Ný nemakort Strætó veita aðgang að bílum Zipcar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. desember 2017 11:45 Nemakortið kostar 28.600 krónur. Strætó Strætó mun bjóða nemendum 18 ára og eldri kost á að kaupa 6 mánaða strætókort með sérstökum kaupauka frá deilibílaþjónustunni Zipcar, frá og með 3. janúar næstkomandi. Kaupaukinn veitir handhöfum frítt meðlimagjald í 6 mánuði og eina ókeypis klukkustund á mánuði. Um er að ræða tilboð sem mun standa til boða nú í janúar. Jóhannes S. Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segist í tilkynningu vera spenntur fyrir þessari tilraun og bindur vonir við að nemendur á höfuðborgarsvæðinu sjái kosti þess að nýta sér tilboðið. Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó.Mynd/Strætó Vilja bjóða skemmri skuldbindingu „Við höfum fengið ábendingar frá nemum sem telja of mikla skuldingu að kaupa sér árskort í Strætó, við viljum endilega koma til móts þennan hóp með því að bjóða þeim skemmri skuldbindingu. Jafnframt gerum við okkur ljóst að margir þurfa stöku sinnum að nota bíl, þrátt fyrir að kjósa Strætó almennt. Með því að tengja saman Strætó og Zipcar erum við að koma betur til móts við þennan hóp farþega“, segir Jóhannes. Zipcar er alþjóðlegt vörumerki og stærsta deilibílaþjónusta í Evrópu. Hugmyndin er sú að meðlimir hafa aðgang að Zipbílum eftir þörfum. Með Zipcar appi er hægt að panta bíla á þeim staðsetningum sem hentar hverjum og einum. Í dag má finna Zipbílar á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, meðal annars hjá Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík. „Með samstarfi Zipcar og Strætó býðst nemum fullkomin lausn á að sleppa alveg einkabílnum. Strætó er góður vettvangur til að komast á milli staða og að sama skapi er Zipcar góð lausn þegar þarf að „skreppa“ eins og í búðina og á fundi svo dæmi sé tekið. Bílaumferð og mengun í borginni er of mikil en það hefur komið í ljós í erlendum borgum, þar sem Zipcar þjónustan er til staðar, að einn Zipbíll leysir af 15 einkabíla. Með þessu samstarfi eru enn meiri líkur á að nemendur geti algjörlega sparað sér bílakaup,“ segir Vilhjálmur Sigurðsson framkvæmdastjóri Zipcar á Íslandi. Tveir Zipcar bílar eru við Háskólann í Reykjavík.Reykjavíkurborg Frír klukkutími í mánuði Sex mánaða StrætóZip nemakortið mun kosta 28.600 krónur. Kortið gildir í alla strætisvagna innan höfuðborgarsvæðisins. Þá nyýtist það líka í næturvagna úr miðbænum sem hefja akstur þann 13. janúar. Tilboðið til nemenda virkar eins og „ZipSmart“ áskrift hjá Zipcar. Nemendur fá 1500 króna mánaðargjaldið frítt í sex mánuði auk einnar frírrar klukkustundar á mánuði. Þegar hún hefur verið notuð greiðir notandi 1500 krónur fyrir klukkustund. Innifalið í klukkutíma er eldsneyti, tryggingar og 55 km. Það er bílaleigan Avis sem býður upp á Zipcar þjónustuna. Zipcar virkar almennt þannig að notendur þurfa að skrá sig hjá fyrirtækinu til þess að geta leigt bíl. Hægt er að velja mismunandi leiðir eftir notkun.Fjallað var um Zipcar og samanburð við bílaleigubíla í kvöldfréttum Stöðvar 2 í september. Samgöngur Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Strætó mun bjóða nemendum 18 ára og eldri kost á að kaupa 6 mánaða strætókort með sérstökum kaupauka frá deilibílaþjónustunni Zipcar, frá og með 3. janúar næstkomandi. Kaupaukinn veitir handhöfum frítt meðlimagjald í 6 mánuði og eina ókeypis klukkustund á mánuði. Um er að ræða tilboð sem mun standa til boða nú í janúar. Jóhannes S. Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segist í tilkynningu vera spenntur fyrir þessari tilraun og bindur vonir við að nemendur á höfuðborgarsvæðinu sjái kosti þess að nýta sér tilboðið. Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó.Mynd/Strætó Vilja bjóða skemmri skuldbindingu „Við höfum fengið ábendingar frá nemum sem telja of mikla skuldingu að kaupa sér árskort í Strætó, við viljum endilega koma til móts þennan hóp með því að bjóða þeim skemmri skuldbindingu. Jafnframt gerum við okkur ljóst að margir þurfa stöku sinnum að nota bíl, þrátt fyrir að kjósa Strætó almennt. Með því að tengja saman Strætó og Zipcar erum við að koma betur til móts við þennan hóp farþega“, segir Jóhannes. Zipcar er alþjóðlegt vörumerki og stærsta deilibílaþjónusta í Evrópu. Hugmyndin er sú að meðlimir hafa aðgang að Zipbílum eftir þörfum. Með Zipcar appi er hægt að panta bíla á þeim staðsetningum sem hentar hverjum og einum. Í dag má finna Zipbílar á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, meðal annars hjá Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík. „Með samstarfi Zipcar og Strætó býðst nemum fullkomin lausn á að sleppa alveg einkabílnum. Strætó er góður vettvangur til að komast á milli staða og að sama skapi er Zipcar góð lausn þegar þarf að „skreppa“ eins og í búðina og á fundi svo dæmi sé tekið. Bílaumferð og mengun í borginni er of mikil en það hefur komið í ljós í erlendum borgum, þar sem Zipcar þjónustan er til staðar, að einn Zipbíll leysir af 15 einkabíla. Með þessu samstarfi eru enn meiri líkur á að nemendur geti algjörlega sparað sér bílakaup,“ segir Vilhjálmur Sigurðsson framkvæmdastjóri Zipcar á Íslandi. Tveir Zipcar bílar eru við Háskólann í Reykjavík.Reykjavíkurborg Frír klukkutími í mánuði Sex mánaða StrætóZip nemakortið mun kosta 28.600 krónur. Kortið gildir í alla strætisvagna innan höfuðborgarsvæðisins. Þá nyýtist það líka í næturvagna úr miðbænum sem hefja akstur þann 13. janúar. Tilboðið til nemenda virkar eins og „ZipSmart“ áskrift hjá Zipcar. Nemendur fá 1500 króna mánaðargjaldið frítt í sex mánuði auk einnar frírrar klukkustundar á mánuði. Þegar hún hefur verið notuð greiðir notandi 1500 krónur fyrir klukkustund. Innifalið í klukkutíma er eldsneyti, tryggingar og 55 km. Það er bílaleigan Avis sem býður upp á Zipcar þjónustuna. Zipcar virkar almennt þannig að notendur þurfa að skrá sig hjá fyrirtækinu til þess að geta leigt bíl. Hægt er að velja mismunandi leiðir eftir notkun.Fjallað var um Zipcar og samanburð við bílaleigubíla í kvöldfréttum Stöðvar 2 í september.
Samgöngur Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira