Skiptum lokið í 60 milljarða gjaldþroti Nordic Partners Daníel Freyr Birkisson skrifar 29. desember 2017 10:19 Hotel D'Angleterre í Kaupmannahöfn var á sínum tíma í eigu Nordic Partners. vísir/getty Þann 22. desember síðastliðinn lauk skiptum í búi fjárfestingafélagsins Nordic Partners en það var tekið til gjaldþrotaskipta árið 2011. Engar eignir fundust þar og var skiptum lokið án þess að greiðsla fengist upp í lýstar kröfur sem námu tæplega 60 milljörðum króna. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu. Félagið var stofnað árið 1996 af fjármálahagfræðingnum Gísla Þór Reynissyni með kaupum á plastverksmiðju í Lettlandi. Í framhaldinu var verksmiðjunni breytt í iðngarða og urðu þeir, þegar best lét, átta talsins. Umfang Nordic Partners óx mikið eftir þetta, svo sem með kaupum á þjóðþekktum matvælafyrirtækjum í Lettlandi, Litháen og Póllandi auk lóðaeigna. Þá er ótalinn smárekstur hér og í Færeyjum, stofnun einkaþotuleigunnar IceJet árið 2006 og kaup á danskri hótelkeðju, sem meðal annars átti danska glæsihótelið D‘Angleterre. Fyrir hótelin greiddi Nordic Partners 1,1 milljarð danskra króna, þá virði tólf milljarða íslenskra króna, en það var á sínum tíma talið töluvert yfir uppsettu verði. Gísli Þór lést langt fyrir aldur fram vorið 2009 eftir skammvinn veikindi og árið 2010 leysti skilanefnd Landsbankans til sín allar eignir félagsins í Lettlandi og Danmörku, auk einkaþotuleigu í Bretlandi. Var nýtt félag reist á rústum þess gamla og keyptu fjárfestar frá Lettlandi 51 prósent hlut í því af skilanefndinni. Gjaldþrot Tengdar fréttir Hotel D´Angleterre í hendur skilanefndar Landsbankans Skilanefnd Landsbankans (LBI) hefur leyst til sín allar eignir Nordic Partners. Stjórnendateymi í Lettlandi undir forystu Daumants Vitols eignast 51% hlutafjár í NP Limited. Aðrar eignir sem LBI leysir til sín frá Nordis Partners eru 5 Dornier þotur og þrjú hótel í Kaupmannahöfn, þar á meðal Hotel D´Angleterre. 24. mars 2010 12:55 Saga Nordic Partners öll Skilanefnd Landsbankans leysti á þriðjudag til sín allar eignir fjárfestingarfélagsins Nordic Partners í Lettlandi og er við það að taka eignir yfir í Danmörku og einkaþotuleigu í Bretlandi. Tilkynnt var um yfirtökuna í gær. Nýtt félag hefur verið reist á rústunum. Fjárfestar frá Lettlandi keyptu 51 prósent í nýju félagi af skilanefnd, sem á afganginn. 25. mars 2010 05:00 Mest lesið Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Sjá meira
Þann 22. desember síðastliðinn lauk skiptum í búi fjárfestingafélagsins Nordic Partners en það var tekið til gjaldþrotaskipta árið 2011. Engar eignir fundust þar og var skiptum lokið án þess að greiðsla fengist upp í lýstar kröfur sem námu tæplega 60 milljörðum króna. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu. Félagið var stofnað árið 1996 af fjármálahagfræðingnum Gísla Þór Reynissyni með kaupum á plastverksmiðju í Lettlandi. Í framhaldinu var verksmiðjunni breytt í iðngarða og urðu þeir, þegar best lét, átta talsins. Umfang Nordic Partners óx mikið eftir þetta, svo sem með kaupum á þjóðþekktum matvælafyrirtækjum í Lettlandi, Litháen og Póllandi auk lóðaeigna. Þá er ótalinn smárekstur hér og í Færeyjum, stofnun einkaþotuleigunnar IceJet árið 2006 og kaup á danskri hótelkeðju, sem meðal annars átti danska glæsihótelið D‘Angleterre. Fyrir hótelin greiddi Nordic Partners 1,1 milljarð danskra króna, þá virði tólf milljarða íslenskra króna, en það var á sínum tíma talið töluvert yfir uppsettu verði. Gísli Þór lést langt fyrir aldur fram vorið 2009 eftir skammvinn veikindi og árið 2010 leysti skilanefnd Landsbankans til sín allar eignir félagsins í Lettlandi og Danmörku, auk einkaþotuleigu í Bretlandi. Var nýtt félag reist á rústum þess gamla og keyptu fjárfestar frá Lettlandi 51 prósent hlut í því af skilanefndinni.
Gjaldþrot Tengdar fréttir Hotel D´Angleterre í hendur skilanefndar Landsbankans Skilanefnd Landsbankans (LBI) hefur leyst til sín allar eignir Nordic Partners. Stjórnendateymi í Lettlandi undir forystu Daumants Vitols eignast 51% hlutafjár í NP Limited. Aðrar eignir sem LBI leysir til sín frá Nordis Partners eru 5 Dornier þotur og þrjú hótel í Kaupmannahöfn, þar á meðal Hotel D´Angleterre. 24. mars 2010 12:55 Saga Nordic Partners öll Skilanefnd Landsbankans leysti á þriðjudag til sín allar eignir fjárfestingarfélagsins Nordic Partners í Lettlandi og er við það að taka eignir yfir í Danmörku og einkaþotuleigu í Bretlandi. Tilkynnt var um yfirtökuna í gær. Nýtt félag hefur verið reist á rústunum. Fjárfestar frá Lettlandi keyptu 51 prósent í nýju félagi af skilanefnd, sem á afganginn. 25. mars 2010 05:00 Mest lesið Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Sjá meira
Hotel D´Angleterre í hendur skilanefndar Landsbankans Skilanefnd Landsbankans (LBI) hefur leyst til sín allar eignir Nordic Partners. Stjórnendateymi í Lettlandi undir forystu Daumants Vitols eignast 51% hlutafjár í NP Limited. Aðrar eignir sem LBI leysir til sín frá Nordis Partners eru 5 Dornier þotur og þrjú hótel í Kaupmannahöfn, þar á meðal Hotel D´Angleterre. 24. mars 2010 12:55
Saga Nordic Partners öll Skilanefnd Landsbankans leysti á þriðjudag til sín allar eignir fjárfestingarfélagsins Nordic Partners í Lettlandi og er við það að taka eignir yfir í Danmörku og einkaþotuleigu í Bretlandi. Tilkynnt var um yfirtökuna í gær. Nýtt félag hefur verið reist á rústunum. Fjárfestar frá Lettlandi keyptu 51 prósent í nýju félagi af skilanefnd, sem á afganginn. 25. mars 2010 05:00