Samþykktu 550 milljóna bónuspott fyrir stjórnendur Klakka Hörður Ægisson skrifar 13. desember 2017 06:15 Nánast eina eign Klakka í dag er Lykill fjármögnun en félagið hefur verið sett í opið söluferli. Vísir/Stefán Stjórnendur og stjórnarmenn Klakka, eignarhaldsfélags sem heldur utan um 100 prósenta hlut í eignaleigufyrirtækinu Lykli, áður Lýsing, geta fengið samanlagt um 550 milljónir króna í bónus í tengslum við væntanlega sölu á Lykli og vegna annarra eigna félagsins sem hafa verið seldar á síðustu árum. Langsamlega stærsti eigandi Lykils er bandaríski vogunarsjóðurinn Davidson Kempner en íslenskir lífeyrissjóðir, einkum LSR, Gildi, Lífeyrissjóður verslunarmanna og Birta, eiga einnig samtals um sex prósenta hlut í Klakka. Á hluthafafundi Klakka síðastliðinn mánudag var samþykkt tillaga að kaupaukakerfi sem var lögð fram af stjórn félagsins, samkvæmt heimildum Markaðarins, sem nær til þriggja starfsmanna, meðal annars forstjórans Magnúsar Schevings Thorsteinssonar, og sex manna stjórnar Klakka en í henni eiga sæti fjórir Íslendingar. Gangi tilteknar forsendur eftir sem kaupaukakerfið grundvallast á, en upphafsdagur þess miðast við 17. mars 2016, gætu heildarbónusgreiðslur til þessara níu stjórnenda félagsins numið allt að 4,42 milljónum evra, jafnvirði tæplega 550 milljóna íslenskra króna. Stjórnendur Klakka gætu því fengið að meðaltali yfir 60 milljónir króna á mann í sinn hlut í bónus. Lífeyrissjóðir í hluthafahópi Klakka sendu ekki fulltrúa á fundinn til að greiða atkvæði um kaupaukakerfið, samkvæmt heimildum Markaðarins, en mætt var á fundinn fyrir hönd hluthafa sem eiga samtals 89,2 prósent hlut í Klakka. Kristján B. Thorlacius, hæstaréttarlögmaður og einn stjórnarmanna Klakka, hefur verið studdur af sjóðunum í stjórn félagsins en hann er á meðal þeirra sem bónuskerfið nær til. Samkvæmt skilmálum kerfisins eiga starfsmenn Klakka tilkall til þess að fá 45 prósent af bónuspottinum á meðan stjórnarmennirnir sex fá 55 prósent af heildarbónusgreiðslunum. Auk Magnúsar eru starfsmenn Klakka þau Jón Örn Guðmundsson fjármálastjóri og Brynja Dögg Steinsen rekstrarstjóri. Stjórnarformaður Klakka til margra ára er Pétur J. Eiríksson en aðrir Íslendingar, fyrir utan Kristján, sem sitja í stjórninni eru Steinn Logi Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skipta og Húsasmiðjunnar, og Gunnar Þór Þórarinsson, lögmaður hjá Logos. Þá situr Matt Hinds, sem var einn helsti ráðgjafi kröfuhafa Glitnis um árabil, einnig í stjórninni en hann hefur unnið náið með stjórnendum Klakka við fjárhagslega endurskipulagningu og sölu á eignum félagsins. Magnús Scheving Thorsteinsson er forstjóri Klakka og stjórnarformaður Lykils fjármögnunar. Lykill í opið söluferli Í dag er Lykill nánast eina eign Klakka en flestar aðrar eignir, meðal annars hlutir í VÍS, Símanum, Kviku og Bakkavör, hafa verið seldar á síðustu árum. Eignaleigufyrirtækið hefur verið sett í opið söluferli og verður óskað eftir skuldbindandi tilboðum í mars næstkomandi og í framhaldi af því gengið til samninga við hæstbjóðanda. Samkvæmt heimildum Markaðarins ræðst heildarfjárhæð bónuspottsins til stjórnenda