Segir breytingarnar mikilvægt skref: „Ég er þakklát nemendum“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. desember 2017 14:00 Steinunn Knútsdóttir forseti sviðslistadeildar Listaháskólans segir að Stefán Jónsson og Stefán Hallur Stefánsson hafi axlað ábyrgð í tengslum við Me too umræðuna innan skólans. Vísir/Valli Steinunn Knútsdóttir forseti sviðslistadeildar Listaháskólans segir að á mánudag hafi kvennemendur afhent stjórnendum skólans bréf þar sem þær lýsa reynslu sinni af náminu. Eftir þann fund hafa nú tveir kennarar stigið til hliðar, þeir Stefán Jónsson og Stefán Hallur Stefánsson. Steinunn segir að þetta sé hluti af þeim þörfu breytingum sem gerðar verði á menningunni og andrúmsloftinu innan skólans.Lýstu því hvernig farið var yfir mörkinÞann 15. október skrifaði leikkonan Birna Rún Eiríksdóttir pistil á Facebook um upplifun sína sem leikkona og leiklistarnemandi. Fjölmiðlar fjölluð um málið og var Birnu daginn eftir boðið að mæta á fund með deildarforseta og mátti hún taka með sér aðra nemendur. Í tímalínu sviðslistardeildarinnar sem finna má á vef Listaháskólans, sést að fundurinn var haldinn þann 18. október, tveimur dögum síðar. Þar er skrifað: „Deildarforseti fundar með þremur fyrrverandi nemendum. Þar voru sértæk atriði frá námstíma þeirra tíunduð þar sem þær lýsa hvernig gengið var yfir velsæmismörk þeirra. Atriðin voru mismunandi eðlis og voru frá mismunandi tímum og vörðuðu fjóra kennara. Einnig var talað um kynjahlutföll kennara á leikarabraut, birtingamyndir kvenna, kvenhlutverk og andrúmsloft á brautinni.“ Þann 19. október var rektor svo upplýstur um málið og fundaði deildarstjóri með mannauðsstjóra skólans í kjölfarið um viðbragðsáætlanir. Síðan þá hafa stjórnendur og kennarar skólans unnið að breyttu fyrirkomulagi og stofnaðir hafa verið vinnuhópar. Nemendum og starfsfólki sem hafa orðið fyrir áreitni hefur verið boðið viðtal hjá utanaðkomandi sérfræðingi.Tengdist kennsluháttum og andrúmsloftiSteinunn segir í samtali við Vísi að tveir þessara kennara sem rætt var um á fundinum þann 18. október séu ekki lengur starfandi við skólann. „Þeir hafa ekki verið að kenna um nokkurt skeið.“ Steinunn vildi ekki gefa upp nöfn þeirra eða staðfesta að Stefán Jónsson og Stefán Hallur Stefánsson væru þar á meðal, en eins og kom fram á Vísi í gær hafa þeir báðir stigið til hliðar og munu ekki starfa áfram við sviðslistadeildina. „Ég treysti mér ekki til að „kommentera“ um það. Stefán (Jónsson) hefur reyndar sagt að hluti af þessum sögum gerist á hans tíð. Með þessum konum sem komu þá fór ákveðið sáttarferli í gegn í þeim tilvikum þar sem það þótti viðeigandi.“ Stefán Jónsson hefur verið stundarkennari við Listaháskólann frá árinu 2000, fagstjóri við leikarabraut sviðslistadeildar frá árinu 2008 og prófessor við leiklistar- og dansdeild skólans frá árinu 2010.Stefán sagði við Vísi í gær um ákvörðun sína að hætta að hann hafi gert það það „til að sýna að okkur og mér væri full alvara að rísa undan móralskri ábyrgð. Gera það sem ég gat, að sýna auðmýkt í þessum aðstæðum.“ Stefán sagðist hafa tekið pistil Birnu Rúnar til sín. „Þar voru einhver tilvik nefnd, sum beindust að mér. Það fór fulla sáttaleið og lauk með iðrun og sátt, okkar á milli.“ Steinunn vildi ekki staðfesta að ákvörðun Stefáns Halls hefði tengst einhverju sáttarferli með ákveðnum nemendum. „Með Stefán Hall tengist þetta ekki einhverju ákveðnu, þetta tengist miklu meira inn í kennsluhætti, andrúmslofti og menningu og þetta á ekki við einhver einstaka tilvik sem koma upp.