Bandormurinn samþykktur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. desember 2017 14:01 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mælti fyrir stjórnarfrumvarpinu. vísir/Ernir Bandormurinn, frumvarp til breytinga á ýmsum lögum fjárlaga, var samþykktur á Alþingi um eittleytið. 33 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu, 25 greiddu ekki atkvæði en fimm voru fjarverandi. Tekist var á um nokkur mál á þinginu í morgun og gerði stjórnarandstaðan tillögu er sneri að barna- og vaxtabótum sem meirihlutinn felldi. Var lagt til að barnabætur myndu skerðast við lágmarkslaun, 300 þúsund krónur, en ekki 225 þúsund eins og þau eru í dag. Útgjöld ríkissjóðs hefðu aukist um 1,8 milljarða króna á ári hefði tillagan verið samþykkt. Þá var lagt til að eignaviðmið einstaklinga og hjóna og samskattaðs sambúðarfólks yrði hækkað um 5,2 milljónir króna. Útgjöld ríkissjóðs hefðu aukist um 1,3 milljarða króna. Stjórnarandstaðan sótti að Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum. Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra, hnýtti einnig í forsætisráðherra á Facebook og segir hana hafa hafa náð góðum tökum á tungutaki íhaldsins. „Forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir var að segja það rétt áðan í þingsal að það sé nauðsynlegt að skerða barnabætur langt undir lágmarkslaunum til að varðveita efnahagslegan stöðugleika!“ sagði Oddný og var ekki skemmt. „Það kostar ríkissjóð 1,8 makr að færa skerðingarmörkin að 300.000 króna mánaðarlaunum. Mér þykir formaður vinstri grænna aldeilis hafa náð góðum tökum á tungutaki íhalds þegar að kemur að útgjöldum til þeirra sem lægst hafa launin í landinu,“ segir Oddný á Facebook-síðu sinni. Katrín sagði að málin yrði að skoða í stærra samhengi og Alþingi legðist saman yfir samspil skatta og bótakerfa á þessu kjörtímabilið. Sömuleiðis að tekin yrði pólitísk umræða um hvernig barnabótakerfið ætti að þróast. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2018 Fjárlög Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Sjá meira
Bandormurinn, frumvarp til breytinga á ýmsum lögum fjárlaga, var samþykktur á Alþingi um eittleytið. 33 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu, 25 greiddu ekki atkvæði en fimm voru fjarverandi. Tekist var á um nokkur mál á þinginu í morgun og gerði stjórnarandstaðan tillögu er sneri að barna- og vaxtabótum sem meirihlutinn felldi. Var lagt til að barnabætur myndu skerðast við lágmarkslaun, 300 þúsund krónur, en ekki 225 þúsund eins og þau eru í dag. Útgjöld ríkissjóðs hefðu aukist um 1,8 milljarða króna á ári hefði tillagan verið samþykkt. Þá var lagt til að eignaviðmið einstaklinga og hjóna og samskattaðs sambúðarfólks yrði hækkað um 5,2 milljónir króna. Útgjöld ríkissjóðs hefðu aukist um 1,3 milljarða króna. Stjórnarandstaðan sótti að Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum. Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra, hnýtti einnig í forsætisráðherra á Facebook og segir hana hafa hafa náð góðum tökum á tungutaki íhaldsins. „Forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir var að segja það rétt áðan í þingsal að það sé nauðsynlegt að skerða barnabætur langt undir lágmarkslaunum til að varðveita efnahagslegan stöðugleika!“ sagði Oddný og var ekki skemmt. „Það kostar ríkissjóð 1,8 makr að færa skerðingarmörkin að 300.000 króna mánaðarlaunum. Mér þykir formaður vinstri grænna aldeilis hafa náð góðum tökum á tungutaki íhalds þegar að kemur að útgjöldum til þeirra sem lægst hafa launin í landinu,“ segir Oddný á Facebook-síðu sinni. Katrín sagði að málin yrði að skoða í stærra samhengi og Alþingi legðist saman yfir samspil skatta og bótakerfa á þessu kjörtímabilið. Sömuleiðis að tekin yrði pólitísk umræða um hvernig barnabótakerfið ætti að þróast.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2018 Fjárlög Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Sjá meira