Ólafía Þórunn: Veit stundum ekki hvar ég er Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 28. desember 2017 22:15 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir á verðlaunafhendingunni í kvöld. Mynd/ÍSÍ Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var í kvöld kjörinn íþróttamaður ársins 2017 af Samtökum íþróttafréttamanna. Ólafía lék í ár sitt fyrsta tímabil á LPGA mótaröðinni, sterkustu atvinnumannamótaröð í golfi. „Þetta er búið að vera ótrúlega stíft ár. Ég fann það í lok ársins að ég hefði mátt taka mér aðeins meiri pásur, mig langaði bara að spila í öllu,“ sagði Ólafía Þórunn í viðtali við Kristjönu Arnarsdóttur og Einar Örn Jónsson í beinni útsendingu RÚV frá hófinu í Hörpu í kvöld. „Þetta er ótrúlegt flakk, að fara frá Asíu til Evrópu og Ameríku. Það er eitthvað sem ég hef aldrei gert áður, á þessu stigi. Þetta venst en er erfitt.“ Aðspurð sagðist Ólafía vissulega hafa ruglast á því í hvaða landi hún væri stödd og ef einhver spyrði hana hvar hún hafi verið að spila í síðustu viku þá þyrfti hún að hugsa sig tvisvar um til þess að rifja það upp. „Já,“ sagði Ólafía og uppskar hlátrasköll úr sal. „Ég veit ekkert hvar ég er, stundum.“ Ólafía er í fríi frá golfinu nú í desember og hefur ekki snert golfkylfu síðan hún lauk leik á Drottningarmótinu í Japan í byrjun mánaðar. Hún fer til Flórída eftir áramót og byrjar þá aftur á fullu. „Það er sagt að það sé mjög gott að taka sér alveg frí og vera andlega frá golfinu. Svo fer ég til Flórída í janúar og þá byrja ég aftur með trompi,“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, íþróttamaður ársins 2017. Fréttir ársins 2017 Golf Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Ingeborg og Snævar eru Íþróttafólk ársins hjá fötluðum Hildur Maja og Dagur Kári ofar öllum öðrum á árinu 2025 „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Verstappen fær nýjan liðsfélaga Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Snæfríður flaug í undanúrslit „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var í kvöld kjörinn íþróttamaður ársins 2017 af Samtökum íþróttafréttamanna. Ólafía lék í ár sitt fyrsta tímabil á LPGA mótaröðinni, sterkustu atvinnumannamótaröð í golfi. „Þetta er búið að vera ótrúlega stíft ár. Ég fann það í lok ársins að ég hefði mátt taka mér aðeins meiri pásur, mig langaði bara að spila í öllu,“ sagði Ólafía Þórunn í viðtali við Kristjönu Arnarsdóttur og Einar Örn Jónsson í beinni útsendingu RÚV frá hófinu í Hörpu í kvöld. „Þetta er ótrúlegt flakk, að fara frá Asíu til Evrópu og Ameríku. Það er eitthvað sem ég hef aldrei gert áður, á þessu stigi. Þetta venst en er erfitt.“ Aðspurð sagðist Ólafía vissulega hafa ruglast á því í hvaða landi hún væri stödd og ef einhver spyrði hana hvar hún hafi verið að spila í síðustu viku þá þyrfti hún að hugsa sig tvisvar um til þess að rifja það upp. „Já,“ sagði Ólafía og uppskar hlátrasköll úr sal. „Ég veit ekkert hvar ég er, stundum.“ Ólafía er í fríi frá golfinu nú í desember og hefur ekki snert golfkylfu síðan hún lauk leik á Drottningarmótinu í Japan í byrjun mánaðar. Hún fer til Flórída eftir áramót og byrjar þá aftur á fullu. „Það er sagt að það sé mjög gott að taka sér alveg frí og vera andlega frá golfinu. Svo fer ég til Flórída í janúar og þá byrja ég aftur með trompi,“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, íþróttamaður ársins 2017.
Fréttir ársins 2017 Golf Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Ingeborg og Snævar eru Íþróttafólk ársins hjá fötluðum Hildur Maja og Dagur Kári ofar öllum öðrum á árinu 2025 „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Verstappen fær nýjan liðsfélaga Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Snæfríður flaug í undanúrslit „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Sjá meira