“ Hún segir að það sem nafnarnir hafi gert í gær sé meira í tengslum við stærri og róttækari breytingar í deildinni heldur en einhver viðbrögð við einstaka málum. Þeir hafi stigið til hliðar til að gefa rými til þess að breytingar geti átt sér stað. „Maður er að reyna að átta sig á hvað er réttast í stöðunni og þeir hafa axlað ábyrgð.“Stefán Jónsson og Stefán Hallur StefánssonVísir/Gva/VilhelmHluti af stærri aðgerðSteinunn segir það ekki hafa verið þannig að nemendur hafi sett fram einhverja afarkosti gagnvart Stefáni Jónssyni og Stefáni Halli. Hún staðfesti þó að nemendur hefðu sent bréf á stjórnendur skólans eftir fund sem fór fram mánudaginn 18. desember. Í tímalínu skólans kemur fram að kvennemar á leikarabraut hafi fundað með fagstjórum og deildarforseta sviðslistadeildarinnar. „Við áttum fund með kvennemendum og þá kom ýmislegt í ljós varðandi andrúmsloftið í náminu, sem að vissulega varð til þess að við áttum svolítið gott samtal innan deildarinnar um það hvernig við myndum bregðast við. Í kjölfarið ákveður Stefán [Jónsson] að stíga til hliðar frá verkefni, lokaverkefninu.“ Steinunn segir að í kjölfarið hafi Stefán Hallur stundarkennari við skólann ákveðið að segja sig frá verkefni á vorönn. Steinunn sagði að það hafi ekki tengst ákveðnum Me too reynslusögum heldur „stærri aðgerð sem lítur að kennsluháttum getum við sagt og svona andrúmslofti og menningu.“ Hún á ekki von á því að fleiri kennarar eða stundarkennarar við skólann stígi til hliðar í tengslum við Me too umræðuna. Í samtali við Vísi í gær sagði Stefán Hallur um það að hann væri hættur: „Þetta tengist þessum þörfu breytingum sem þarf að gera í kjölfarið af þessari umræðu og bara til að axla ábyrgð og skapa frið, vinnufrið, og sýna samstöðu með þessari byltingu í rauninni. Að axla sína ábyrgð og hlusta og breyta í samræmi við sýna samvisku.“Rými fyrir misbeitingu valdsSteinunn segir að í bréfi kvennemendanna frá því á mánudag hafi ekki verið talað um ákveðin nöfn eða einstök mál, enginn hafi verið nafngreindur í því. Hún gat þó ekki svarað því hvort nemendur hafi farið fram á róttækar breytingar eða að einhver myndi stíga til hliðar vegna málsins. „Nemendur krefjast þess að við gerum eitthvað í málunum, en ekki á einhvern ákveðinn hátt. Það voru engir afarkostir.“ Hún segir að bréfið, sem kvennemendurnir lásu upp á fundinum og sendu svo inn formlega á stjórnendur í kjölfarið, hafi verið lýsing þeirra á náminu, menningu og kennsluháttum. Það hafi verið hluti af stærra samtali um leikaranámið. „Fyrir mína parta, þar sem ég reyni að sjá stóru myndina þó að þetta séu erfiðir tímar, þá erum við náttúrulega að geta gert breytingar sem við höfðum haft hug á að gera í töluverðan tíma. Þá á ég við það sem lítur að samskiptum við nemendur, kennara og nemenda, sem er kennsluhættir.“ Steinunn telur að þessar breytingar muni hafa áhrif út í fagið. „Í námi er mikið valdaójafnvægi, kennarinn er á stalli. Við erum að taka kennarana af stallinum, það er það sem við beinum sjónum að.“ Hún segir að andrúmsloftið og menningin sem hefur verið í kringum leiklistarnám hér heima og erlendis í langan tíma, sé innbyggð skekkja sem hafi gefið rými fyrir allskonar. „Rými fyrir að valdi sé misbeitt.“Mikilvægt skrefSteinunn segir að nú sé verkefnið þeirra að skilja hvað í þessu felst og sjá hvað sé hægt að gera því til úrbótar. „Það gerist ekki með því að einn og einn aðili fari, stígi til hliðar, heldur gerist það með miklu víðtækari aðgerðum. Listaháskólinn hefur einnig kynnt aðgerðir sviðslistadeildarinnar sem eru framundan, bæði á vorönn og haustönn 2018. Þar á meðal er breytt skipulag á inntökuprófum, innleiðing nýrra kennsluhátta og ráðning nýrra kennara. Aðspurð hvort hún væri ánægð með þær breytingar sem voru gerðar í gær segir Steinunn: „Já, á einhvern hátt er ég bara ánægð með það að við séum að skapa ákveðið rými og ró og vinnufrið líka, með því að bregðast við. Við tökum nemendur okkar mjög alvarlega, reynslu þeirra. Það var þess eðlis að við vildum geta brugðist við.