Þörf á gífurlegri uppbyggingu en enginn vill borga Samúel Karl Ólason skrifar 28. desember 2017 13:32 Sjálfboðaliðar vinna við hreinsun í Mosul. Vísir/AFP Það mun taka mörg ár að endurbyggja Írak eftir átökin við Íslamska ríkið. Þriggja ára átök hafa valdið gífurlegum skemmdum í norður- og vesturhluta Íraks. Svo til gott sem hver einasta borg og hver einasti bær sem ISIS-liðar stjórnuðu þarf á miklum viðgerðum að halda. Enn sem komið er hafa um 2,7 milljónir Íraka snúið aftur til heimila sinna eftir að hafa flúið undan vígamönnum ISIS. Þó halda rúmlega þrjár milljónir enn til í búðum og geta ekki snúið aftur. Verst er ástandið í Mosul þar sem áætlað er að nauðsynlegt sé að endurbyggja eða laga um 40 þúsund heimili. Um 600 þúsund manns af um tveimur milljónum íbúa Mosul, hafa ekki geta snúið aftur heim. Yfirvöld landsins áætla að um hundrað milljarða dala þurfti til endurbyggingar en sömuleiðis segja leiðtogar borgarinnar Mosul að álíka upphæð þurfi þar. Enn sem komið er vill þó enginn borga.Ríkisstjórn Donald Trump hefur gert Írökum ljóst að þeir muni ekki taka þátt í kostnaðinum og vonast Írakar þess í stað til þess að ríkar þjóðir Mið-Austurlanda, eins og Sádi-Arabía, komi þeim til aðstoðar. Einnig binda menn í Baghdad von við að Íran aðstoði þá.Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar vinna Sameinuðu þjóðirnar að uppbyggingu í um tuttugu bæjum og borgum. Fjármögnun til verkefnisins er þó langt frá því að vera nægileg. Því hefur meirihluti þeirrar uppbyggingar sem þegar hefur átt sér stað verið unnin af einstaklingum.Þá gerir spilling og deilur á milli trúarflokka yfirvöldum erfitt fyrir. Skemmdirnar eru verstar á svæðum súnníta en sjítar stýra ríkinu í Baghdad. Óttast er að verði súnnítar yfirgefni muni meðfylgjandi gremja valda til nýrrar kynslóðar vígamanna. Ahmed Shaker, embættismaður í Ramadi, segir að borgin hafi ekki fengið krónu frá Baghdad. „Þegar við báðum ríkisstjórnina um fjármagn til uppbyggingar, sögðu þeir: Hjálpið ykkur sjálfum. Farið og spyrjið vini ykkar við Persaflóa.“ Það er tilvísun í aðra súnníta. Mið-Austurlönd Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira
Það mun taka mörg ár að endurbyggja Írak eftir átökin við Íslamska ríkið. Þriggja ára átök hafa valdið gífurlegum skemmdum í norður- og vesturhluta Íraks. Svo til gott sem hver einasta borg og hver einasti bær sem ISIS-liðar stjórnuðu þarf á miklum viðgerðum að halda. Enn sem komið er hafa um 2,7 milljónir Íraka snúið aftur til heimila sinna eftir að hafa flúið undan vígamönnum ISIS. Þó halda rúmlega þrjár milljónir enn til í búðum og geta ekki snúið aftur. Verst er ástandið í Mosul þar sem áætlað er að nauðsynlegt sé að endurbyggja eða laga um 40 þúsund heimili. Um 600 þúsund manns af um tveimur milljónum íbúa Mosul, hafa ekki geta snúið aftur heim. Yfirvöld landsins áætla að um hundrað milljarða dala þurfti til endurbyggingar en sömuleiðis segja leiðtogar borgarinnar Mosul að álíka upphæð þurfi þar. Enn sem komið er vill þó enginn borga.Ríkisstjórn Donald Trump hefur gert Írökum ljóst að þeir muni ekki taka þátt í kostnaðinum og vonast Írakar þess í stað til þess að ríkar þjóðir Mið-Austurlanda, eins og Sádi-Arabía, komi þeim til aðstoðar. Einnig binda menn í Baghdad von við að Íran aðstoði þá.Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar vinna Sameinuðu þjóðirnar að uppbyggingu í um tuttugu bæjum og borgum. Fjármögnun til verkefnisins er þó langt frá því að vera nægileg. Því hefur meirihluti þeirrar uppbyggingar sem þegar hefur átt sér stað verið unnin af einstaklingum.Þá gerir spilling og deilur á milli trúarflokka yfirvöldum erfitt fyrir. Skemmdirnar eru verstar á svæðum súnníta en sjítar stýra ríkinu í Baghdad. Óttast er að verði súnnítar yfirgefni muni meðfylgjandi gremja valda til nýrrar kynslóðar vígamanna. Ahmed Shaker, embættismaður í Ramadi, segir að borgin hafi ekki fengið krónu frá Baghdad. „Þegar við báðum ríkisstjórnina um fjármagn til uppbyggingar, sögðu þeir: Hjálpið ykkur sjálfum. Farið og spyrjið vini ykkar við Persaflóa.“ Það er tilvísun í aðra súnníta.
Mið-Austurlönd Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira