Heimsmeistarinn í Formúlu 1, Lewis Hamilton, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla í myndbandi á Instagram.
Í myndbandinu er lítill frændi Hamilton að leika sér í prinsessukjól. „Strákar klæðast ekki prinsessukjólum,“ sagði Hamilton meðal annars við hann. Það féll ekki vel í kramið.
Nú er búið að eyða þessu myndbandi og ökuþórinn hefur beðist afsökunar á ummælum sínum.
Hann segist vera miður sín yfir þessum heimskulegu ummælum og að sjálfsögðu megi litli frændi hans tjá sig eins og hann vill.
Afsökunarbeiðnin kom í kjölfarið á mjög harkalegri gagnrýni sem kappinn fékk á samfélagsmiðlum fyrir ummælin.