“ Varðandi ákvörðunar Stefáns að stíga til hliðar og sjá ekki um lokaverkefnið á næstu önn segir Steinunn. „Ég styð hann alveg fullkomlega í því. Mér finnst það ábyrgt og sýna hans fagmennsku og ábyrgð í þessu máli.“ Hún telur að breytingarnar sem hafa nú þegar verið gerðar og séu framundan, muni hafa jákvæð áhrif á námið og andrúmsloftið. „Mér finnst það hafa strax gert það. Ég er þakklát nemendum sem stíga fram og tjá sig í málinu og tjá sína reynslu því það er mjög mikilvægt fyrir okkur að skilja hvernig það er að vera nemandi. Það er það sem við viljum, að þetta sé nemendamiðaðra, að maður skipuleggi námið útfrá reynslu nemenda. Þannig að þetta er rosalega mikilvægt skref.“ MeToo Tengdar fréttir Stefán Hallur stígur til hliðar sem kennari við LHÍ til að „axla ábyrgð og skapa frið“ Stefán Hallur Stefánsson leikari hefur hætt sem stundarkennari við Listaháskóla Íslands í kjölfar #metoo umræðunnar. 21. desember 2017 14:40 Stefán Jónsson stígur til hliðar vegna #metoo Mun ekki leikstýra lokaverkefni útskriftarnema og kemur ekki að inntökuprófum. 21. desember 2017 11:30 Leikhúsið stendur í björtu báli vegna #metoo Þegar eru fjórir leikhúsmenn horfnir af sviðinu í kjölfar ásakana um kynferðislega misbeitingu. 21. desember 2017 18:00 Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Steinunn Knútsdóttir forseti sviðslistadeildar Listaháskólans segir að á mánudag hafi kvennemendur afhent stjórnendum skólans bréf þar sem þær lýsa reynslu sinni af náminu. Eftir þann fund hafa nú tveir kennarar stigið til hliðar, þeir Stefán Jónsson og Stefán Hallur Stefánsson. Steinunn segir að þetta sé hluti af þeim þörfu breytingum sem gerðar verði á menningunni og andrúmsloftinu innan skólans.Lýstu því hvernig farið var yfir mörkinÞann 15. október skrifaði leikkonan Birna Rún Eiríksdóttir pistil á Facebook um upplifun sína sem leikkona og leiklistarnemandi. Fjölmiðlar fjölluð um málið og var Birnu daginn eftir boðið að mæta á fund með deildarforseta og mátti hún taka með sér aðra nemendur. Í tímalínu sviðslistardeildarinnar sem finna má á vef Listaháskólans, sést að fundurinn var haldinn þann 18. október, tveimur dögum síðar. Þar er skrifað: „Deildarforseti fundar með þremur fyrrverandi nemendum. Þar voru sértæk atriði frá námstíma þeirra tíunduð þar sem þær lýsa hvernig gengið var yfir velsæmismörk þeirra. Atriðin voru mismunandi eðlis og voru frá mismunandi tímum og vörðuðu fjóra kennara. Einnig var talað um kynjahlutföll kennara á leikarabraut, birtingamyndir kvenna, kvenhlutverk og andrúmsloft á brautinni.“ Þann 19. október var rektor svo upplýstur um málið og fundaði deildarstjóri með mannauðsstjóra skólans í kjölfarið um viðbragðsáætlanir. Síðan þá hafa stjórnendur og kennarar skólans unnið að breyttu fyrirkomulagi og stofnaðir hafa verið vinnuhópar. Nemendum og starfsfólki sem hafa orðið fyrir áreitni hefur verið boðið viðtal hjá utanaðkomandi sérfræðingi.Tengdist kennsluháttum og andrúmsloftiSteinunn segir í samtali við Vísi að tveir þessara kennara sem rætt var um á fundinum þann 18. október séu ekki lengur starfandi við skólann. „Þeir hafa ekki verið að kenna um nokkurt skeið.