Klakka ekki aðeins af niðurstöðu söluferlisins á Lykli heldur einnig þeim endurheimtum sem hafa nú þegar skilað sér við sölu á öðrum eignum félagsins á undanförnum árum. Á síðasta ári nam hagnaður Lykils 1.360 milljónum króna og eigið fé félagsins var tæplega 14 milljarðar um mitt þetta ár. Auk þess að eiga í vændum bónusgreiðslur þá hafa starfsmenn Klakka verið afar vel launaðir um langt skeið. Samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar námu mánaðarlaun Magnúsar 4,6 milljónum króna í fyrra og Jón Örn, fjármálastjóri félagsins, var með 3,3 milljónir. Heildarlaunakostnaður þriggja starfsmanna og stjórnar Klakka var 104 milljónir á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Stærsti eigandi Klakka er sem fyrr segir vogunarsjóðurinn Davidson Kempner, í gegnum írska skúffufyrirtækið Burlington Loan Management, en samanlagt á sjóðurinn um 75 prósenta hlut í félaginu. Vogunarsjóðurinn, sem var einn stærsti kröfuhafi föllnu viðskiptabankanna, bætti verulega við eignarhlut sinn í félaginu í fyrra þegar hann keypti samanlagt rúmlega 60 prósenta hlut af Arion banka, Lindarhvoli, eignarhaldsfélagi ríkissjóðs, og Glitni HoldCo. Auk ýmissa íslenskra lífeyrissjóða eru aðrir hluthafar Klakka í dag BNP Paribas, erlendur sjóður í stýringu fjárfestingafélagsins CarVal, og félög á vegum bræðranna Ágústs og Lýðs Guðmundssona og Sigurðar Valtýssonar, viðskiptafélaga þeirra og fyrrverandi forstjóra Exista. Klakki, sem áður hét Exista, var yfirtekið af kröfuhöfum við samþykkt nauðasamninga í árslok 2010. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Starfsemi Lindarhvols Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Sjá meira
Stjórnendur og stjórnarmenn Klakka, eignarhaldsfélags sem heldur utan um 100 prósenta hlut í eignaleigufyrirtækinu Lykli, áður Lýsing, geta fengið samanlagt um 550 milljónir króna í bónus í tengslum við væntanlega sölu á Lykli og vegna annarra eigna félagsins sem hafa verið seldar á síðustu árum. Langsamlega stærsti eigandi Lykils er bandaríski vogunarsjóðurinn Davidson Kempner en íslenskir lífeyrissjóðir, einkum LSR, Gildi, Lífeyrissjóður verslunarmanna og Birta, eiga einnig samtals um sex prósenta hlut í Klakka. Á hluthafafundi Klakka síðastliðinn mánudag var samþykkt tillaga að kaupaukakerfi sem var lögð fram af stjórn félagsins, samkvæmt heimildum Markaðarins, sem nær til þriggja starfsmanna, meðal annars forstjórans Magnúsar Schevings Thorsteinssonar, og sex manna stjórnar Klakka en í henni eiga sæti fjórir Íslendingar. Gangi tilteknar forsendur eftir sem kaupaukakerfið grundvallast á, en upphafsdagur þess miðast við 17. mars 2016, gætu heildarbónusgreiðslur til þessara níu stjórnenda félagsins numið allt að 4,42 milljónum evra, jafnvirði tæplega 550 milljóna íslenskra króna. Stjórnendur Klakka gætu því fengið að meðaltali yfir 60 milljónir króna á mann í sinn hlut í bónus. Lífeyrissjóðir í hluthafahópi Klakka sendu ekki fulltrúa á fundinn til að greiða atkvæði um kaupaukakerfið, samkvæmt heimildum Markaðarins, en mætt var á fundinn fyrir hönd hluthafa sem eiga samtals 89,2 prósent hlut í Klakka. Kristján