Engar fregnir hafa borist af mannfalli á Gaza vegna árásarinnar. Hins vegar hafa minnst fjórir dáið í árásum um helgina.
Palestínumenn segja Ísraelsmenn hafa skotið á heimili fólks en Ísraelsmenn segjast hafa skotið á hryðjuverkamenn.
יירוט הרקטה מעל אשקלון pic.twitter.com/gUFD3AEVQA
— כאן חדשות (@kann_news) December 11, 2017
Ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísrael hefur valdið miklum usla á svæðinu og hafa mótmæli staðið yfir síðustu daga. Leiðtogi Hamas hefur kallað eftir uppreisn gegn hernámi Ísrael og leiðtogar arabaríkja hafa fordæmt ákvörðun Trump.