Alvarlegt umferðarslys vestan við Kirkjubæjarklaustur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. desember 2017 11:19 Frá vettvangi um klukkan 14:30 í dag. Vísir/Vilhelm Alvarlegt umferðarslys varð þegar rúta með 44 kínverska ferðamenn innanborðs fór útaf veginum og valt eftir árekstur við fólksbíl á Suðurlandsvegi um sex kílómetra vestur af Kirkjubæjarklaustri rétt upp úr klukkan ellefu í morgun. Slysið varð með þeim hætti að rútunni var ekið aftan á fólksbíl. Ökumaður fólksbílsins, ferðamaður frá Litháen, var að beygja inn á útsýnisstað vestan Hunkubakka þegar rútan lenti aftan á bifreiðinni og síðan norður fyrir veg og valt þar á hliðina. 33 einstaklingar voru fluttir af slysstað í fjöldahjálparstöð á Kirkjubæjarklaustri. Tólf voru fluttir með þyrlum af vettvangi alvarlega slasaðir, þeirra á meðal rútubílstjórinn sem er íslenskur, og eru þyrlurnar lentar í Reykjavík. Einn er látinn. Því til viðbótar voru ökumaður fólksbifreiðarinnar og farþegi frá Litháen sem slösuðust ekki. Fólkið var allt flutt áleiðis til höfuðborgarinnar síðdegis. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar eru á leiðinni á vettvang.Vísir/map.is Þetta er það sem við vitum um slysið: Einn lést og a.m.k. tólf slösuðust alvarlega og voru flutt af vettvangi í þyrlu Tveir farþegar festust undir rútunni og tók langan tíma að ná þeim þaðan. Annar þeirra var upphaflega talinn látinn en reyndist alvarlega slasaður. Allar þrjár þyrlur Landhelgisgæslunnar tóku þátt í aðgerðum Ökumaður fólksbifreiðarinnar og farþegi, ferðamenn frá Litháen, slösuðust ekki alvarlega Miklar annir voru á Landspítalanum Blóðbankinn óskar eftir blóðgjöfum í O-flokki vegna slyssins Þjóðvegi 1 var lokað við Klaustur og verður lokuð fram á kvöld. Hjáleið er um Meðallandsveg. Kínverskir túlkar fóru á vettvang. Mikil hálka var á vettvangi og bratt niður af veginum þaðan sem rútan valt Fylgst var með nýjustu vendingum jafnóðum í vaktinni.
Alvarlegt umferðarslys varð þegar rúta með 44 kínverska ferðamenn innanborðs fór útaf veginum og valt eftir árekstur við fólksbíl á Suðurlandsvegi um sex kílómetra vestur af Kirkjubæjarklaustri rétt upp úr klukkan ellefu í morgun. Slysið varð með þeim hætti að rútunni var ekið aftan á fólksbíl. Ökumaður fólksbílsins, ferðamaður frá Litháen, var að beygja inn á útsýnisstað vestan Hunkubakka þegar rútan lenti aftan á bifreiðinni og síðan norður fyrir veg og valt þar á hliðina. 33 einstaklingar voru fluttir af slysstað í fjöldahjálparstöð á Kirkjubæjarklaustri. Tólf voru fluttir með þyrlum af vettvangi alvarlega slasaðir, þeirra á meðal rútubílstjórinn sem er íslenskur, og eru þyrlurnar lentar í Reykjavík. Einn er látinn. Því til viðbótar voru ökumaður fólksbifreiðarinnar og farþegi frá Litháen sem slösuðust ekki. Fólkið var allt flutt áleiðis til höfuðborgarinnar síðdegis. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar eru á leiðinni á vettvang.Vísir/map.is Þetta er það sem við vitum um slysið: Einn lést og a.m.k. tólf slösuðust alvarlega og voru flutt af vettvangi í þyrlu Tveir farþegar festust undir rútunni og tók langan tíma að ná þeim þaðan. Annar þeirra var upphaflega talinn látinn en reyndist alvarlega slasaður. Allar þrjár þyrlur Landhelgisgæslunnar tóku þátt í aðgerðum Ökumaður fólksbifreiðarinnar og farþegi, ferðamenn frá Litháen, slösuðust ekki alvarlega Miklar annir voru á Landspítalanum Blóðbankinn óskar eftir blóðgjöfum í O-flokki vegna slyssins Þjóðvegi 1 var lokað við Klaustur og verður lokuð fram á kvöld. Hjáleið er um Meðallandsveg. Kínverskir túlkar fóru á vettvang. Mikil hálka var á vettvangi og bratt niður af veginum þaðan sem rútan valt Fylgst var með nýjustu vendingum jafnóðum í vaktinni.
Ferðamennska á Íslandi Rútuslys við Kirkjubæjarklaustur Tengdar fréttir Fjöldahjálparstöð opnuð á Klaustri Fjörutíu til fimmtíu erlendir ferðamenn voru um borð í rútu sem fór útaf Suðurlandsvegi vestan við Kirkjubæjarklaustur í morgun. 27. desember 2017 12:03 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Fjöldahjálparstöð opnuð á Klaustri Fjörutíu til fimmtíu erlendir ferðamenn voru um borð í rútu sem fór útaf Suðurlandsvegi vestan við Kirkjubæjarklaustur í morgun. 27. desember 2017 12:03