Formaður Flugvirkjafélags Íslands segir ekkert þokast áfram í átt að samkomulagi Anton Egilsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 10. desember 2017 13:09 Niðurstöður úr kosningu flugvirkja Icelandair um vinnustöðvun voru afgerandi og stefnir í hart á milli deiluaðila. Vísir/Vilhelm Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands, segir ekkert þokast áfram í átt að samkomulagi í samningaviðræðum félagsins og Icelandair en flugvirkjar sem starfa þar hafa boðað til ótímabundins verkfalls eftir viku. Félagar í Flugvirkjafélagi Íslands sem starfa hjá Icelandair hafa boðað til verkfalls ótímabundið frá klukkan 06:00 þann 17. desember næstkomandi takist ekki að semja fyrir þann tíma. „Aðallega er svo vegna þess að við höfum verið að ræða saman frá því í enda júlí. Samningar voru lausir 31. ágúst og við höfum bara ekki náð neinum árangri í samningaviðræðum. Það hefur í raun ekki þokast neitt í þá þátt sem að við vonuðumst til,“ sagði Óskar í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Boðað var til fundar hjá ríkissáttasemjara í gær og segir Óskar að enn sé langt í höfn. „Það munar þó nokkru því að við teljum okkur eiga inni launaleiðréttingu sem er búið að fara þó nokkur vinna í að finna út úr. Við höfum svo sem unnið það í samvinnu við okkar viðsemjendur og höfum komist að ákveðinni lausn í því máli og þar stendur það í dag.“Verkfall myndi orsaka mikla röskun á flugiKosningu flugvirkja Icelandair um vinnustöðvun lauk í fyrradag. „Það var afgerandi kosning að fara þessa leið þannig að það hlýtur að endurspegla hug manna,“ sagði Óskar. Verði að verkfallinu mun það hafa í för með sér mikla röskun á flugi samkvæmt tilkynningu sem Icelandair sendi til Kauphallarinnar í fyrradag. „Staðan er bara þessi einfaldlega út af því að okkur er komið í þessa stöðu og vissulega eru báðir aðilar ábyrgir fyrir því en eftir tuttugu fundi þá fer þetta svona,“ sagði Óskar að lokum. Tengdar fréttir Engin niðurstaða af sáttafundi flugvirkja: Telja sig eiga inni launaleiðréttingu Boðað hefur verið til annars fundar hjá Ríkissáttasemjara klukkan eitt á mánudag. 9. desember 2017 18:49 Flugvirkjar Icelandair hafa boðað ótímabundið verkfall viku fyrir jól Niðurstöður úr kosningu flugvirkja Icelandair um vinnustöðvun voru afgerandi og stefnir í hart á milli deiluaðila. 8. desember 2017 23:00 Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira
Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands, segir ekkert þokast áfram í átt að samkomulagi í samningaviðræðum félagsins og Icelandair en flugvirkjar sem starfa þar hafa boðað til ótímabundins verkfalls eftir viku. Félagar í Flugvirkjafélagi Íslands sem starfa hjá Icelandair hafa boðað til verkfalls ótímabundið frá klukkan 06:00 þann 17. desember næstkomandi takist ekki að semja fyrir þann tíma. „Aðallega er svo vegna þess að við höfum verið að ræða saman frá því í enda júlí. Samningar voru lausir 31. ágúst og við höfum bara ekki náð neinum árangri í samningaviðræðum. Það hefur í raun ekki þokast neitt í þá þátt sem að við vonuðumst til,“ sagði Óskar í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Boðað var til fundar hjá ríkissáttasemjara í gær og segir Óskar að enn sé langt í höfn. „Það munar þó nokkru því að við teljum okkur eiga inni launaleiðréttingu sem er búið að fara þó nokkur vinna í að finna út úr. Við höfum svo sem unnið það í samvinnu við okkar viðsemjendur og höfum komist að ákveðinni lausn í því máli og þar stendur það í dag.“Verkfall myndi orsaka mikla röskun á flugiKosningu flugvirkja Icelandair um vinnustöðvun lauk í fyrradag. „Það var afgerandi kosning að fara þessa leið þannig að það hlýtur að endurspegla hug manna,“ sagði Óskar. Verði að verkfallinu mun það hafa í för með sér mikla röskun á flugi samkvæmt tilkynningu sem Icelandair sendi til Kauphallarinnar í fyrradag. „Staðan er bara þessi einfaldlega út af því að okkur er komið í þessa stöðu og vissulega eru báðir aðilar ábyrgir fyrir því en eftir tuttugu fundi þá fer þetta svona,“ sagði Óskar að lokum.
Tengdar fréttir Engin niðurstaða af sáttafundi flugvirkja: Telja sig eiga inni launaleiðréttingu Boðað hefur verið til annars fundar hjá Ríkissáttasemjara klukkan eitt á mánudag. 9. desember 2017 18:49 Flugvirkjar Icelandair hafa boðað ótímabundið verkfall viku fyrir jól Niðurstöður úr kosningu flugvirkja Icelandair um vinnustöðvun voru afgerandi og stefnir í hart á milli deiluaðila. 8. desember 2017 23:00 Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira
Engin niðurstaða af sáttafundi flugvirkja: Telja sig eiga inni launaleiðréttingu Boðað hefur verið til annars fundar hjá Ríkissáttasemjara klukkan eitt á mánudag. 9. desember 2017 18:49
Flugvirkjar Icelandair hafa boðað ótímabundið verkfall viku fyrir jól Niðurstöður úr kosningu flugvirkja Icelandair um vinnustöðvun voru afgerandi og stefnir í hart á milli deiluaðila. 8. desember 2017 23:00