“ Steinunn vildi ekki gefa upp nöfn þeirra eða staðfesta að Stefán Jónsson og Stefán Hallur Stefánsson væru þar á meðal, en eins og kom fram á Vísi í gær hafa þeir báðir stigið til hliðar og munu ekki starfa áfram við sviðslistadeildina. „Ég treysti mér ekki til að „kommentera“ um það. Stefán (Jónsson) hefur reyndar sagt að hluti af þessum sögum gerist á hans tíð. Með þessum konum sem komu þá fór ákveðið sáttarferli í gegn í þeim tilvikum þar sem það þótti viðeigandi.“ Stefán Jónsson hefur verið stundarkennari við Listaháskólann frá árinu 2000, fagstjóri við leikarabraut sviðslistadeildar frá árinu 2008 og prófessor við leiklistar- og dansdeild skólans frá árinu 2010.Stefán sagði við Vísi í gær um ákvörðun sína að hætta að hann hafi gert það það „til að sýna að okkur og mér væri full alvara að rísa undan móralskri ábyrgð. Gera það sem ég gat, að sýna auðmýkt í þessum aðstæðum.“ Stefán sagðist hafa tekið pistil Birnu Rúnar til sín. „Þar voru einhver tilvik nefnd, sum beindust að mér. Það fór fulla sáttaleið og lauk með iðrun og sátt, okkar á milli.“ Steinunn vildi ekki staðfesta að ákvörðun Stefáns Halls hefði tengst einhverju sáttarferli með ákveðnum nemendum. „Með Stefán Hall tengist þetta ekki einhverju ákveðnu, þetta tengist miklu meira inn í kennsluhætti, andrúmslofti og menningu og þetta á ekki við einhver einstaka tilvik sem koma upp.“ Hún segir að það sem nafnarnir hafi gert í gær sé meira í tengslum við stærri og róttækari breytingar í deildinni heldur en einhver viðbrögð við einstaka málum. Þeir hafi stigið til hliðar til að gefa rými til þess að breytingar geti átt sér stað. „Maður er að reyna að átta sig á hvað er réttast í stöðunni og þeir hafa axlað ábyrgð.“Stefán Jónsson og Stefán Hallur StefánssonVísir/Gva/VilhelmHluti af stærri aðgerðSteinunn segir það ekki hafa verið þannig að nemendur hafi sett fram einhverja afarkosti gagnvart Stefáni Jónssyni og Stefáni Halli. Hún staðfesti þó að nemendur hefðu sent bréf á stjórnendur skólans eftir fund sem fór fram mánudaginn 18. desember. Í tímalínu skólans kemur fram að kvennemar á leikarabraut hafi fundað með fagstjórum og deildarforseta sviðslistadeildarinnar. „Við áttum fund með kvennemendum og þá kom ýmislegt í ljós varðandi andrúmsloftið í náminu, sem að vissulega varð til þess að við áttum svolítið gott samtal innan deildarinnar um það hvernig við myndum bregðast við. Í kjölfarið ákveður Stefán [Jónsson] að stíga til hliðar frá verkefni, lokaverkefninu.“ Steinunn segir að í kjölfarið hafi Stefán Hallur stundarkennari við skólann ákveðið að segja sig frá verkefni á vorönn. Steinunn sagði að það hafi ekki tengst ákveðnum Me too reynslusögum heldur „stærri aðgerð sem lítur að kennsluháttum getum við sagt og svona andrúmslofti og menningu.“ Hún á ekki von á því að fleiri kennarar eða stundarkennarar við skólann stígi til hliðar í tengslum við Me too umræðuna. Í samtali við Vísi í gær sagði Stefán Hallur um það að hann væri hættur: „Þetta tengist þessum þörfu breytingum sem þarf að gera í kjölfarið af þessari umræðu og bara til að axla ábyrgð og skapa frið, vinnufrið, og sýna samstöðu með þessari byltingu í rauninni. Að axla sína ábyrgð og hlusta og breyta í samræmi við sýna samvisku.“Rými fyrir misbeitingu valdsSteinunn segir að í bréfi kvennemendanna frá því á mánudag hafi ekki verið talað um ákveðin nöfn eða einstök mál, enginn hafi verið nafngreindur í því. Hún gat þó ekki svarað því hvort nemendur hafi farið fram á róttækar breytingar eða að einhver myndi stíga til hliðar vegna málsins. „Nemendur krefjast þess að við gerum eitthvað í málunum, en ekki á einhvern ákveðinn hátt. Það voru engir afarkostir.