Vill breytingar í þágu allra fjölmiðla Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. desember 2017 06:00 Rekstur Ríkisútvarpsins er fjármagnaður með opinberum fjárframlögum. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar segir ekki pólitískan vilja til að breyta því. Þess vegna verði gripið til annarra ráðstafana. vísir/anton brink „Það liggur alveg fyrir og stendur í stjórnarsáttmálanum að við ætlum að skoða starfsumhverfi íslenskra fjölmiðla til að styrkja það. Eitt af því sem hefur verið nefnt er skattalegt umhverfi og ég hef í hyggju að koma með tillögur sem miða að þessu,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, skrifaði grein í Morgunblaðið í gær þar sem hann leggur til að virðisaukaskattur á áskriftum prent-, ljósvaka- og netmiðla verði afnuminn. Slíkar breytingar geti orðið mikilvægt skref til að styrkja rekstur sjálfstæðra fjölmiðla og væri um leið yfirlýsing um nauðsyn þess að leiðrétta samkeppnisstöðuna. Lilja AlfreðsdóttirEðli málsins samkvæmt myndi slík aðgerð gagnast betur þeim fjölmiðlum sem byggja rekstur sinn á áskriftartekjum í bland við auglýsingatekjur en þeim sem byggja reksturinn einvörðungu á auglýsingatekjum. „Vandinn er sá að þú ert alltaf með fílinn í herberginu og fíllinn heitir Ríkisútvarpið,“ segir Óli Björn við Fréttablaðið. Ríkisútvarpið taki stóran hluta af því ráðstöfunarfé sem fólk ver í fjölmiðla með lögþvinguðum hætti og hann sjái enga möguleika á að því verði hætt í fyrirsjáanlegri framtíð. „Ég held að það sé ekki pólitískur vilji til þess. Þá kemur að því að þú getur að minnsta kosti komið til móts við sjálfstæða fjölmiðla er varðar virðisaukaskattinn.“ Óli Björn segir þingið líka standa frammi fyrir því hvort hægt sé að ganga enn lengra í að jafna stöðuna með því að þrengja að stöðu RÚV í því að keppa við einkarekna fjölmiðla á auglýsingamarkaði. Jafnframt þurfi að setja þrengri skorður við kostun. „Ég held að velflestir ríkisreknir fjölmiðlar í nágrannalöndunum séu ekki á auglýsingamarkaði.“ Lilja segir að nálgast verði málið heildstætt. „Það verður tekið tillit til allra þeirra fjölmiðla sem eru starfandi og til þess hvernig samkeppni þeir eru í, við erlenda aðila og annað.“ Lilja fagnar því að formaður efnahags- og viðskiptanefndar vilji styrkja rekstrarumhverfi fjölmiðla. „Ég er líka að nálgast þetta út frá því að setja íslenskuna í öndvegi. Því öflugri fjölmiðla sem við erum með, því meiri líkur eru á því að við náum að styrkja umhverfi íslenskunnar,“ segir hún. Lilja segist geta hugsað sér að leggja fram þingsályktunartillögu um íslenskuna. Hafa svo fimm liði undir því, það eru fjölmiðlar, kvikmyndir, bókmenntir, tónlist og máltækni. Fjölmiðlar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Sjá meira
„Það liggur alveg fyrir og stendur í stjórnarsáttmálanum að við ætlum að skoða starfsumhverfi íslenskra fjölmiðla til að styrkja það. Eitt af því sem hefur verið nefnt er skattalegt umhverfi og ég hef í hyggju að koma með tillögur sem miða að þessu,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, skrifaði grein í Morgunblaðið í gær þar sem hann leggur til að virðisaukaskattur á áskriftum prent-, ljósvaka- og netmiðla verði afnuminn. Slíkar breytingar geti orðið mikilvægt skref til að styrkja rekstur sjálfstæðra fjölmiðla og væri um leið yfirlýsing um nauðsyn þess að leiðrétta samkeppnisstöðuna. Lilja AlfreðsdóttirEðli málsins samkvæmt myndi slík aðgerð gagnast betur þeim fjölmiðlum sem byggja rekstur sinn á áskriftartekjum í bland við auglýsingatekjur en þeim sem byggja reksturinn einvörðungu á auglýsingatekjum. „Vandinn er sá að þú ert alltaf með fílinn í herberginu og fíllinn heitir Ríkisútvarpið,“ segir Óli Björn við Fréttablaðið. Ríkisútvarpið taki stóran hluta af því ráðstöfunarfé sem fólk ver í fjölmiðla með lögþvinguðum hætti og hann sjái enga möguleika á að því verði hætt í fyrirsjáanlegri framtíð. „Ég held að það sé ekki pólitískur vilji til þess. Þá kemur að því að þú getur að minnsta kosti komið til móts við sjálfstæða fjölmiðla er varðar virðisaukaskattinn.“ Óli Björn segir þingið líka standa frammi fyrir því hvort hægt sé að ganga enn lengra í að jafna stöðuna með því að þrengja að stöðu RÚV í því að keppa við einkarekna fjölmiðla á auglýsingamarkaði. Jafnframt þurfi að setja þrengri skorður við kostun. „Ég held að velflestir ríkisreknir fjölmiðlar í nágrannalöndunum séu ekki á auglýsingamarkaði.“ Lilja segir að nálgast verði málið heildstætt. „Það verður tekið tillit til allra þeirra fjölmiðla sem eru starfandi og til þess hvernig samkeppni þeir eru í, við erlenda aðila og annað.“ Lilja fagnar því að formaður efnahags- og viðskiptanefndar vilji styrkja rekstrarumhverfi fjölmiðla. „Ég er líka að nálgast þetta út frá því að setja íslenskuna í öndvegi. Því öflugri fjölmiðla sem við erum með, því meiri líkur eru á því að við náum að styrkja umhverfi íslenskunnar,“ segir hún. Lilja segist geta hugsað sér að leggja fram þingsályktunartillögu um íslenskuna. Hafa svo fimm liði undir því, það eru fjölmiðlar, kvikmyndir, bókmenntir, tónlist og máltækni.
Fjölmiðlar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Sjá meira