Kína framlengir skattaafslátt á rafmagnsbíla Finnur Thorlacius skrifar 28. desember 2017 10:39 Kínverjar hafa framlengt skattaafsláttinn á rafmagns- og tengiltvinnbílum í 3 ár, líkt og gert hefur verið hér á landi. Sá skattaafsláttur sem veittur hefur verið kaupendum á rafmagns- og tengiltvinnbílum í Kína hefur verið framlengdur til ársins 2020. Til stóð að afnema þennan skattaafslátt við enda þessa árs en hann hefur nú verið framlengdur til ársloka 2020, eða um full 3 ár. Þessi ákvörðun er í takt við nýjar reglur sem bílaframleiðendum þar í landi er gert að hlýta til að minnka mengun í landinu og hvetja þá til að framleiða umhverfisvæna bíla. Óvíða í heiminum er meiri mengun en á þéttbýlum svæðum í Kína og því ekki skrítið að yfirvöld reyni að stemma stigu við aukningu hennar. Kínversk stjórnvöld vilja að auki skapa umhverfi fyrir bílaframleiðendur í landinu til að taka forystu í þróun og framleiðslu umhverfisvænna bíla í samkeppninni við bílaframleiðendur annarsstaðar í heiminum. Sala á rafmagns- og tengiltvinnbílum í Kína hefur aukist um 51,4% frá janúar til nóvember á þessu ári, en alls hafa selst þar 700.000 slíkir bílar í ár. Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Fréttir „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent
Sá skattaafsláttur sem veittur hefur verið kaupendum á rafmagns- og tengiltvinnbílum í Kína hefur verið framlengdur til ársins 2020. Til stóð að afnema þennan skattaafslátt við enda þessa árs en hann hefur nú verið framlengdur til ársloka 2020, eða um full 3 ár. Þessi ákvörðun er í takt við nýjar reglur sem bílaframleiðendum þar í landi er gert að hlýta til að minnka mengun í landinu og hvetja þá til að framleiða umhverfisvæna bíla. Óvíða í heiminum er meiri mengun en á þéttbýlum svæðum í Kína og því ekki skrítið að yfirvöld reyni að stemma stigu við aukningu hennar. Kínversk stjórnvöld vilja að auki skapa umhverfi fyrir bílaframleiðendur í landinu til að taka forystu í þróun og framleiðslu umhverfisvænna bíla í samkeppninni við bílaframleiðendur annarsstaðar í heiminum. Sala á rafmagns- og tengiltvinnbílum í Kína hefur aukist um 51,4% frá janúar til nóvember á þessu ári, en alls hafa selst þar 700.000 slíkir bílar í ár.
Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Fréttir „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent