Ólafía Þórunn er íþróttamaður ársins Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 28. desember 2017 20:31 Íþrottamaður ársins 2017, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir vísir/ernir Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er íþróttamaður ársins 2017. Kjörið var kunngjört á árlegu hófi ÍSÍ og Samtaka íþróttafréttamanna sem fram fór í Hörpu í kvöld, en það eru Samtök íþróttafréttamanna sem standa að kjörinu. Þetta var í 62. sinn sem samtökin heiðra íþróttamann ársins. Ólafía Þórunn er að hljóta viðurkenninguna í fyrsta sinn, en þetta er einnig í fyrsta sinn sem að kylfingur fær þennan sæmdartitil. Það hefur ekki gerst síðan 1994 að ný íþróttagrein eignist sinn fyrsta íþrótamann ársins. Ólafía er 25 ára gömul og kemur frá Reykjavík. Hún var í ár að keppa á sínu fyrsta tímabili á LPGA mótaröðinni og náði þar frábærum árangri. Hún endaði í 74. sæti á stigalista mótaraðarinnar, sem ekki aðeins veitir henni þáttökurétt á mótaröðinni á næsta tímabili, heldur veitir henni einnig forgang á öll LPGA mót næsta árs. Hún tók þátt í þremur af fimm risamótum ársins og varð fyrsti íslenski kylfingurinn sem kemst inn á risamót í golfi. Hún var einnig valin í úrvalslið LET-Evrópumótaraðarinnar sem keppti á Drottningarmótinu í Japan. Alls tók Ólafía Þórunn þátt í 26 mótum á LPGA mótaröðinni í ár. Hennar besti árangur var 4. sæti sem hún náði á Indy Women in Tech mótinu í júlí. Ólafía náði tíunda besta árangri nýliða í sögu mótaraðarinnar. Ólafía fór upp í 179. sæti heimslistans í golfi, sem er besti árangur íslensks kylfings, en hún stökk upp um 420 sæti á árinu. Árangurinn styrkir stöðu Ólafíu á að komast á Ólympíuleikana í Tókýó árið 2020. Þeir sem tilnefndir voru til íþróttamanns ársins voru: Aníta Hinriksdóttir, Aron Einar Gunnarsson, Guðjón Valur Sigurðsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Helgi Sveinsson, Hrafnhildur Lúthersdóttir, Jóhann Berg Guðmundsson, Sara Björk Gunnarsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir. Fréttir ársins 2017 Golf Íþróttamaður ársins Tengdar fréttir Heimir valinn þjálfari ársins Heimir Hallgrímsson er þjálfari ársins að mati Samtaka íþróttafréttamanna. 28. desember 2017 20:30 Karlalandsliðið er lið ársins Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er lið ársins að mati Samtaka íþróttafréttamanna. 28. desember 2017 20:30 Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er íþróttamaður ársins 2017. Kjörið var kunngjört á árlegu hófi ÍSÍ og Samtaka íþróttafréttamanna sem fram fór í Hörpu í kvöld, en það eru Samtök íþróttafréttamanna sem standa að kjörinu. Þetta var í 62. sinn sem samtökin heiðra íþróttamann ársins. Ólafía Þórunn er að hljóta viðurkenninguna í fyrsta sinn, en þetta er einnig í fyrsta sinn sem að kylfingur fær þennan sæmdartitil. Það hefur ekki gerst síðan 1994 að ný íþróttagrein eignist sinn fyrsta íþrótamann ársins. Ólafía er 25 ára gömul og kemur frá Reykjavík. Hún var í ár að keppa á sínu fyrsta tímabili á LPGA mótaröðinni og náði þar frábærum árangri. Hún endaði í 74. sæti á stigalista mótaraðarinnar, sem ekki aðeins veitir henni þáttökurétt á mótaröðinni á næsta tímabili, heldur veitir henni einnig forgang á öll LPGA mót næsta árs. Hún tók þátt í þremur af fimm risamótum ársins og varð fyrsti íslenski kylfingurinn sem kemst inn á risamót í golfi. Hún var einnig valin í úrvalslið LET-Evrópumótaraðarinnar sem keppti á Drottningarmótinu í Japan. Alls tók Ólafía Þórunn þátt í 26 mótum á LPGA mótaröðinni í ár. Hennar besti árangur var 4. sæti sem hún náði á Indy Women in Tech mótinu í júlí. Ólafía náði tíunda besta árangri nýliða í sögu mótaraðarinnar. Ólafía fór upp í 179. sæti heimslistans í golfi, sem er besti árangur íslensks kylfings, en hún stökk upp um 420 sæti á árinu. Árangurinn styrkir stöðu Ólafíu á að komast á Ólympíuleikana í Tókýó árið 2020. Þeir sem tilnefndir voru til íþróttamanns ársins voru: Aníta Hinriksdóttir, Aron Einar Gunnarsson, Guðjón Valur Sigurðsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Helgi Sveinsson, Hrafnhildur Lúthersdóttir, Jóhann Berg Guðmundsson, Sara Björk Gunnarsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir.
Fréttir ársins 2017 Golf Íþróttamaður ársins Tengdar fréttir Heimir valinn þjálfari ársins Heimir Hallgrímsson er þjálfari ársins að mati Samtaka íþróttafréttamanna. 28. desember 2017 20:30 Karlalandsliðið er lið ársins Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er lið ársins að mati Samtaka íþróttafréttamanna. 28. desember 2017 20:30 Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Heimir valinn þjálfari ársins Heimir Hallgrímsson er þjálfari ársins að mati Samtaka íþróttafréttamanna. 28. desember 2017 20:30
Karlalandsliðið er lið ársins Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er lið ársins að mati Samtaka íþróttafréttamanna. 28. desember 2017 20:30