Hefur tvívegis beðið ljósmyndarann sem hann sparkaði í afsökunar Birgir Olgeirsson skrifar 11. desember 2017 12:43 Josh Homme á tónleikunum í Los Angeles síðastliðið laugardagskvöld. Vísir/Getty Josh Homme, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Queens of the Stone Age, hefur beðist afsökunar á það hafa sparkað í andlit ljósmyndara á tónleikum í Los Angeles síðastliðið laugardagskvöld. Ljósmyndarinn sem um ræðir er Chelsea Lauren en hún sagði að greinilegur ásetningu hefði verið í sparki Homme. Birt var yfirlýsing frá Josh Homme á Twitter-síðu Queens of the Stone Age en þar sagði hann innlifun sína á tónleikunum hafa orðið þess valdandi að hann gleymdi stund og stað. „Ég sparkaði í ljósabúnað á sviði. Mér var bent á í dag að á meðal þess sem ég hélt að hefði verið búnaður á sviði hafi verið myndavél sem ljósmyndarinn Chelsea Lauren hélt á. Það var ekki ætlun mín og mér þykir það leit. Ég myndi aldrei viljandi valda neinum skaða sem er á tónleikum sveitarinnar og vonast til að Chelsea meðtaki þessa einlægu afsökunarbeiðni mína,“ segir í yfirlýsingu Homme.pic.twitter.com/JCtdOAFEbq— QOTSA (@qotsa) December 10, 2017 Hann birti svo aðra afsökunarbeiðni í myndbandsformi þar sem hann sagði hegðun sína hafa verið óafsakanlega. „Ég var algjör asni og þykir það miður og vona að þú sért í lagi. Ég hef gert mörg mistök og þar á meðal er það sem gerðist í gærkvöldi. Ég vil vera góður maður en tókst það ekki í gærkvöldi.“pic.twitter.com/LUdxsTQE6P— QOTSA (@qotsa) December 11, 2017 Fjallað var ítarlega um málið á vef Variety en þar kom fram að Homme hefði skorið ennið á sér viljandi skömmu eftir atvikið. Hann kallaði áhorfendur tónleikanna „þroskahefta“ og hafði þetta að segja um bresku sveitina Muse, sem var eitt af aðalatriðum tónleikanna: „Fuck Muse!“ Hann hvatti einnig áhorfendur til að baula á sig, bað þá einnig um að klæða sig úr buxunum og sagði: „Ég vil veita ykkur kvöld sem þið munið aldrei gleyma.“ Josh Homme kom til Íslands árið 2005 og lék þá á tónleikum með hljómsveit sinni Queens of the Stone Age í Egilshöll ásamt hljómsveitinni Foo Fighters. Homme er einnig trommari bandarísku sveitarinnar Eagles of Death Metal sem spilaði á tónleikum á Bataclan í París þar sem hryðjuverkamenn myrtu 89 tónleikagesti í nóvember árið 2015. Thanks to Josh Homme @queensofthestoneage I now get to spend my night in the ER. Seriously, WHO DOES THAT?!? #joshhomme #queensofthestoneage #qotsa #qotsafamily #concertphotography #musicphotographer A post shared by Chelsea Lauren (@chelsealaurenla) on Dec 9, 2017 at 11:38pm PST Tengdar fréttir Söngvari Queens of the Stone Age sparkaði í andlit ljósmyndara "Þetta var augljóslega viljandi.“ 10. desember 2017 19:19 Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Vonlaust í víkinni Gagnrýni Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira
Josh Homme, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Queens of the Stone Age, hefur beðist afsökunar á það hafa sparkað í andlit ljósmyndara á tónleikum í Los Angeles síðastliðið laugardagskvöld. Ljósmyndarinn sem um ræðir er Chelsea Lauren en hún sagði að greinilegur ásetningu hefði verið í sparki Homme. Birt var yfirlýsing frá Josh Homme á Twitter-síðu Queens of the Stone Age en þar sagði hann innlifun sína á tónleikunum hafa orðið þess valdandi að hann gleymdi stund og stað. „Ég sparkaði í ljósabúnað á sviði. Mér var bent á í dag að á meðal þess sem ég hélt að hefði verið búnaður á sviði hafi verið myndavél sem ljósmyndarinn Chelsea Lauren hélt á. Það var ekki ætlun mín og mér þykir það leit. Ég myndi aldrei viljandi valda neinum skaða sem er á tónleikum sveitarinnar og vonast til að Chelsea meðtaki þessa einlægu afsökunarbeiðni mína,“ segir í yfirlýsingu Homme.pic.twitter.com/JCtdOAFEbq— QOTSA (@qotsa) December 10, 2017 Hann birti svo aðra afsökunarbeiðni í myndbandsformi þar sem hann sagði hegðun sína hafa verið óafsakanlega. „Ég var algjör asni og þykir það miður og vona að þú sért í lagi. Ég hef gert mörg mistök og þar á meðal er það sem gerðist í gærkvöldi. Ég vil vera góður maður en tókst það ekki í gærkvöldi.“pic.twitter.com/LUdxsTQE6P— QOTSA (@qotsa) December 11, 2017 Fjallað var ítarlega um málið á vef Variety en þar kom fram að Homme hefði skorið ennið á sér viljandi skömmu eftir atvikið. Hann kallaði áhorfendur tónleikanna „þroskahefta“ og hafði þetta að segja um bresku sveitina Muse, sem var eitt af aðalatriðum tónleikanna: „Fuck Muse!“ Hann hvatti einnig áhorfendur til að baula á sig, bað þá einnig um að klæða sig úr buxunum og sagði: „Ég vil veita ykkur kvöld sem þið munið aldrei gleyma.“ Josh Homme kom til Íslands árið 2005 og lék þá á tónleikum með hljómsveit sinni Queens of the Stone Age í Egilshöll ásamt hljómsveitinni Foo Fighters. Homme er einnig trommari bandarísku sveitarinnar Eagles of Death Metal sem spilaði á tónleikum á Bataclan í París þar sem hryðjuverkamenn myrtu 89 tónleikagesti í nóvember árið 2015. Thanks to Josh Homme @queensofthestoneage I now get to spend my night in the ER. Seriously, WHO DOES THAT?!? #joshhomme #queensofthestoneage #qotsa #qotsafamily #concertphotography #musicphotographer A post shared by Chelsea Lauren (@chelsealaurenla) on Dec 9, 2017 at 11:38pm PST
Tengdar fréttir Söngvari Queens of the Stone Age sparkaði í andlit ljósmyndara "Þetta var augljóslega viljandi.“ 10. desember 2017 19:19 Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Vonlaust í víkinni Gagnrýni Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira
Söngvari Queens of the Stone Age sparkaði í andlit ljósmyndara "Þetta var augljóslega viljandi.“ 10. desember 2017 19:19