Bóndinn á Ósi býður gesti að taka í pensil Kristján Már Unnarsson skrifar 22. desember 2017 13:45 Þorbjörn Pétursson á Ósi í Mosdal var síðasti sauðfjárbóndinn til að bregða búi við norðanverðan Arnarfjörð. Rætt var við hann í þættinum „Um land allt“. Þegar við Stöðvar 2-menn vorum á ferðinni í hinum gamla Auðkúluhreppi í sumar kom það okkur á óvart að sjá hann uppi á þaki á eyðibýlinu að mála. Við vissum ekki betur en að hann hefði yfirgefið jörðina fyrir sjö árum og fargað fénu, brennt fjárhúsin, og keypt sér íbúð á Þingeyri. Við rifjum upp viðtal frá árinu 2010, sem sýnt var í Ísland í dag og sjá má hér að neðan.Þegar við heimsóttum Þorbjörn aftur í sumar, og brugðum okkur upp á þak, bauð hann okkur að taka í pensil. Gestinum var boðið að taka í pensil á þakinu á Ósi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Bjössi á Ósi, eins og hann er kallaður fyrir vestan, vildi jafnframt að við skoðuðum grafreitinn og legsteinana. Þar liggja kindurnar sem honum þótti vænst um, Svarta gengið, sem taldi um áttatíu kindur: „Blessun og friður hvíli yfir þessum hól. Þessi hóll og nánast umhverfi skal vera ósnert um ókomna tíð,“ stendur á öðrum legsteininum. Legsteinarnir tveir við grafreitinn í Mosdal þar sem kindurnar liggja.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Hinn er fyrir Gamla féð. „Í þessum reit liggja Sóley, Fríðust, Fjóla, Björg, Sól og heimalningarnir.“ Við prílum aftur upp á þak og höfum orð á því að bóndi sem er að mála þakið sé nú alls ekki farinn.Þorbjörn á þakinu að spjalla við Stöðvar 2-menn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En svo viljum við ræða um mál málanna hér fyrir vestan, jarðgöngin sem byrjað er að grafa milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar. Hér má sjá bútinn með Þorbirni úr þættinum „Um land allt“: Ísafjarðarbær Um land allt Tengdar fréttir Vill láta jarða sig við hliðina á kindunum Síðasti sauðfjárbóndinn við norðanverðan Arnarfjörð er að bregða búi. Hann vill láta jarða sig við hliðina á uppáhaldskindunum sínum í sérstökum grafreit, sem hann er búinn að láta gera í virðingarskyni við kindurnar. Þetta kemur fram í viðtali Kristjáns Más Unnarssonar fréttastjóra við Þorbjörn Pétursson, bónda á Ósi í Mosdal, sem sýnt verður í kvöld í þættinum Ísland í dag á Stöð 2. 21. september 2010 15:41 Eitt stærsta hrossabú landsins í vestfirskum afdal Á sama tíma og hefðbundin sveitabyggð er brostin við norðanverðan Arnarfjörð hefur í einum afskekktasta dal landsins, lengst vestur á Vestfjörðum, byggst upp eitt veglegasta hrossabú landsins, með reiðhöll, skeiðvelli og öðru sem tilheyrir. Eigandinn, sem er líka með einkasundlaug og hefur svín á beit útí haga, segist vera að fjárfesta í skemmtilegum stundum og minningum. 22. september 2010 18:46 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollstuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Sjá meira
