Volkswagen tvöfaldar framleiðslu e-Golf Finnur Thorlacius skrifar 29. desember 2017 10:34 Volkswagen e-Golf. Rúnar Hreinsson Svo vel selst rafmagnsútgáfa Volkswagen Golf að fyrirtækið þarf að tvöfalda framleiðslu hans í verksmiðju sinni í Dreden. Framleiðslan mun fyrir vikið fara úr 35 í 70 bíla á dag og úr 1.050 bílum í 2.100 á mánuði. Bæta þarf við heilli aukavakt í verksmiðjunni og mun sú breyting gerast frá og með byrjun mars næstkomandi. Þegar drægni e-Golf fór í 200 km úr 125 km og rafhlöður bílsins stækkuðu úr 24,4 kWh í 35,8 kWh jókst mjög eftirspurnin eftir bílnum. Næsta skrefið er svo 48 kWh rafhlaða og kemst þá e-Golf 265 km á fullri hleðslu. Þá má enn búast við aukinni sölu e-Golf og því ætti Volkswagen að vera óhrætt að auka framleiðsluna eins og nú stendur til. Volkswagen e-Golf hefur selst mjög vel hér á landi og í ótrúlegu magni hjá nágrönnum okkar í Noregi. Þar seldust til að mynda 996 eintök í ágúst, 949 í september, 1.146 í október á þessu ári. Volkswagen e-Golf er lang söluhæsti rafmagnsbíllinn þar í landi. Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent
Svo vel selst rafmagnsútgáfa Volkswagen Golf að fyrirtækið þarf að tvöfalda framleiðslu hans í verksmiðju sinni í Dreden. Framleiðslan mun fyrir vikið fara úr 35 í 70 bíla á dag og úr 1.050 bílum í 2.100 á mánuði. Bæta þarf við heilli aukavakt í verksmiðjunni og mun sú breyting gerast frá og með byrjun mars næstkomandi. Þegar drægni e-Golf fór í 200 km úr 125 km og rafhlöður bílsins stækkuðu úr 24,4 kWh í 35,8 kWh jókst mjög eftirspurnin eftir bílnum. Næsta skrefið er svo 48 kWh rafhlaða og kemst þá e-Golf 265 km á fullri hleðslu. Þá má enn búast við aukinni sölu e-Golf og því ætti Volkswagen að vera óhrætt að auka framleiðsluna eins og nú stendur til. Volkswagen e-Golf hefur selst mjög vel hér á landi og í ótrúlegu magni hjá nágrönnum okkar í Noregi. Þar seldust til að mynda 996 eintök í ágúst, 949 í september, 1.146 í október á þessu ári. Volkswagen e-Golf er lang söluhæsti rafmagnsbíllinn þar í landi.
Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent