Hrafnhildur og Davíð sundfólk ársins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. desember 2017 19:00 Hrafnhildur Lúthersdóttir náði bestum árangri Íslendinga í lauginni árið 2017. vísir/anton Hrafnhildur Lúthersdóttir og Davíð Hildiberg Aðalsteinsson eru sundfólk ársins 2017 að mati Sundsambands Íslands. Í umsögn um Hrafnhildi og Davíð á heimasíðu SSÍ segir:Hrafnhildur Lúthersdóttir er 26 ára sundkona í Sundfélagi Hafnarfjarðar. Hún hefur æft í Hafnarfirðinum síðastliðið ár eftir að hafa komið heim úr námi og æfingum í Bandaríkjunum. Hrafnhildur hefur verið á A-styrk Afrekssjóðs ÍSÍ og fengið styrk úr Ólympíusamhjálpinni. Hrafnhildur hefur staðið sig gífurlega vel á árinu 2017. Hún hefur sett fjögur Íslandsmet í stuttu brautinni og eitt í þeirri löngu. Hún komst í undanúrslit í 50m bringusundi á Heimsmeistaramótinu í 50m laug, HM50 í sumar og hafnaði þar í 10. sæti. Hún komst svo í úrslit 50m bringusunds á Evrópumeistaramótinu í 25m laug í desember en þar endaði hún í 5. sæti. Þá vann hún 4 gull á Smáþjóðaleikunum í San Marino í sumar. Hrafnhildur er í 15. sæti á heimslista í 50m bringusundi í löngu brautinni og í því 12. í sömu grein í 25m laug, eftir EM25. Árangur Hrafnhildar árið 2017 verður að teljast glæsilegur en hún byggði vel ofan á afrek sín árið 2016. Hrafnhildur er frábært andlit fyrir sundíþróttina á Íslandi og er til fyrirmyndar í allri framkomu. Hún er orðin ein besta íþróttakona Íslandssögunnar og því vel að þessari viðurkenningu komin.Davíð Hildiberg Aðalsteinsson er 27 ára sundmaður í Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar. Hann stundaði nám í Arizona State háskólanum í Bandaríkjunum og útskrifaðist sem arkitekt í fyrrasumar en meistararitgerð hans fjallaði um fjölnota sundaðstöður. Hann hefur síðan þá æft í Reykjanesbæ Hann hefur lengi verið með betri baksundsmönnum landsins. Davíð Hildiberg stóð sig best allra íslenskra karla í sundi á árinu 2017. Fyrst ber að telja gullið á Norðurlandameistaramótinu hér í Reykjavík í byrjun desember en hann sigraði 100m baksund. Þá komst hann í úrslit í 50m baksundi á sama móti og endaði fjórði. Davíð vann svo til tveggja bronsverðlauna í einstaklingssundum á Smáþjóðaleikunum í San Marino í sumar. Hann var í landssveit Íslands í boðsundi sem setti tvö landsmet á mótinu og unnu til tveggja silfurverðlauna. Davíð þykir kurteis og rólegur í öllum samskiptum og hvetjandi og styðjandi við fólkið í kringum sig. Hann er frábær fyrirmynd yngra sundfólks og alltaf verið metnaðarfullur í því sem hann tekur sér fyrir hendur. Hann er jákvæður og hefur stundað íþróttina af miklum þrótt síðastliðin ár. Hann er því vel að þessari viðurkenningu kominn. Sund Tengdar fréttir Reynslumikill hópur á sterku ári Árið 2017 var öflugt íþróttaár sem sést á lista tíu atkvæðumestu íþróttamannanna í kjörinu á Íþróttamanni ársins, sem kynntur er í dag. Skiptin eru jöfn á milli kynja sem og á milli hóp- og einstaklingsíþróttamanna. 23. desember 2017 06:00 Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur tvö á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Sjá meira
Hrafnhildur Lúthersdóttir og Davíð Hildiberg Aðalsteinsson eru sundfólk ársins 2017 að mati Sundsambands Íslands. Í umsögn um Hrafnhildi og Davíð á heimasíðu SSÍ segir:Hrafnhildur Lúthersdóttir er 26 ára sundkona í Sundfélagi Hafnarfjarðar. Hún hefur æft í Hafnarfirðinum síðastliðið ár eftir að hafa komið heim úr námi og æfingum í Bandaríkjunum. Hrafnhildur hefur verið á A-styrk Afrekssjóðs ÍSÍ og fengið styrk úr Ólympíusamhjálpinni. Hrafnhildur hefur staðið sig gífurlega vel á árinu 2017. Hún hefur sett fjögur Íslandsmet í stuttu brautinni og eitt í þeirri löngu. Hún komst í undanúrslit í 50m bringusundi á Heimsmeistaramótinu í 50m laug, HM50 í sumar og hafnaði þar í 10. sæti. Hún komst svo í úrslit 50m bringusunds á Evrópumeistaramótinu í 25m laug í desember en þar endaði hún í 5. sæti. Þá vann hún 4 gull á Smáþjóðaleikunum í San Marino í sumar. Hrafnhildur er í 15. sæti á heimslista í 50m bringusundi í löngu brautinni og í því 12. í sömu grein í 25m laug, eftir EM25. Árangur Hrafnhildar árið 2017 verður að teljast glæsilegur en hún byggði vel ofan á afrek sín árið 2016. Hrafnhildur er frábært andlit fyrir sundíþróttina á Íslandi og er til fyrirmyndar í allri framkomu. Hún er orðin ein besta íþróttakona Íslandssögunnar og því vel að þessari viðurkenningu komin.Davíð Hildiberg Aðalsteinsson er 27 ára sundmaður í Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar. Hann stundaði nám í Arizona State háskólanum í Bandaríkjunum og útskrifaðist sem arkitekt í fyrrasumar en meistararitgerð hans fjallaði um fjölnota sundaðstöður. Hann hefur síðan þá æft í Reykjanesbæ Hann hefur lengi verið með betri baksundsmönnum landsins. Davíð Hildiberg stóð sig best allra íslenskra karla í sundi á árinu 2017. Fyrst ber að telja gullið á Norðurlandameistaramótinu hér í Reykjavík í byrjun desember en hann sigraði 100m baksund. Þá komst hann í úrslit í 50m baksundi á sama móti og endaði fjórði. Davíð vann svo til tveggja bronsverðlauna í einstaklingssundum á Smáþjóðaleikunum í San Marino í sumar. Hann var í landssveit Íslands í boðsundi sem setti tvö landsmet á mótinu og unnu til tveggja silfurverðlauna. Davíð þykir kurteis og rólegur í öllum samskiptum og hvetjandi og styðjandi við fólkið í kringum sig. Hann er frábær fyrirmynd yngra sundfólks og alltaf verið metnaðarfullur í því sem hann tekur sér fyrir hendur. Hann er jákvæður og hefur stundað íþróttina af miklum þrótt síðastliðin ár. Hann er því vel að þessari viðurkenningu kominn.
Sund Tengdar fréttir Reynslumikill hópur á sterku ári Árið 2017 var öflugt íþróttaár sem sést á lista tíu atkvæðumestu íþróttamannanna í kjörinu á Íþróttamanni ársins, sem kynntur er í dag. Skiptin eru jöfn á milli kynja sem og á milli hóp- og einstaklingsíþróttamanna. 23. desember 2017 06:00 Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur tvö á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Sjá meira
Reynslumikill hópur á sterku ári Árið 2017 var öflugt íþróttaár sem sést á lista tíu atkvæðumestu íþróttamannanna í kjörinu á Íþróttamanni ársins, sem kynntur er í dag. Skiptin eru jöfn á milli kynja sem og á milli hóp- og einstaklingsíþróttamanna. 23. desember 2017 06:00