Þorbjörn Pétursson á Ósi í Mosdal var síðasti sauðfjárbóndinn til að bregða búi við norðanverðan Arnarfjörð. Rætt var við hann í þættinum „Um land allt“. Þegar við Stöðvar 2-menn vorum á ferðinni í hinum gamla Auðkúluhreppi í sumar kom það okkur á óvart að sjá hann uppi á þaki á eyðibýlinu að mála. Við vissum ekki betur en að hann hefði yfirgefið jörðina fyrir sjö árum og fargað fénu, brennt fjárhúsin, og keypt sér íbúð á Þingeyri. Við rifjum upp viðtal frá árinu 2010, sem sýnt var í Ísland í dag og sjá má hér að neðan.Þegar við heimsóttum Þorbjörn aftur í sumar, og brugðum okkur upp á þak, bauð hann okkur að taka í pensil. Gestinum var boðið að taka í pensil á þakinu á Ósi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Bjössi á Ósi, eins og hann er kallaður fyrir vestan, vildi jafnframt að við skoðuðum grafreitinn og legsteinana. Þar liggja kindurnar sem honum þótti vænst um, Svarta gengið, sem taldi um áttatíu kindur: „Blessun og friður hvíli yfir þessum hól. Þessi hóll og nánast umhverfi skal vera ósnert um ókomna tíð,“ stendur á öðrum legsteininum. Legsteinarnir tveir við grafreitinn í Mosdal þar sem kindurnar liggja.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Hinn er fyrir Gamla féð. „Í þessum reit liggja Sóley, Fríðust, Fjóla, Björg, Sól og heimalningarnir.“ Við prílum aftur upp á þak og höfum orð á því að bóndi sem er að mála þakið sé nú alls ekki farinn.Þorbjörn á þakinu að spjalla við Stöðvar 2-menn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En svo viljum við ræða um mál málanna hér fyrir vestan, jarðgöngin sem byrjað er að grafa milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar. Hér má sjá bútinn með Þorbirni úr þættinum „Um land allt“:
Ísafjarðarbær Um land allt Tengdar fréttir Vill láta jarða sig við hliðina á kindunum Síðasti sauðfjárbóndinn við norðanverðan Arnarfjörð er að bregða búi. Hann vill láta jarða sig við hliðina á uppáhaldskindunum sínum í sérstökum grafreit, sem hann er búinn að láta gera í virðingarskyni við kindurnar. Þetta kemur fram í viðtali Kristjáns Más Unnarssonar fréttastjóra við Þorbjörn Pétursson, bónda á Ósi í Mosdal, sem sýnt verður í kvöld í þættinum Ísland í dag á Stöð 2. 21. september 2010 15:41 Eitt stærsta hrossabú landsins í vestfirskum afdal Á sama tíma og hefðbundin sveitabyggð er brostin við norðanverðan Arnarfjörð hefur í einum afskekktasta dal landsins, lengst vestur á Vestfjörðum, byggst upp eitt veglegasta hrossabú landsins, með reiðhöll, skeiðvelli og öðru sem tilheyrir. Eigandinn, sem er líka með einkasundlaug og hefur svín á beit útí haga, segist vera að fjárfesta í skemmtilegum stundum og minningum. 22. september 2010 18:46 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollstuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Sjá meira
Vill láta jarða sig við hliðina á kindunum Síðasti sauðfjárbóndinn við norðanverðan Arnarfjörð er að bregða búi. Hann vill láta jarða sig við hliðina á uppáhaldskindunum sínum í sérstökum grafreit, sem hann er búinn að láta gera í virðingarskyni við kindurnar. Þetta kemur fram í viðtali Kristjáns Más Unnarssonar fréttastjóra við Þorbjörn Pétursson, bónda á Ósi í Mosdal, sem sýnt verður í kvöld í þættinum Ísland í dag á Stöð 2. 21. september 2010 15:41
Eitt stærsta hrossabú landsins í vestfirskum afdal Á sama tíma og hefðbundin sveitabyggð er brostin við norðanverðan Arnarfjörð hefur í einum afskekktasta dal landsins, lengst vestur á Vestfjörðum, byggst upp eitt veglegasta hrossabú landsins, með reiðhöll, skeiðvelli og öðru sem tilheyrir. Eigandinn, sem er líka með einkasundlaug og hefur svín á beit útí haga, segist vera að fjárfesta í skemmtilegum stundum og minningum. 22. september 2010 18:46