Dagskrá setningar Alþingis á fimmtudaginn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. desember 2017 10:53 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mun setja sitt þriðja þing þrátt fyrir að hafa aðeins verið í embætti í eitt og hálft ár. Vísir/Ernir Alþingi verður sett í 148. skipti á fimmtudaginn og í þriðja skiptið á rúmu ári. Þingsetningarathöfnin hefst kl. 13.30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Forseti Íslands, biskup Íslands, starfandi forseti Alþingis, ráðherrar og alþingismenn ganga fylktu liði til kirkjunnar úr Alþingishúsinu að því er segir í tilkynningu á vef Alþingis. Séra Arna Grétarsdóttir, sóknarprestur á Reynivöllum í Kjalarnessprófastsdæmi, prédikar og séra Sveinn Valgeirsson, sóknarprestur í Dómkirkjunni, þjónar fyrir altari ásamt biskupi Íslands, frú Agnesi M. Sigurðardóttur. Organisti Dómkirkjunnar, Kári Þormar, leikur á orgel og kammerkór Dómkirkjunnar syngur við athöfnina. Að guðsþjónustu lokinni er gengið til þinghússins. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, setur Alþingi, 148. löggjafarþing, og að því loknu tekur starfsaldursforseti, Steingrímur J. Sigfússon, við fundarstjórn, ávarpar þingið, flytur minningarorð og stjórnar kjöri kjörbréfanefndar. Félagar úr Schola cantorum syngja við athöfnina undir stjórn Harðar Áskelssonar. Þingsetningarfundi verður síðan frestað til kl. 16.00. Þegar þingsetningarfundi verður fram haldið verður kjörinn forseti Alþingis, kosið í nefndir, hlutað um sæti alþingismanna o.fl. Fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2018 verður þá útbýtt. Yfirlit helstu atriða þingsetningar: Kl. 13.25 Gengið til kirkju. Kl. 13.30 Guðsþjónusta í Dómkirkjunni. Kl. 14.05 Gengið úr kirkju í Alþingishúsið. Félagar úr Schola cantorum syngja „Gefðu að móðurmálið mitt“. Forseti Íslands setur þingið og flytur ávarp. Félagar úr Schola cantorum syngja „Stóðum tvö í túni“. Starfsaldurforseti Alþingis tekur við fundarstjórn. Starsfaldursforseti flytur minningarorð um látinn fyrrverandi alþingismann. Félagar úr Schola cantorum syngja „Nú sefur jörðin sumargræn“. Starfsaldursforseti stýrir kjöri 9 þingmanna í kjörbréfanefnd. Kl. 14.40 Hlé á þingsetningarfundi fram til kl. 16.00. Framhald þingsetningarfundar kl. 16.00 Kjörbréf afgreidd, undirritun drengskaparheita. Starfsaldursforseti stjórnar kjöri forseta Alþingis. Forseti Alþingis flytur ávarp. Kosning sex varaforseta. Nefndakjör (fastanefndir og alþjóðanefndir). Tilkynningar, útbýting fjárlagafrumvarps 2018 og hlutað um sæti þingmanna. Kl. 16. 30 Fundi slitið. Hljóðútsending verður frá messu og sjónvarpsútsending frá þingsetningarfundi á sjónvarpsrás og vef Alþingis. Sjónvarpsútsending verður frá þingsetningarfundi í Ríkisútvarpinu. Útvarpsútsending verður á Rás 1 frá messu og þingsetningu. Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana verða fimmtudagskvöldið 14. desember kl. 19.30. Fjármálaráðherra mælir fyrir frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2018 föstudaginn 15. desember kl. 10.30. Alþingi Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Fleiri fréttir Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Sjá meira
Alþingi verður sett í 148. skipti á fimmtudaginn og í þriðja skiptið á rúmu ári. Þingsetningarathöfnin hefst kl. 13.30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Forseti Íslands, biskup Íslands, starfandi forseti Alþingis, ráðherrar og alþingismenn ganga fylktu liði til kirkjunnar úr Alþingishúsinu að því er segir í tilkynningu á vef Alþingis. Séra Arna Grétarsdóttir, sóknarprestur á Reynivöllum í Kjalarnessprófastsdæmi, prédikar og séra Sveinn Valgeirsson, sóknarprestur í Dómkirkjunni, þjónar fyrir altari ásamt biskupi Íslands, frú Agnesi M. Sigurðardóttur. Organisti Dómkirkjunnar, Kári Þormar, leikur á orgel og kammerkór Dómkirkjunnar syngur við athöfnina. Að guðsþjónustu lokinni er gengið til þinghússins. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, setur Alþingi, 148. löggjafarþing, og að því loknu tekur starfsaldursforseti, Steingrímur J. Sigfússon, við fundarstjórn, ávarpar þingið, flytur minningarorð og stjórnar kjöri kjörbréfanefndar. Félagar úr Schola cantorum syngja við athöfnina undir stjórn Harðar Áskelssonar. Þingsetningarfundi verður síðan frestað til kl. 16.00. Þegar þingsetningarfundi verður fram haldið verður kjörinn forseti Alþingis, kosið í nefndir, hlutað um sæti alþingismanna o.fl. Fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2018 verður þá útbýtt. Yfirlit helstu atriða þingsetningar: Kl. 13.25 Gengið til kirkju. Kl. 13.30 Guðsþjónusta í Dómkirkjunni. Kl. 14.05 Gengið úr kirkju í Alþingishúsið. Félagar úr Schola cantorum syngja „Gefðu að móðurmálið mitt“. Forseti Íslands setur þingið og flytur ávarp. Félagar úr Schola cantorum syngja „Stóðum tvö í túni“. Starfsaldurforseti Alþingis tekur við fundarstjórn. Starsfaldursforseti flytur minningarorð um látinn fyrrverandi alþingismann. Félagar úr Schola cantorum syngja „Nú sefur jörðin sumargræn“. Starfsaldursforseti stýrir kjöri 9 þingmanna í kjörbréfanefnd. Kl. 14.40 Hlé á þingsetningarfundi fram til kl. 16.00. Framhald þingsetningarfundar kl. 16.00 Kjörbréf afgreidd, undirritun drengskaparheita. Starfsaldursforseti stjórnar kjöri forseta Alþingis. Forseti Alþingis flytur ávarp. Kosning sex varaforseta. Nefndakjör (fastanefndir og alþjóðanefndir). Tilkynningar, útbýting fjárlagafrumvarps 2018 og hlutað um sæti þingmanna. Kl. 16. 30 Fundi slitið. Hljóðútsending verður frá messu og sjónvarpsútsending frá þingsetningarfundi á sjónvarpsrás og vef Alþingis. Sjónvarpsútsending verður frá þingsetningarfundi í Ríkisútvarpinu. Útvarpsútsending verður á Rás 1 frá messu og þingsetningu. Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana verða fimmtudagskvöldið 14. desember kl. 19.30. Fjármálaráðherra mælir fyrir frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2018 föstudaginn 15. desember kl. 10.30.
Alþingi Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Fleiri fréttir Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Sjá meira