Spurð út í hvers vegna fólk ætti að taka þátt í Veganúar í ár að hennar mati segir Vala: „Það eru margar og fjölbreyttar ástæður fyrir því að fólk gerist vegan. Suma langar að líða betur og hafa jákvæð áhrif á jörðina. Aðrir sækjast eftir áskoruninni en margir nota Veganúar sem áramótaheit og líta á mánuðinn sem heilsusamlega byrjun á árinu.“
„En fyrir flesta er dýravernd aðalhvatinn. Veganismi er stærsta réttlætisbaráttuhreyfingin í heiminum í dag.“Vala segir mikinn misskilning að vegan-mataræði sé einhæft. „Prófaðu að gerast vegan í mánuð og upplifðu nýjar víddir í matargerð og líkamlegri og andlegri vellíðan. Þú átt ekki eftir að sjá eftir því í lok Veganúar.“
Ekki kál í öll mál

„Sykur og hveiti er til dæmis vegan og það er fullt af snakki og nammi vegan án þess þú vitir það, eins og Oreo-kex, margt dökkt súkkulaði, svart Doritos-snakk og flest snakk. Það er hægt að fá djúsí vegan-hamborgara og franskar á flestum stöðum bæjarins og pitsur með vegan-osti eða án osts, það kemur á óvart að hann þarf ekki. Það verða tilboð frá veitingastöðum á síðunni veganuar.is,“ segir Vala sem setti svo saman eftirfarandi ráð fyrir þá lesendur sem langar til að prófa að taka þátt í Veganúar en vita ekki hvernig er best að byrja.
Góð ráð til að byrja
- Klára eða gefa matvöru með dýraafurðum milli jóla og nýárs
- Sækja matarplan á veganuar.is og kaupa í matinn út frá því.
- Fá þér vegan-sponsor sem fer með í verslun að kaupa inn og eldar jafnvel með þér (hægt verður að sækja um vegan-sponsor á veganuar.is eða á kynningarfundi Veganúar 3. janúar).
- Gerast meðlimur í Vegan Ísland-hópnum á Facebook.
- Fylgjast með Veganúar-snappinu en þar miðlar nýr aðili upplýsingum og fræðslu daglega í janúar.

l Cowspiracy – heimildarmynd sem fjallar um áhrif dýraafurðaiðnaðarins á umhverfið/ náttúruna.
Forks over Knives – heimildarmynd sem fjallar um heilsusamlegan ávinning af því að vera vegan.
Earthlings – mynd sem fjallar um aðbúnað dýra í iðnaðinum.
Einnig eru margar bækur gagnlegar eins og Eating Animals eftir Jonathon Safran Foer, How Not to Die eftir Michael Greger M.D. og Animal Liberation eftir Peter Singer.