Rússar segja Bandaríkin stuðla að blóðsúthellingum Samúel Karl Ólason skrifar 23. desember 2017 17:44 Aðskilnaðarsinni stendur vörð í Úkraínu. Vísir/AFP Yfirvöld Rússlands vöruðu í dag við því að vopnasendingar Bandaríkjanna til Úkraínu myndu leiða til nýrra blóðsúthellinga í austurhluta landsins, þar sem aðskilnaðarsinnar sem studdir eru af Rússum ráða ríkjum. Nýtt vopnahléssamkomulag tók gildi í nótt en báðar hliðar hafa þegar sakað hina um að brjóta gegn samkomulaginu. Í yfirlýsingu frá aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, Sergei Ryabkov, sakar hann Bandaríkin um að fara yfir strikið og skapa til óaldar í héraðinu. „Í dag eru Bandaríkin greinilega að ýta yfirvöldum Úkraínu í átt að blóðsúthellingum,“ sagði Ryabkov samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar. Hann bætti við að bandarísk vopn myndu leiða til nýrra fórnarlamba. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í gær að ríkið myndi útvega Úkraínumönnum vopn svo þeir gætu byggt upp varnir sínar til lengri tíma. Um er að ræða flugskeyti sem hönnuð eru til að granda skriðdrekum.Segja að um innri deilur sé að ræða Annar aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, Grigory Karasin, sagði að aðgerðir Bandaríkjanna myndu draga úr líkum á samkomulagi á milli stríðandi fylkinga í Úkraínu. Hann ítrekaði þá kröfu Rússlands að yfirvöld í Kænugarði semji við aðskilnaðarsinnana og sagði að „engin önnur leið til að leysa þessar innri deilur Úkraínu“ væru til staðar. Átökin í Úkraínu hófust í apríl 2014, skömmu eftir að Rússar sendu hermenn til Krímskaga og innlimuðu svæðið af Úkraínu. Rússar hafa ítrekað verið sakaðir um að styðja aðskilnaðarsinnana með vopnum, hermönnum og jafnvel beinni þátttöku í átökum í Úkraínu. Rússar hafa ávalt neitað þessum ásökunum, þrátt fyrir sterkar sannanir gegn þeim. Þeir hafa þó viðurkennt að rússneskir hermenn hafi barist í Úkraínu en segja þá hafa farið til Úkraínu sem sjálfboðaliða og jafnvel hafa verið í fríi frá hernum. Minnst tíu þúsund hafa dáið í átökunum og um 24 þúsund hafa særst. Frá því að átökin hófust hefur rúmlega tíu sinnum verið samið um frið. Vopnahléin hafa aldrei haldið. Yfirvöld í Kænugarði fagna ákvörðun Bandaríkjanna og segja að um varnarvopn sé að ræða. Flugskeytin muni gera þeim auðveldara að halda aftur af „óvinum“ sínum. Bandaríkin hafa stutt Úkraínu frá því að átökin hófust en aldrei veitt þeim vopn áður, svo vitað sé. Úkraína Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Yfirvöld Rússlands vöruðu í dag við því að vopnasendingar Bandaríkjanna til Úkraínu myndu leiða til nýrra blóðsúthellinga í austurhluta landsins, þar sem aðskilnaðarsinnar sem studdir eru af Rússum ráða ríkjum. Nýtt vopnahléssamkomulag tók gildi í nótt en báðar hliðar hafa þegar sakað hina um að brjóta gegn samkomulaginu. Í yfirlýsingu frá aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, Sergei Ryabkov, sakar hann Bandaríkin um að fara yfir strikið og skapa til óaldar í héraðinu. „Í dag eru Bandaríkin greinilega að ýta yfirvöldum Úkraínu í átt að blóðsúthellingum,“ sagði Ryabkov samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar. Hann bætti við að bandarísk vopn myndu leiða til nýrra fórnarlamba. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í gær að ríkið myndi útvega Úkraínumönnum vopn svo þeir gætu byggt upp varnir sínar til lengri tíma. Um er að ræða flugskeyti sem hönnuð eru til að granda skriðdrekum.Segja að um innri deilur sé að ræða Annar aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, Grigory Karasin, sagði að aðgerðir Bandaríkjanna myndu draga úr líkum á samkomulagi á milli stríðandi fylkinga í Úkraínu. Hann ítrekaði þá kröfu Rússlands að yfirvöld í Kænugarði semji við aðskilnaðarsinnana og sagði að „engin önnur leið til að leysa þessar innri deilur Úkraínu“ væru til staðar. Átökin í Úkraínu hófust í apríl 2014, skömmu eftir að Rússar sendu hermenn til Krímskaga og innlimuðu svæðið af Úkraínu. Rússar hafa ítrekað verið sakaðir um að styðja aðskilnaðarsinnana með vopnum, hermönnum og jafnvel beinni þátttöku í átökum í Úkraínu. Rússar hafa ávalt neitað þessum ásökunum, þrátt fyrir sterkar sannanir gegn þeim. Þeir hafa þó viðurkennt að rússneskir hermenn hafi barist í Úkraínu en segja þá hafa farið til Úkraínu sem sjálfboðaliða og jafnvel hafa verið í fríi frá hernum. Minnst tíu þúsund hafa dáið í átökunum og um 24 þúsund hafa særst. Frá því að átökin hófust hefur rúmlega tíu sinnum verið samið um frið. Vopnahléin hafa aldrei haldið. Yfirvöld í Kænugarði fagna ákvörðun Bandaríkjanna og segja að um varnarvopn sé að ræða. Flugskeytin muni gera þeim auðveldara að halda aftur af „óvinum“ sínum. Bandaríkin hafa stutt Úkraínu frá því að átökin hófust en aldrei veitt þeim vopn áður, svo vitað sé.
Úkraína Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira