Fjórir eru látnir og fimmtán slasaðir eftir að ökumaður missti stjórn á strætisvagni með þeim afleiðingum að hann hafnaði á inngangi neðanjarðarlestarstöðvar í Moskvu, Rússlandi.
Fjórir eru látnir og fimmtán slasaðir eftir þetta slys.Vísir/EPATildrög slyssins liggja fyrir en ekki er talið að um viljaverk sé að ræða. Talið er að annað hvort hafi bremsur strætisvagnsins bilað eða þá að ekið hafi verið utan í hann. Bílstjórinn var yfirheyrður af lögreglu en hann er sagður hafa verið allsgáður við stýri.
Tuttug og einn lét lífið þegar lest fór út af sporinu nærri sömu lestarstöð í júlí árið 2014.
Dagurinn í dag er venjulegur virkur dagur í Moskvu en jól eru haldin 7. janúar í Rússlandi eftir tímatali rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar.
Tildrög slyssins liggja fyrir en ekki er talið að um viljaverk sé að ræða.Vísir/EPA