B. Thorlacius, hæstaréttarlögmaður og einn stjórnarmanna Klakka, hefur verið studdur af sjóðunum í stjórn félagsins en hann er á meðal þeirra sem bónuskerfið nær til. Samkvæmt skilmálum kerfisins eiga starfsmenn Klakka tilkall til þess að fá 45 prósent af bónuspottinum á meðan stjórnarmennirnir sex fá 55 prósent af heildarbónusgreiðslunum. Auk Magnúsar eru starfsmenn Klakka þau Jón Örn Guðmundsson fjármálastjóri og Brynja Dögg Steinsen rekstrarstjóri. Stjórnarformaður Klakka til margra ára er Pétur J. Eiríksson en aðrir Íslendingar, fyrir utan Kristján, sem sitja í stjórninni eru Steinn Logi Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skipta og Húsasmiðjunnar, og Gunnar Þór Þórarinsson, lögmaður hjá Logos. Þá situr Matt Hinds, sem var einn helsti ráðgjafi kröfuhafa Glitnis um árabil, einnig í stjórninni en hann hefur unnið náið með stjórnendum Klakka við fjárhagslega endurskipulagningu og sölu á eignum félagsins. Magnús Scheving Thorsteinsson er forstjóri Klakka og stjórnarformaður Lykils fjármögnunar. Lykill í opið söluferli Í dag er Lykill nánast eina eign Klakka en flestar aðrar eignir, meðal annars hlutir í VÍS, Símanum, Kviku og Bakkavör, hafa verið seldar á síðustu árum. Eignaleigufyrirtækið hefur verið sett í opið söluferli og verður óskað eftir skuldbindandi tilboðum í mars næstkomandi og í framhaldi af því gengið til samninga við hæstbjóðanda. Samkvæmt heimildum Markaðarins ræðst heildarfjárhæð bónuspottsins til stjórnenda Klakka ekki aðeins af niðurstöðu söluferlisins á Lykli heldur einnig þeim endurheimtum sem hafa nú þegar skilað sér við sölu á öðrum eignum félagsins á undanförnum árum. Á síðasta ári nam hagnaður Lykils 1.360 milljónum króna og eigið fé félagsins var tæplega 14 milljarðar um mitt þetta ár. Auk þess að eiga í vændum bónusgreiðslur þá hafa starfsmenn Klakka verið afar vel launaðir um langt skeið. Samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar námu mánaðarlaun Magnúsar 4,6 milljónum króna í fyrra og Jón Örn, fjármálastjóri félagsins, var með 3,3 milljónir. Heildarlaunakostnaður þriggja starfsmanna og stjórnar Klakka var 104 milljónir á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Stærsti eigandi Klakka er sem fyrr segir vogunarsjóðurinn Davidson Kempner, í gegnum írska skúffufyrirtækið Burlington Loan Management, en samanlagt á sjóðurinn um 75 prósenta hlut í félaginu. Vogunarsjóðurinn, sem var einn stærsti kröfuhafi föllnu viðskiptabankanna, bætti verulega við eignarhlut sinn í félaginu í fyrra þegar hann keypti samanlagt rúmlega 60 prósenta hlut af Arion banka, Lindarhvoli, eignarhaldsfélagi ríkissjóðs, og Glitni HoldCo. Auk ýmissa íslenskra lífeyrissjóða eru aðrir hluthafar Klakka í dag BNP Paribas, erlendur sjóður í stýringu fjárfestingafélagsins CarVal, og félög á vegum bræðranna Ágústs og Lýðs Guðmundssona og Sigurðar Valtýssonar, viðskiptafélaga þeirra og fyrrverandi forstjóra Exista. Klakki, sem áður hét Exista, var yfirtekið af kröfuhöfum við samþykkt nauðasamninga í árslok 2010. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Starfsemi Lindarhvols Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun