sveitarstjórnir Flóahreppur hefur þekkst boð Árborgar um viðræður um hugsanlega sameiningu sveitarfélaganna tveggja auk Skeiða- og Gnúpverjahrepps.
Í svarbréfi til Árborgar óskar sveitarstjórn Flóahrepps eftir því að komið verði á viðræðum kjörinna sveitarstjórnarmanna um sameininguna en undirstrikar að þær viðræður fari fram „án allra skuldbindinga“.
Alls búa 648 manns í Flóahreppi, í Skeiða- og Gnúpverjahreppi 594 og í Árborg er 8.471 íbúi. Samtals yrðu íbúar sameinaðs sveitarfélags þannig 9.713 sem er sambærilegt við Mosfellsbæ þar sem 9.783 bjuggu í byrjun desember.
Ætla í viðræður um sameiningu fyrir austan fjall
Garðar Örn Úlfarsson skrifar
