Björgunarsveitir leita að konu á áttræðisaldri í Bolungarvík Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. desember 2017 12:15 Björgunarsveitir leita að konu í Bolungarvík en talið er að hún hafi farið úr heimahúsi í gærkvöldi eða í nótt. Vísir/Pjetur Þrjár björgunarsveitir við Djúp á Vestfjörðum voru kallaðar út nú skömmu fyrir hádegi í leit að konu á áttræðisaldri sem talið er að sé týnd í eða við Bolungarvík. Konan er fædd er árið 1941. „Það er bara búið að kalla eiginlega allar björgunarsveitir við Djúp út eða þrjár sveitir í leit að konu sem er talið að sé týnd í eða við Bolungarvík,“ segir Reimar Vilmundarson, er svæðisstjóri hjá Landsbjörgu. Lögreglan á Ísafirði fer með rannsókn málsins og tekur þátt í leitinni með björgunarsveitunum. „Þetta er fullorðin kona sem talið er að hafi farið úr heimahúsi í gærkvöldi eða nótt og það er verið að hefja leit að henni,“ segir Reimar.Nokkur útköll yfir hátíðirnarÞá hafa björgunarsveitir Landsbjargar haft í nógu að snúast yfir hátíðarnar enda víða slæmt veður á landinu. Björgunarsveitarfólk var kallað út til að aðstoða fólk sem var í vanda statt í vonskuveðri á Fróðárheiði á tólfta tímanum á aðfangadagskvöld. Þrír bílar sátu fastir á heiðinni og þurfti fólkið að halda til í neyðarskýli þar til björgunarsveitir komu á staðinn. Þá fóru fjórir björgunarsveitarmenn frá Björgunarsveitinni á Djúpavogi á tíunda tímanum í gærkvöldi, að kvöldi jóladags, að leita að ferðamönnum á Breiðdalsheiði. Ferðamennirnir, voru á tveimur bílum á leið sinni til Egilsstaða, urðu viðskila og ók annar bílinn um suðurfirðina en hinn stefndi upp á Breiðdalsheiðina. Ferðamennirnir fundust á Axarvegi fyrir ofan Berufjörð rétt fyrir ellefu, bíll þeirra sat þá fastur í snjó og hafði verið það í einhvern tíma.Sjá einnig: Björgunarsveitarfólk aðstoðaði ferðamennUm svipað leyti voru tæplega 100 björgunarsveitarmenn á Suðvesturlandi að aðstoða lögregluna á Suðurnesjum við leit að ungum manni sem óttast var um. Maðurinn kom í leitirnar heill á húfi í Reykjanesbæ á ellefta tímanum í gærkvöldi. Þá voru, á fimmta tímanum í gær, björgunarsveitir í Árnessýslu kallaðir út vegna slys í hlíðum Ingólfsfjalls. Ungur karlmaður hafði runnið til á ís og fallið í brattlendi. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að mikill ís hafi verið á svæðinu og að óskað hafi verið eftir sérstökum fjallabjörgunarbúnaði í verkefnið. „Það var mjög kalt sögðu menn sem voru á staðnum. Hann fellur þarna í hálku og hrasar og slasast þó nokkuð alvarlega og það var kölluð til þyrlan sem gat ekki athafnað sig í hlíðum fjallsins. Í endann fór það svo að björgunarsveitarfólk og sjúkraflutningamenn þurftu að bera manninn niður að þyrlunni og hann var svo fluttur á slysadeild,“ segir Davíð Már í samtali við fréttastofu. Hann segir að það hafi verið nokkuð rólegt hjá björgunarsveitum í nótt og í morgun. Hins vegar hafi útkallið borist á Vestfjörðum í morgun. Tengdar fréttir Ungur karlmaður í klandri á Ingólfsfjalli Á fimmta tímanum í dag voru björgunarsveitir í Árnessýslu kallaðir út vegna slys í hlíðum Ingólfsfjalls. Ungur karlmaður hafði runnið til á ís og fallið í brattlendi. 25. desember 2017 17:06 Björgunarsveitarfólk aðstoðaði ferðamenn sem höfðu ekið inn á lokaðan veg Ferðamenn á tveimur bílum á leið í austurátt til Egilsstaða urðu viðskila í gær, þar sem annar bíllinn ók um suðurfirðina en hinn stefndi upp á Breiðdalsheiði. 26. desember 2017 08:12 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Þrjár björgunarsveitir við Djúp á Vestfjörðum voru kallaðar út nú skömmu fyrir hádegi í leit að konu á áttræðisaldri sem talið er að sé týnd í eða við Bolungarvík. Konan er fædd er árið 1941. „Það er bara búið að kalla eiginlega allar björgunarsveitir við Djúp út eða þrjár sveitir í leit að konu sem er talið að sé týnd í eða við Bolungarvík,“ segir Reimar Vilmundarson, er svæðisstjóri hjá Landsbjörgu. Lögreglan á Ísafirði fer með rannsókn málsins og tekur þátt í leitinni með björgunarsveitunum. „Þetta er fullorðin kona sem talið er að hafi farið úr heimahúsi í gærkvöldi eða nótt og það er verið að hefja leit að henni,“ segir Reimar.Nokkur útköll yfir hátíðirnarÞá hafa björgunarsveitir Landsbjargar haft í nógu að snúast yfir hátíðarnar enda víða slæmt veður á landinu. Björgunarsveitarfólk var kallað út til að aðstoða fólk sem var í vanda statt í vonskuveðri á Fróðárheiði á tólfta tímanum á aðfangadagskvöld. Þrír bílar sátu fastir á heiðinni og þurfti fólkið að halda til í neyðarskýli þar til björgunarsveitir komu á staðinn. Þá fóru fjórir björgunarsveitarmenn frá Björgunarsveitinni á Djúpavogi á tíunda tímanum í gærkvöldi, að kvöldi jóladags, að leita að ferðamönnum á Breiðdalsheiði. Ferðamennirnir, voru á tveimur bílum á leið sinni til Egilsstaða, urðu viðskila og ók annar bílinn um suðurfirðina en hinn stefndi upp á Breiðdalsheiðina. Ferðamennirnir fundust á Axarvegi fyrir ofan Berufjörð rétt fyrir ellefu, bíll þeirra sat þá fastur í snjó og hafði verið það í einhvern tíma.Sjá einnig: Björgunarsveitarfólk aðstoðaði ferðamennUm svipað leyti voru tæplega 100 björgunarsveitarmenn á Suðvesturlandi að aðstoða lögregluna á Suðurnesjum við leit að ungum manni sem óttast var um. Maðurinn kom í leitirnar heill á húfi í Reykjanesbæ á ellefta tímanum í gærkvöldi. Þá voru, á fimmta tímanum í gær, björgunarsveitir í Árnessýslu kallaðir út vegna slys í hlíðum Ingólfsfjalls. Ungur karlmaður hafði runnið til á ís og fallið í brattlendi. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að mikill ís hafi verið á svæðinu og að óskað hafi verið eftir sérstökum fjallabjörgunarbúnaði í verkefnið. „Það var mjög kalt sögðu menn sem voru á staðnum. Hann fellur þarna í hálku og hrasar og slasast þó nokkuð alvarlega og það var kölluð til þyrlan sem gat ekki athafnað sig í hlíðum fjallsins. Í endann fór það svo að björgunarsveitarfólk og sjúkraflutningamenn þurftu að bera manninn niður að þyrlunni og hann var svo fluttur á slysadeild,“ segir Davíð Már í samtali við fréttastofu. Hann segir að það hafi verið nokkuð rólegt hjá björgunarsveitum í nótt og í morgun. Hins vegar hafi útkallið borist á Vestfjörðum í morgun.
Tengdar fréttir Ungur karlmaður í klandri á Ingólfsfjalli Á fimmta tímanum í dag voru björgunarsveitir í Árnessýslu kallaðir út vegna slys í hlíðum Ingólfsfjalls. Ungur karlmaður hafði runnið til á ís og fallið í brattlendi. 25. desember 2017 17:06 Björgunarsveitarfólk aðstoðaði ferðamenn sem höfðu ekið inn á lokaðan veg Ferðamenn á tveimur bílum á leið í austurátt til Egilsstaða urðu viðskila í gær, þar sem annar bíllinn ók um suðurfirðina en hinn stefndi upp á Breiðdalsheiði. 26. desember 2017 08:12 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Ungur karlmaður í klandri á Ingólfsfjalli Á fimmta tímanum í dag voru björgunarsveitir í Árnessýslu kallaðir út vegna slys í hlíðum Ingólfsfjalls. Ungur karlmaður hafði runnið til á ís og fallið í brattlendi. 25. desember 2017 17:06
Björgunarsveitarfólk aðstoðaði ferðamenn sem höfðu ekið inn á lokaðan veg Ferðamenn á tveimur bílum á leið í austurátt til Egilsstaða urðu viðskila í gær, þar sem annar bíllinn ók um suðurfirðina en hinn stefndi upp á Breiðdalsheiði. 26. desember 2017 08:12