Gjaldþrot

Fréttamynd

Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en á­stæðan sorg­leg

Tæplega áttatíu starfsmenn rekstrarfélags Kringlunnar og Reita í árshátíðarferð eru fastir í Sitges á Spáni eftir að flugi Play var aflýst vegna yfirvofandi gjaldþrots félagsins. Markaðsstjóri Kringlunnar segir það ekki amalegt að vera strandaglópur í 25 gráðum en tildrögin séu þó ansi sorglegar fréttir.

Innlent
Fréttamynd

„Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“

Fjármálaráðherra segir tíðindi af gjaldþroti Play í morgun ekki góð. Aftur á móti fljúgi fjöldi flugfélaga til og frá Íslandi og því séu ekki öll eggin í sömu körfu hvað það varðar. Þá segir hann ríkið vel í stakk búið til að takast á við áfallið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Hver fyrir sig hvað það varðar“

Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, segir gjaldþrot félagsins miklar sorgarfréttir fyrir starfsfólk félagsins. Margir muni tapa á gjaldþrotinu, hluthafar, kröfuhafar, birgjar og viðskiptavinir. Þá verði það til þess að Íslendingar tapi til lengri tíma vegna hærra verðs flugfara og minna framboðs. Félagið sé illu heilli ekki í neinni stöðu til að aðstoða strandaglópa erlendis.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lagning gjald­þrota

Lagning sem hefur lagt bílum ferðalanga á leið úr landi á Keflavíkurflugvelli undanfarin ár er gjaldþrota. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Fyrirtækið var auglýst til sölu í október í fyrra. Kvartanir streyma til Neytendasamtakanna vegna gjalda sem ISAVIA innheimtir vegna bíla sem voru í geymslu Lagningar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Flug­fé­lög með ára­tuga sögu horfin af markaði

Tvö rótgróin íslensk flugfélög, sem einkum hafa starfað innanlands, Flugfélagið Ernir og Mýflug, hafa hætt rekstri á skömmum tíma. Sérfræðingur um flugmál segir breyttar markaðsaðstæður og harðnandi samkeppni að hluta skýra stöðuna.

Innlent
Fréttamynd

Sólon lokað vegna gjald­þrots

Veitingahúsið Sólon er hætt starfsemi. Þórir Jóhannsson sem átti staðinn segir félagið sem hafi rekið veitingastaðinn hafa farið í gjaldþrot fyrir um tveimur mánuðum. Hann hafi reynt að halda starfseminni gangandi en ekki náð samkomulagi við húseigendur um framhald á rekstri í húsinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklinga­vængjum

Katrín Eir Ásgeirsdóttir, forseti KÍNEMA, nemendafélags Kvikmyndaskóla Íslands og Breki Snær Baldursson, varaforseti, félagsins fóru með tíu leggja fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum til Ingu Sæland, félags- og vinnumarkaðsráðherra, í tilraun til að fá hana til að bjarga Kvikmyndaskólanum. Katrín og Breki ræddu mál skólans í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Innlent
Fréttamynd

„Til hamingju hálf­vitar“

Börkur Gunnarsson, fyrrverandi rektor Kvikmyndaskólans, gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega fyrir „að leggja menntastofnun í rúst“ og „ráðast gegn þekkingu og menntun“.

Innlent
Fréttamynd

„Stjórn­völdum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Ís­lands“

Stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands segir gjaldþrot skólans eingöngu stjórnvöldum að kenna og sakar þau um að vera á móti uppbyggingu skólans. Þau hafi neitað að greiða til skólans af fjárlögum og skert aðgengi nemenda að skólanum. Hann er þakklátur fyrir yfirtöku Rafmenntar en telur að námið muni samt sem áður breytast til muna.

Innlent
Fréttamynd

Rafmennt í sam­starf og kaupir eignir þrota­búsins

Þekkingarfyrirtækið Rafmennt hefur gengið til samninga við skiptastjóra þrotabús Kvikmyndaskóla Íslands og tryggt sér allar eignir þess. Skólastjóri Rafmenntar sér fram á að hægt verði að ljúka önninni og rektor Kvikmyndaskólans lítur björtum augum til framtíðar. 

Innlent
Fréttamynd

„Ég er bara ör­væntingar­full“

Hlín Jóhannesdóttir, rektor Kvikmyndaskólan Íslands, segir stöðu skólans grafalvarlega. Hún segir yfirlýsingar mennta- og barnamálaráðherra sýna að hann, og starfsfólk embættisins, hafi ekki kynnt sér nám skólans. Um þúsund hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem stjórnvöld eru hvött til þess að tryggja skólanum áframhaldandi fjármagn.

Innlent
Fréttamynd

Kvikmyndaskóli Ís­lands er gjald­þrota

Rekstrarfélag Kvikmyndaskóla Íslands er farið í gjaldþrotameðferð. Þetta kemur fram í tölvupósti Hlínar Jóhannesdóttur rektors til starfsfólks og kennara í morgun. Hún biðlar til starfsfólks að halda starfsemi gangandi þótt margir eigi inni laun hjá félaginu.

Innlent
Fréttamynd

Gjald­þrota meðhöndlari

Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson meðhöndlari, sem var dæmdur í sjö og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn sex konum, hefur verið úrskurðaður gjaldþrota. Héraðsdómur Reykjaness kvað upp úrskurð þess efnis þann 4. febrúar síðastliðinn. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skattrannsókn leiddi til gjald­þrots Davíðs Smára

Gjaldþrot Davíðs Smára Lamude, þjálfara Vestra í Bestu deild karla í knattspyrnu, nam 79 milljónum króna. Skatturinn sektaði Davíð Smára um tugi milljóna króna að lokinni rannsókn skattrannsóknarstjóra á þjálfaranum. Hann horfir björtum augum fram á veginn og segist hafa lagt á sig mikla vinnu til að snúa lífi sínu til betri vegar.

Viðskipti innlent