Innlent

Eliza Reed skipuð sérlegur sendiherra ferðamála Sameinuðu þjóðanna

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Eliza Reed var skipuð sérlegur sendiherra ferðamála Sameinuðu þjóðanna í gær.
Eliza Reed var skipuð sérlegur sendiherra ferðamála Sameinuðu þjóðanna í gær. Twitter/Oman tourism
Eliza Reed forsetafrú flutti í gær ávarp á á ráðstefnunni World Conference on Tourism and Culture sem haldin er í Múskat, höfuðborg Ómans. Á ráðstefnunni í gær var hún skipuð sérlegur sendiherra ferðamála Sameinuðu þjóðanna. 

„Ráðstefnan, sem var haldin í annað sinn, fór að þessu sinni fram í Múskat, höfuðborg Ómans. Ég tók líka því boði að gerast sérlegur sendiherra Sameinuðu þjóðanna á sviði ferðamennsku og heimsmarkmiða samtakanna. Ég hlakka til að vinna áfram með UNWTO, Ferðamálastofnun Sameinuðu þjóðanna í þessum geira,“ skrifaði Eliza á Facebook.

 



Í ræðu sinni á ráðstefnunni í gær talaði Eliza meðal annars um Ísland. Hún sagði sterka jákvæða tengingu vera á milli ferðamannaiðnaðarins og friðar og öryggis.

„Á Íslandi erum við stolt af því að vera friðsælasta land í heimi samkvæmt Global Peace Index og við höfum séð ávinninginn sem þetta orðspor hefur haft á ferðamannaiðnaðinn okkar. Síðustu ár höfum við einnig verið í fyrsta sæti á lista World Economic Forum vegna kynjajafnrétts og íslenska ríkisstjórnin sem tók við þann 30. Nóvember á þessu ári hefur sett kynjajafnrétti í forgang og stefnir að því að laga launamun kynjanna.“

Sagði Eliza einnig að hún hefði mikla trú á því hvað sjálfbær ferðamannaiðnaður gæti gert til þess að draga úr ójöfnuði og auka umburðarlyndi. Að vera skipuð sérlegur ráðherra væri henni því mikill heiður.

Ræðuna má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×