“ Hún segir að bréfið, sem kvennemendurnir lásu upp á fundinum og sendu svo inn formlega á stjórnendur í kjölfarið, hafi verið lýsing þeirra á náminu, menningu og kennsluháttum. Það hafi verið hluti af stærra samtali um leikaranámið. „Fyrir mína parta, þar sem ég reyni að sjá stóru myndina þó að þetta séu erfiðir tímar, þá erum við náttúrulega að geta gert breytingar sem við höfðum haft hug á að gera í töluverðan tíma. Þá á ég við það sem lítur að samskiptum við nemendur, kennara og nemenda, sem er kennsluhættir.“ Steinunn telur að þessar breytingar muni hafa áhrif út í fagið. „Í námi er mikið valdaójafnvægi, kennarinn er á stalli. Við erum að taka kennarana af stallinum, það er það sem við beinum sjónum að.“ Hún segir að andrúmsloftið og menningin sem hefur verið í kringum leiklistarnám hér heima og erlendis í langan tíma, sé innbyggð skekkja sem hafi gefið rými fyrir allskonar. „Rými fyrir að valdi sé misbeitt.“Mikilvægt skrefSteinunn segir að nú sé verkefnið þeirra að skilja hvað í þessu felst og sjá hvað sé hægt að gera því til úrbótar. „Það gerist ekki með því að einn og einn aðili fari, stígi til hliðar, heldur gerist það með miklu víðtækari aðgerðum. Listaháskólinn hefur einnig kynnt aðgerðir sviðslistadeildarinnar sem eru framundan, bæði á vorönn og haustönn 2018. Þar á meðal er breytt skipulag á inntökuprófum, innleiðing nýrra kennsluhátta og ráðning nýrra kennara. Aðspurð hvort hún væri ánægð með þær breytingar sem voru gerðar í gær segir Steinunn: „Já, á einhvern hátt er ég bara ánægð með það að við séum að skapa ákveðið rými og ró og vinnufrið líka, með því að bregðast við. Við tökum nemendur okkar mjög alvarlega, reynslu þeirra. Það var þess eðlis að við vildum geta brugðist við.“ Varðandi ákvörðunar Stefáns að stíga til hliðar og sjá ekki um lokaverkefnið á næstu önn segir Steinunn. „Ég styð hann alveg fullkomlega í því. Mér finnst það ábyrgt og sýna hans fagmennsku og ábyrgð í þessu máli.“ Hún telur að breytingarnar sem hafa nú þegar verið gerðar og séu framundan, muni hafa jákvæð áhrif á námið og andrúmsloftið. „Mér finnst það hafa strax gert það. Ég er þakklát nemendum sem stíga fram og tjá sig í málinu og tjá sína reynslu því það er mjög mikilvægt fyrir okkur að skilja hvernig það er að vera nemandi. Það er það sem við viljum, að þetta sé nemendamiðaðra, að maður skipuleggi námið útfrá reynslu nemenda. Þannig að þetta er rosalega mikilvægt skref.“
MeToo Tengdar fréttir Stefán Hallur stígur til hliðar sem kennari við LHÍ til að „axla ábyrgð og skapa frið“ Stefán Hallur Stefánsson leikari hefur hætt sem stundarkennari við Listaháskóla Íslands í kjölfar #metoo umræðunnar. 21. desember 2017 14:40 Stefán Jónsson stígur til hliðar vegna #metoo Mun ekki leikstýra lokaverkefni útskriftarnema og kemur ekki að inntökuprófum. 21. desember 2017 11:30 Leikhúsið stendur í björtu báli vegna #metoo Þegar eru fjórir leikhúsmenn horfnir af sviðinu í kjölfar ásakana um kynferðislega misbeitingu. 21. desember 2017 18:00 Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Stefán Hallur stígur til hliðar sem kennari við LHÍ til að „axla ábyrgð og skapa frið“ Stefán Hallur Stefánsson leikari hefur hætt sem stundarkennari við Listaháskóla Íslands í kjölfar #metoo umræðunnar. 21. desember 2017 14:40
Stefán Jónsson stígur til hliðar vegna #metoo Mun ekki leikstýra lokaverkefni útskriftarnema og kemur ekki að inntökuprófum. 21. desember 2017 11:30
Leikhúsið stendur í björtu báli vegna #metoo Þegar eru fjórir leikhúsmenn horfnir af sviðinu í kjölfar ásakana um kynferðislega misbeitingu. 21. desember 2017 18:00
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent