Hvað þýðir „viðbúnaður“ á Vesturbakkanum? Þórunn Ólafsdóttir skrifar 12. desember 2017 14:11 Undanfarna daga hef ég lesið mikið um að „viðbúnaður“ á Vesturbakkanum og Gaza sé nú mikill. Hvað þýðir það? Það þýðir einfaldlega að Ísraelsher er í árásarhug. Að búa sig undir að beita harðara ofbeldi en hann beitir palestínskt fólk daglega.Hið rétta er að þessar svokölluðu gúmmíkúlur eru níðþungar stálkúlur með örlítilli gúmmíhúð.Þegar ég dvaldi á Vesturbakkanum árið 2014 var eitt af því sem við gerðum að vakta checktpointana þegar börnin voru á leið til og frá skóla (það er í alvöru ekki til neitt almennilegt íslenskt orð. Landamærastöð á ekki við því þetta er ekki staðsett á landamærum heldur inni í miðri palestínskri borg). Bara fylgjast með, sýna að heimurinn fengi fljótt að heyra af því ef börnin yrðu fyrir árás á leið til skóla. Að heimurinn sé að fylgjast með og þekki eðli hernámsins. Nærvera okkar stoppaði herinn vissulega ekki, enda byrjuðu flestir dagar í Hebron á táragasregni. Oft fylgdu hljóðsprengjur í kjölfarið til að hræða krakkana burt. Nokkrir frakkir drengir héldu oft áfram að kasta steinum í checkpointinn og þá kom fyrir að gúmmíhúðaðar stálkúlur voru dregnar fram. Lítil börn voru handtekin af fullvaxta, vígbúnum hermönnum og færð í gæsluvarðhald í stað þess að fá að halda för sinni áfram í skólann. Svona virkar hernámið. Mæður senda börnin sín af stað í skóla með örlítinn laukbita í vasanum. Þau vita að það er gott að draga hann upp þegar táragasið verður óbærilega mikið og þefa af sterkri lauklyktinni. Sannfæra þannig heilann um að það sé súrefni að finna í eiturgufunum. Þannig er ólíklegra að missa meðvitund.Tuttugu vígbúnir hermenn að handtaka ungling sem líklega hefur verið að mótmæla sturluðu inngripi Trumps í það sem fyrir voru fáránlegar aðstæður.Fréttirnar eru alltof oft út frá sjónarhóli hernámsins. Þessi svokallaði viðbúnaður þýðir td. að ísraelski herinn tekur sér nú fullt vald til að hefta tjáningarfrelsi palestínsku þjóðarinnar á palestínsku landssvæði og beitir grófara ofbeldi. Erlendur innrásarher á ekkert með að sinna „löggæslu“ eða skerða ferðafrelsi fólks í þeirra eigin heimalandi. Vera hersins á palestínskum svæðum er ólögleg og það að kalla aukið ofbeldi gegn fólki sem mótmælir valdaráni Trumps „viðbúnað“ er skrítnasta normalísering á fullkomlega óeðlilegu ástandi sem ég hef séð lengi. Önnur umfjöllun sem er tekin beint upp úr pr-deild hernámsins er umfjöllunin um gúmmíkúlurnar. Ísraelsher notast ekki við neitt sem kalla má með réttu gúmmíkúlur. Heitið hljómar sakleysislega og nákvæmlega þannig á það að hljóma. Sýna fram á að þarna sé um sakleysislegt vopn að ræða, ætlað til þess að stýra mannfjölda í ham en ekk til að meiða neinn. Hið rétta er að þessar svokölluðu gúmmíkúlur eru níðþungar stálkúlur með örlítilli gúmmíhúð, sem þær draga heiti sitt af. Herinn hefur þá reglu að þær megi nota úr ákveðinni fjarlægð og aðeins beina þeim að fótum fólks. Sem hann virðir að sjálfsögðu ekki, enda er hún bara pr. Fólk er ítrekað flutt á brott illa slasað með höfuðáverka af völdum þeirra. Fólk hefur bæði verið drepið með þeim og hlotið mjög alvarlega áverka. Þær koma í nokkrum stærðum og gerðum, en þessar sem ég held á þarna á myndinni voru notaðar í mótmælum sem ég tók þátt í haustið 2014 í þorpinu Kufr Qaddum á Vesturbakkanum. Hin myndin er tekin í Hebron 8. desember. Hún er átakanleg en um leið rammar hún hernámið svo gjörsamlega inn. Valdið gegn algjöru valdaleysi. Tuttugu vígbúnir hermenn að handtaka ungling sem líklega hefur verið að mótmæla sturluðu inngripi Trumps í það sem fyrir voru fáránlegar aðstæður. Aukinn „viðbúnaður“ þýðir að nú má allt. Hernámið gerir það sem því sýnist, alltaf. En nú gilda engar hömlur. Hernámið er í vígahug. Vígbúnaður er rétta orðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mið-Austurlönd Mest lesið Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson Skoðun Virðum kennara – þeir móta framtíðina Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson skrifar Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson skrifar Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar misvitringar leika listina að ljúga Kristján Logason skrifar Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er ein alda Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nóg af þögn – nú er kominn tími á aðgerðir Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Virðum kennara – þeir móta framtíðina Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Háskólinn okkar – rektorskjör Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Táknmál Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir skrifar Skoðun Hvernig talar þú um netöryggi við barnið þitt? Berglind Jónsdóttir skrifar Skoðun Lærdómar helfararinnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir skrifar Skoðun Stafræn bylting sýslumanna Kristín Þórðardóttir skrifar Skoðun Þöggun ofbeldis Sara Rós Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Heilræði úr Dölunum til borgarstjórnar Reykjavíkur Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir skrifar Skoðun Öruggt og viðunandi húsnæði fyrir alla í Hveragerði Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Sorg barna - Verndandi þættir Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Fullbókað Ísland 2026 Björn Berg Gunnarsson skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hef ég lesið mikið um að „viðbúnaður“ á Vesturbakkanum og Gaza sé nú mikill. Hvað þýðir það? Það þýðir einfaldlega að Ísraelsher er í árásarhug. Að búa sig undir að beita harðara ofbeldi en hann beitir palestínskt fólk daglega.Hið rétta er að þessar svokölluðu gúmmíkúlur eru níðþungar stálkúlur með örlítilli gúmmíhúð.Þegar ég dvaldi á Vesturbakkanum árið 2014 var eitt af því sem við gerðum að vakta checktpointana þegar börnin voru á leið til og frá skóla (það er í alvöru ekki til neitt almennilegt íslenskt orð. Landamærastöð á ekki við því þetta er ekki staðsett á landamærum heldur inni í miðri palestínskri borg). Bara fylgjast með, sýna að heimurinn fengi fljótt að heyra af því ef börnin yrðu fyrir árás á leið til skóla. Að heimurinn sé að fylgjast með og þekki eðli hernámsins. Nærvera okkar stoppaði herinn vissulega ekki, enda byrjuðu flestir dagar í Hebron á táragasregni. Oft fylgdu hljóðsprengjur í kjölfarið til að hræða krakkana burt. Nokkrir frakkir drengir héldu oft áfram að kasta steinum í checkpointinn og þá kom fyrir að gúmmíhúðaðar stálkúlur voru dregnar fram. Lítil börn voru handtekin af fullvaxta, vígbúnum hermönnum og færð í gæsluvarðhald í stað þess að fá að halda för sinni áfram í skólann. Svona virkar hernámið. Mæður senda börnin sín af stað í skóla með örlítinn laukbita í vasanum. Þau vita að það er gott að draga hann upp þegar táragasið verður óbærilega mikið og þefa af sterkri lauklyktinni. Sannfæra þannig heilann um að það sé súrefni að finna í eiturgufunum. Þannig er ólíklegra að missa meðvitund.Tuttugu vígbúnir hermenn að handtaka ungling sem líklega hefur verið að mótmæla sturluðu inngripi Trumps í það sem fyrir voru fáránlegar aðstæður.Fréttirnar eru alltof oft út frá sjónarhóli hernámsins. Þessi svokallaði viðbúnaður þýðir td. að ísraelski herinn tekur sér nú fullt vald til að hefta tjáningarfrelsi palestínsku þjóðarinnar á palestínsku landssvæði og beitir grófara ofbeldi. Erlendur innrásarher á ekkert með að sinna „löggæslu“ eða skerða ferðafrelsi fólks í þeirra eigin heimalandi. Vera hersins á palestínskum svæðum er ólögleg og það að kalla aukið ofbeldi gegn fólki sem mótmælir valdaráni Trumps „viðbúnað“ er skrítnasta normalísering á fullkomlega óeðlilegu ástandi sem ég hef séð lengi. Önnur umfjöllun sem er tekin beint upp úr pr-deild hernámsins er umfjöllunin um gúmmíkúlurnar. Ísraelsher notast ekki við neitt sem kalla má með réttu gúmmíkúlur. Heitið hljómar sakleysislega og nákvæmlega þannig á það að hljóma. Sýna fram á að þarna sé um sakleysislegt vopn að ræða, ætlað til þess að stýra mannfjölda í ham en ekk til að meiða neinn. Hið rétta er að þessar svokölluðu gúmmíkúlur eru níðþungar stálkúlur með örlítilli gúmmíhúð, sem þær draga heiti sitt af. Herinn hefur þá reglu að þær megi nota úr ákveðinni fjarlægð og aðeins beina þeim að fótum fólks. Sem hann virðir að sjálfsögðu ekki, enda er hún bara pr. Fólk er ítrekað flutt á brott illa slasað með höfuðáverka af völdum þeirra. Fólk hefur bæði verið drepið með þeim og hlotið mjög alvarlega áverka. Þær koma í nokkrum stærðum og gerðum, en þessar sem ég held á þarna á myndinni voru notaðar í mótmælum sem ég tók þátt í haustið 2014 í þorpinu Kufr Qaddum á Vesturbakkanum. Hin myndin er tekin í Hebron 8. desember. Hún er átakanleg en um leið rammar hún hernámið svo gjörsamlega inn. Valdið gegn algjöru valdaleysi. Tuttugu vígbúnir hermenn að handtaka ungling sem líklega hefur verið að mótmæla sturluðu inngripi Trumps í það sem fyrir voru fáránlegar aðstæður. Aukinn „viðbúnaður“ þýðir að nú má allt. Hernámið gerir það sem því sýnist, alltaf. En nú gilda engar hömlur. Hernámið er í vígahug. Vígbúnaður er rétta orðið.
Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar
Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir skrifar
Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir skrifar