Vegan vörur víða uppseldar í verslunum yfir hátíðarnar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. desember 2017 20:00 Vinsælar vegan vörur eru víða uppseldar í verslunum á höfuðborgarsvæðinu yfir hátíðarnar og segir Lilja Rós Olsen, formaður Vegan samtakanna, að í ár hafi verið stóraukin eftirspurn eftir vegan jólamat. Grænkerar (vegan) eru þau sem ekki neyta kjöts, fisks eða nokkurra annarra dýraafurða. Undanfarin ár hefur þeim fjölgað stöðugt að sögn Lilju Rósar Olsen, formanns Vegansamtakanna á Íslandi, og sést það vel á eftirspurn eftir jólamatnum í ár. „Það var rosalega mikið af vörum sem voru uppseldar á flestum stöðum,“ segir Lilja Rós. Það er vinsælt meðal grænkera að borða hnetusteik eða wellington steik með gervikjöti eða grænmeti bökuðu í smjördeigi á jólunum. Þá er notuð sérstök vegan mjólk eða sérstakur vegan rjómi í sósur og eftirrétti. „Það var ekki til smjördeig. Oatly merkið sem er með mjólkina og rjómann, þar var bara allt búið. Gardin er vinsælt vegna merki sem fólk er að kaupa mikið og þeir eru með holiday roast fyrir jólin. Margir sem ætluðu að hafa hana veit ég en hún var uppseld,“ segir Lilja Rós. Þá hafi matsölustaðurinn Gló hætt óvenju snemma að taka við pöntunum á hnetusteik í ár þar sem þeir höfðu ekki undan. „Þeir sem voru ekki tímanlega þurftu jafnvel að fara í þrjár fjórar búðir til að finna það sem þeir ætluðu að fá og voru heppnir ef þeir fundu það,“ segir Lilja Rós. Hún hefur verið grænkeri í um tvö ár og segist hafa tekið eftir miklum breytingum frá því um jólin í fyrra. „Það eru klárlega fleiri að verða vegan. Ég fann ekki fyrir því síðustu jól að það væri verið að spurja svona mikið eins og núna. Eins og á Vegan Ísland Facebook grúppunni. Þetta var ekki svona mikið í fyrra og ekki eins og fyrra að fólk þurfti að þræða búðir og allt bara uppselt.“ Arnar Guðmundsson, vakthafandi verslunarstjóri í Hagkaupum, segist hafa fundið fyrir aukinni eftirspurn eftir vegan mat í ár. „Það er búin að vera umtalsverð aukning. Eins og til dæmis hnetusteikin kláraðist fyrir aðfangadag,“ segir Arnar og bætir við að á allra næstu dögum verði fyllt á vegan vörurnar. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Vinsælar vegan vörur eru víða uppseldar í verslunum á höfuðborgarsvæðinu yfir hátíðarnar og segir Lilja Rós Olsen, formaður Vegan samtakanna, að í ár hafi verið stóraukin eftirspurn eftir vegan jólamat. Grænkerar (vegan) eru þau sem ekki neyta kjöts, fisks eða nokkurra annarra dýraafurða. Undanfarin ár hefur þeim fjölgað stöðugt að sögn Lilju Rósar Olsen, formanns Vegansamtakanna á Íslandi, og sést það vel á eftirspurn eftir jólamatnum í ár. „Það var rosalega mikið af vörum sem voru uppseldar á flestum stöðum,“ segir Lilja Rós. Það er vinsælt meðal grænkera að borða hnetusteik eða wellington steik með gervikjöti eða grænmeti bökuðu í smjördeigi á jólunum. Þá er notuð sérstök vegan mjólk eða sérstakur vegan rjómi í sósur og eftirrétti. „Það var ekki til smjördeig. Oatly merkið sem er með mjólkina og rjómann, þar var bara allt búið. Gardin er vinsælt vegna merki sem fólk er að kaupa mikið og þeir eru með holiday roast fyrir jólin. Margir sem ætluðu að hafa hana veit ég en hún var uppseld,“ segir Lilja Rós. Þá hafi matsölustaðurinn Gló hætt óvenju snemma að taka við pöntunum á hnetusteik í ár þar sem þeir höfðu ekki undan. „Þeir sem voru ekki tímanlega þurftu jafnvel að fara í þrjár fjórar búðir til að finna það sem þeir ætluðu að fá og voru heppnir ef þeir fundu það,“ segir Lilja Rós. Hún hefur verið grænkeri í um tvö ár og segist hafa tekið eftir miklum breytingum frá því um jólin í fyrra. „Það eru klárlega fleiri að verða vegan. Ég fann ekki fyrir því síðustu jól að það væri verið að spurja svona mikið eins og núna. Eins og á Vegan Ísland Facebook grúppunni. Þetta var ekki svona mikið í fyrra og ekki eins og fyrra að fólk þurfti að þræða búðir og allt bara uppselt.“ Arnar Guðmundsson, vakthafandi verslunarstjóri í Hagkaupum, segist hafa fundið fyrir aukinni eftirspurn eftir vegan mat í ár. „Það er búin að vera umtalsverð aukning. Eins og til dæmis hnetusteikin kláraðist fyrir aðfangadag,“ segir Arnar og bætir við að á allra næstu dögum verði fyllt á vegan vörurnar.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira