og öðrum verslunum Festar, næststærsta smásölufélags landsins. Samkvæmt upplýsingum Markaðarins hefur verið unnið að þróun vörulínanna undanfarna mánuði. Matreiðslufólk hafi samið uppskriftir að ólíkum réttum og stjórnendur verslunarfyrirtækisins vilji meðal annars bjóða vörur sem taki skemmri tíma að elda en aðrar sambærilegar á markaðnum. Jón Björnsson, forstjóri Festar, vildi ekki tjá sig um málið þegar blaðamaður náði tali af honum í gær. Fyrirtækið rekur sautján verslanir Krónunnar en einnig Elko, Kjarval og Nóatún. Samkeppniseftirlitið hefur nú til rannsóknar áhrif samruna Festar og olíufélagsins N1. Skrifað var undir kaupsamning í byrjun október. Samkvæmt samkomulaginu er heildarvirði Festar 37,9 milljarðar króna. Eignarhaldsfélagið Basko, sem á og rekur meðal annars 10-11 verslanirnar, á nú í viðræðum um kaup á hluta í Eldum rétt, eins og sagt var frá í Markaðnum í síðustu viku og að velta Eldum rétt í fyrra hefði numið nærri 600 milljónum. Fyrirtækið var stofnað í ársbyrjun 2014 og hefur verið leiðandi í sölu á hráefnum og uppskriftum sem viðskiptavinir elda þegar heim er komið. Það er í eigu Vals Hermannssonar og Kristófers Júlíusar Leifssonar. Vinsældir Eldum rétt hafa farið sívaxandi en á árinu 2016 námu tekjur fyrirtækisins samtals tæplega 570 milljónum og meira en fjórfölduðust frá fyrra ári. Þá nam hagnaður félagsins um 78 milljónum eftir skatt borið saman við aðeins níu milljóna króna hagnað á árinu 2015. Hagnaðurinn fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) var um 104 milljónir í fyrra. Stærsti hluthafi Basko er framtakssjóðurinn Horn III, sem er í rekstri Landsbréfa, með 80 prósenta hlut en Árni Pétur Jónsson, framkvæmdastjóri félagsins, á samanlagt um 18 prósenta hlut. Hermann Már Þórisson, framkvæmdastjóri Horns III, vildi í samtali við Markaðinn í síðustu viku ekkert tjá sig um viðræðurnar. Auk þess að vera eigandi rekstrarfélags Tíu ellefu hf. á Basko félög sem reka meðal annars verslanir undir merkjum Iceland, kaffihús Dunkin’ Donuts og hamborgarastaðinn Bad Boys Burgers & Grill.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira