Hætta flugeldasölu vegna aukins álags Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. desember 2017 23:15 Vegna álags á árinu og meira krefjandi verkefna hefur ein björgunarsveit tekið ákvörðun um að hætta að selja flugelda í fjáröflunarskyni. Formaðurinn er meðvitaður um að sveitin komi til með að verða af tekjum en hann vill að mannskapurinn sé óþreyttur til útkalls, komi til þess. Flugeldasala hófst í dag en samkvæmt reglugerð er sala flugelda aðeins heimil 28, desember til 6. janúar að báðum dögum meðtöldum. Flugeldasalan hefur verið ein helsta fjáröflunarleið björgunarsveitanna um árabil en nú horfir öðruvísi við að minnsta kosti hjá einni sveit sen hefur ákveðið að selja ekki flugelda í ár. Björgunarsveitin Kjölur er minnsta björgunarsveitin á höfuðborgarsvæðinu og sinnir fjölmörgum útköllum. Þeir hafa víðfeðmt svæði og innan þess eru meðal annars Hvalfjarðargöng og Esjan. Í sveitinni á Kjalarnesi eru tuttugu félagsmenn og eru þrettán þeirra á útkallslista. Útköll sveitarinnar á þessu ári eru nær áttatíu, misalvarleg. Sveitin sinnir meðal annars undanfararviðbragði fyrir slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bæði í sjúkraflutningum og slökkviliði. Útköll á hæsta forgangi er um fjórðungur hjá sveitinni. „Í ljósi breyttra aðstæðna hjá sveitinni og fjölda útkalla og mikið álag á fáa einstaklinga, þá er þetta sú fjáröflun sem að mesta vinnan er í kringum og kannski minnsti ávinningurinn út úr. Við viljum frekar hafa fólkið okkar heilt og úthvílt í þau átök,“ segir Brynjar Már Bjarnason, formaður Björgunarsveitarinnar Kjalar á Kjalarnesi. Það kostar mikla vinnu að halda úti flugeldasölu sér í lagi sé hún á öðrum stað til að mynda í gámum. „Jú, við verðum fyrir einhverjum tekjumissi en við viljum frekar hafa fólkið okkar í lagi og tilbúið í útköll,“ segir Brynjar. Ekki er lengur heimilt að selja öflugri tegundir skotelda vegna aðlögunar á reglugerð Evrópusambandsins varðandi flugelda. Slysavarnafélagið Landsbjörg þyrfti því að gera breytingar á vörulistum sínum. Framkvæmdastjóri félagsins segir að þessi ein aðalfjáröflunarleið björgunarsveitanna sé ekki á undanhaldi þó svo sótt sé að henni með aukinni samkeppni og þrengra regluverki. „Flugeldasalan er megin stoð fjármögnunar okkar og er okkur gríðarlega mikilvæg tekjulind,“ segir Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Spurningin er hvort aukið álag á björgunarsveitirnar og meira krefjandi útköll komi niður á fjáröflunum sveitanna. „Vissulega hefur álag á einstakasveitir okkar og kannski á fámennari sveitir verið óþægilega mikið á stundum, en heilt yfir þá höfum við náð að leysa þetta vel,“ segir Jón. Tengdar fréttir Áhyggjur af kraftlitlum skoteldum mesti óþarfi Þótt stærstu terturnar hafi verið bannaðar heimilar íslensk reglugerð sölu á samsettum skottertum. Sambærilegar reglur gilda í Evrópu. Fulltrúi Landsbjargar segir að notendur muni engan mun finna. 19. desember 2017 08:00 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Vegna álags á árinu og meira krefjandi verkefna hefur ein björgunarsveit tekið ákvörðun um að hætta að selja flugelda í fjáröflunarskyni. Formaðurinn er meðvitaður um að sveitin komi til með að verða af tekjum en hann vill að mannskapurinn sé óþreyttur til útkalls, komi til þess. Flugeldasala hófst í dag en samkvæmt reglugerð er sala flugelda aðeins heimil 28, desember til 6. janúar að báðum dögum meðtöldum. Flugeldasalan hefur verið ein helsta fjáröflunarleið björgunarsveitanna um árabil en nú horfir öðruvísi við að minnsta kosti hjá einni sveit sen hefur ákveðið að selja ekki flugelda í ár. Björgunarsveitin Kjölur er minnsta björgunarsveitin á höfuðborgarsvæðinu og sinnir fjölmörgum útköllum. Þeir hafa víðfeðmt svæði og innan þess eru meðal annars Hvalfjarðargöng og Esjan. Í sveitinni á Kjalarnesi eru tuttugu félagsmenn og eru þrettán þeirra á útkallslista. Útköll sveitarinnar á þessu ári eru nær áttatíu, misalvarleg. Sveitin sinnir meðal annars undanfararviðbragði fyrir slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bæði í sjúkraflutningum og slökkviliði. Útköll á hæsta forgangi er um fjórðungur hjá sveitinni. „Í ljósi breyttra aðstæðna hjá sveitinni og fjölda útkalla og mikið álag á fáa einstaklinga, þá er þetta sú fjáröflun sem að mesta vinnan er í kringum og kannski minnsti ávinningurinn út úr. Við viljum frekar hafa fólkið okkar heilt og úthvílt í þau átök,“ segir Brynjar Már Bjarnason, formaður Björgunarsveitarinnar Kjalar á Kjalarnesi. Það kostar mikla vinnu að halda úti flugeldasölu sér í lagi sé hún á öðrum stað til að mynda í gámum. „Jú, við verðum fyrir einhverjum tekjumissi en við viljum frekar hafa fólkið okkar í lagi og tilbúið í útköll,“ segir Brynjar. Ekki er lengur heimilt að selja öflugri tegundir skotelda vegna aðlögunar á reglugerð Evrópusambandsins varðandi flugelda. Slysavarnafélagið Landsbjörg þyrfti því að gera breytingar á vörulistum sínum. Framkvæmdastjóri félagsins segir að þessi ein aðalfjáröflunarleið björgunarsveitanna sé ekki á undanhaldi þó svo sótt sé að henni með aukinni samkeppni og þrengra regluverki. „Flugeldasalan er megin stoð fjármögnunar okkar og er okkur gríðarlega mikilvæg tekjulind,“ segir Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Spurningin er hvort aukið álag á björgunarsveitirnar og meira krefjandi útköll komi niður á fjáröflunum sveitanna. „Vissulega hefur álag á einstakasveitir okkar og kannski á fámennari sveitir verið óþægilega mikið á stundum, en heilt yfir þá höfum við náð að leysa þetta vel,“ segir Jón.
Tengdar fréttir Áhyggjur af kraftlitlum skoteldum mesti óþarfi Þótt stærstu terturnar hafi verið bannaðar heimilar íslensk reglugerð sölu á samsettum skottertum. Sambærilegar reglur gilda í Evrópu. Fulltrúi Landsbjargar segir að notendur muni engan mun finna. 19. desember 2017 08:00 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Áhyggjur af kraftlitlum skoteldum mesti óþarfi Þótt stærstu terturnar hafi verið bannaðar heimilar íslensk reglugerð sölu á samsettum skottertum. Sambærilegar reglur gilda í Evrópu. Fulltrúi Landsbjargar segir að notendur muni engan mun finna. 19. desember 2017 08:00