Almennt litið á búsetu í biskupsbústaðnum sem kvöð frekar en hlunnindi Hersir Aron Ólafsson skrifar 28. desember 2017 20:05 Leiguverð fyrir bústað biskups Íslands er langtum lægra en tíðkast fyrir sambærilegar eignir. Biskupinn hefur einnig afnot af bifreið í störfum sínum. Framkvæmdastjóri kirkjuráðs segir að litið sé á búsetu í embættisbústaðnum sem kvöð frekar en hlunnindi. Í samtali við Fréttablaðið í dag upplýsti Agnes M. Sigurðardóttir biskup að greidd húsaleiga vegna biskupsbústaðarins við Bergstaðastræti væri um 90 þúsund krónur á mánuði. Þessi húsaleigugreiðsla var ein af forsendunum sem biskup tiltók í bréfi sínu til kjararáðs þegar óskað var eftir endurmati á launum. Líkt og fram hefur komið hækkaði kjararáð laun biskups um 18% þann 19. desember, en hún á enn fremur von á 3,3 milljón króna eingreiðslu vegna afturvirkrar hækkunar launanna.Leigugreiðslurnar í samræmi við starfsreglur kirkjunnar Athygli hefur vakið að húsaleigan er talsvert undir því sem tíðkast um sambærilegar eignir í hverfinu. Þannig er biskupsbústaðurinn tæpir 490 fermetrar að stærð og fasteignamat næsta árs hátt í 186 milljónir króna. Af gögnum Þjóðskrár Íslands má sjá að meðalleiguverð í Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar og á Seltjarnarnesi í nóvember var 2692 krónur á fermetra fyrir 4-5 herbergja húsnæði og eilítið lægra fyrir 3ja herbergja. Sé önnur hvor þessarra talna margfölduð með fermetrafjölda biskupsbústaðarins fæst út margfalt hærri tala en sú sem biskup greiðir í leigu. Aftur á móti hefur komið fram að einungis hluti biskupsbústaðarins er notaður sem eiginleg íbúð, en þar eru einnig veislu- og móttökusalir. Sé gert ráð fyrir að aðeins á milli þriðjungur og helmingur hússins nýtist sem íbúð er þó ljóst að markaðsleiga er langtum hærri en 90 þúsund krónur. Leigugreiðslurnar eru hins vegar í samræmi við starfsreglur kirkjunnar, þar sem fram kemur að leiga prestsetra skuli ekki vera lægri en 36.000 kr. á mánuði og ekki hærri en 70 þúsund, en skuli þó breytast í samræmi við neysluvísitölu.Kvöðin frekar íþyngjandi Fréttastofa sendi eftirfarandi spurningar á biskup, biskupsritara, framkvæmdastjóra kirkjuráðs og framkvæmdastjóra fasteignasviðs kirkjunnar í morgun, en þannig var spurt um forsendur að baki fjárhæðunum í fyrrnefndum starfsreglum, hvort litið væri á búsetu í biskupsbústaðnum sem hlunnindi í skilningi tekjuskattslaga, hvort biskup hefði aðgang að bifreið, bílstjóra eða fæðishlunnindum, hversu mörg sambærileg prestssetur væru á landinu öllu og enn fremur hvort prestar eða aðrir embættismenn kirkjunnar á höfuðborgarsvæðinu hefðu fasteignir til umráða. Í skriflegu svari frá framkvæmdastjóra kirkjuráðs sem barst stuttu fyrir kvöldfréttir segir að ekki sé litið á búsetukvöð í embættisbústöðum kirkjunnar sem hlunnindi, heldur sé það almennt álit presta og biskups að slík kvöð sé frekar íþyngjandi. Þá segir að biskup hafi auk húsnæðisins takmörkuð afnot af bifreið. Prestsetur séu um 60 á landinu alls og fari leigukjör allsstaðar eftir sömu reglum. Þau hafi hins vegar verið aflögð víðast hvar í þéttbýli og biskup einn sætir búsetuskyldu. Þá væri ekki unnt að segja til um forsendur að baki leiguverði í reglum kirkjunnar. Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Agnes borgar tæp 90 þúsund í leigu fyrir biskupsbústaðinn Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, tiltók í bréfi sínu til kjararáðs sérstaklega að hún greiddi nú leigu fyrir afnot af embættisbústað sínum. Húsaleigan nemur að hennar sögn tæpum 90 þúsund krónum á mánuði. 28. desember 2017 06:00 Ekki persónan Agnes sem hækkar í launum heldur æðsti maður þjóðkirkjunnar Biskup Íslands telur að umræðan um launaúrskurð kjararáðs hafi snúist of mikið um hennar persónu en ekki embættið sjálft. 25. desember 2017 19:00 Frú Agnes fær harðan pakka frá kjararáði Umtalsverðar hækkanir og afturvirkar ákveðnar til biskupa. 19. desember 2017 08:56 Biskup fær fimmtungs hækkun launa eftir ósk um endurmat Mánaðarlaun Agnesar M. Sigurðardóttur biskups hækka um 18 prósent og eru orðin 1.553 þúsund krónur. 20. desember 2017 11:00 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Sjá meira
Leiguverð fyrir bústað biskups Íslands er langtum lægra en tíðkast fyrir sambærilegar eignir. Biskupinn hefur einnig afnot af bifreið í störfum sínum. Framkvæmdastjóri kirkjuráðs segir að litið sé á búsetu í embættisbústaðnum sem kvöð frekar en hlunnindi. Í samtali við Fréttablaðið í dag upplýsti Agnes M. Sigurðardóttir biskup að greidd húsaleiga vegna biskupsbústaðarins við Bergstaðastræti væri um 90 þúsund krónur á mánuði. Þessi húsaleigugreiðsla var ein af forsendunum sem biskup tiltók í bréfi sínu til kjararáðs þegar óskað var eftir endurmati á launum. Líkt og fram hefur komið hækkaði kjararáð laun biskups um 18% þann 19. desember, en hún á enn fremur von á 3,3 milljón króna eingreiðslu vegna afturvirkrar hækkunar launanna.Leigugreiðslurnar í samræmi við starfsreglur kirkjunnar Athygli hefur vakið að húsaleigan er talsvert undir því sem tíðkast um sambærilegar eignir í hverfinu. Þannig er biskupsbústaðurinn tæpir 490 fermetrar að stærð og fasteignamat næsta árs hátt í 186 milljónir króna. Af gögnum Þjóðskrár Íslands má sjá að meðalleiguverð í Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar og á Seltjarnarnesi í nóvember var 2692 krónur á fermetra fyrir 4-5 herbergja húsnæði og eilítið lægra fyrir 3ja herbergja. Sé önnur hvor þessarra talna margfölduð með fermetrafjölda biskupsbústaðarins fæst út margfalt hærri tala en sú sem biskup greiðir í leigu. Aftur á móti hefur komið fram að einungis hluti biskupsbústaðarins er notaður sem eiginleg íbúð, en þar eru einnig veislu- og móttökusalir. Sé gert ráð fyrir að aðeins á milli þriðjungur og helmingur hússins nýtist sem íbúð er þó ljóst að markaðsleiga er langtum hærri en 90 þúsund krónur. Leigugreiðslurnar eru hins vegar í samræmi við starfsreglur kirkjunnar, þar sem fram kemur að leiga prestsetra skuli ekki vera lægri en 36.000 kr. á mánuði og ekki hærri en 70 þúsund, en skuli þó breytast í samræmi við neysluvísitölu.Kvöðin frekar íþyngjandi Fréttastofa sendi eftirfarandi spurningar á biskup, biskupsritara, framkvæmdastjóra kirkjuráðs og framkvæmdastjóra fasteignasviðs kirkjunnar í morgun, en þannig var spurt um forsendur að baki fjárhæðunum í fyrrnefndum starfsreglum, hvort litið væri á búsetu í biskupsbústaðnum sem hlunnindi í skilningi tekjuskattslaga, hvort biskup hefði aðgang að bifreið, bílstjóra eða fæðishlunnindum, hversu mörg sambærileg prestssetur væru á landinu öllu og enn fremur hvort prestar eða aðrir embættismenn kirkjunnar á höfuðborgarsvæðinu hefðu fasteignir til umráða. Í skriflegu svari frá framkvæmdastjóra kirkjuráðs sem barst stuttu fyrir kvöldfréttir segir að ekki sé litið á búsetukvöð í embættisbústöðum kirkjunnar sem hlunnindi, heldur sé það almennt álit presta og biskups að slík kvöð sé frekar íþyngjandi. Þá segir að biskup hafi auk húsnæðisins takmörkuð afnot af bifreið. Prestsetur séu um 60 á landinu alls og fari leigukjör allsstaðar eftir sömu reglum. Þau hafi hins vegar verið aflögð víðast hvar í þéttbýli og biskup einn sætir búsetuskyldu. Þá væri ekki unnt að segja til um forsendur að baki leiguverði í reglum kirkjunnar.
Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Agnes borgar tæp 90 þúsund í leigu fyrir biskupsbústaðinn Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, tiltók í bréfi sínu til kjararáðs sérstaklega að hún greiddi nú leigu fyrir afnot af embættisbústað sínum. Húsaleigan nemur að hennar sögn tæpum 90 þúsund krónum á mánuði. 28. desember 2017 06:00 Ekki persónan Agnes sem hækkar í launum heldur æðsti maður þjóðkirkjunnar Biskup Íslands telur að umræðan um launaúrskurð kjararáðs hafi snúist of mikið um hennar persónu en ekki embættið sjálft. 25. desember 2017 19:00 Frú Agnes fær harðan pakka frá kjararáði Umtalsverðar hækkanir og afturvirkar ákveðnar til biskupa. 19. desember 2017 08:56 Biskup fær fimmtungs hækkun launa eftir ósk um endurmat Mánaðarlaun Agnesar M. Sigurðardóttur biskups hækka um 18 prósent og eru orðin 1.553 þúsund krónur. 20. desember 2017 11:00 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Sjá meira
Agnes borgar tæp 90 þúsund í leigu fyrir biskupsbústaðinn Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, tiltók í bréfi sínu til kjararáðs sérstaklega að hún greiddi nú leigu fyrir afnot af embættisbústað sínum. Húsaleigan nemur að hennar sögn tæpum 90 þúsund krónum á mánuði. 28. desember 2017 06:00
Ekki persónan Agnes sem hækkar í launum heldur æðsti maður þjóðkirkjunnar Biskup Íslands telur að umræðan um launaúrskurð kjararáðs hafi snúist of mikið um hennar persónu en ekki embættið sjálft. 25. desember 2017 19:00
Frú Agnes fær harðan pakka frá kjararáði Umtalsverðar hækkanir og afturvirkar ákveðnar til biskupa. 19. desember 2017 08:56
Biskup fær fimmtungs hækkun launa eftir ósk um endurmat Mánaðarlaun Agnesar M. Sigurðardóttur biskups hækka um 18 prósent og eru orðin 1.553 þúsund krónur. 20. desember 2017 11:00