Gefa ekki upp afstöðu sína til Sigríðar Sveinn Arnarsson skrifar 22. desember 2017 06:00 Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson studdu ekki stjórnarmyndun VG við Framsókn og Sjálfstæðisflokks. Þau vildu ekki gefa út afdráttarlaus svör hvort þau trestu Sigríði Andersen til áframhaldandi starfa sem Dómsmálaráðherra. vísir/stefán Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, þingmenn Vinstri grænna, vilja ekki gefa upp hvort þau styðji Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vilja margir í grasrót VG að Sigríður víki til að hreinsa andrúmsloftið innan ríkisstjórnarinnar. Ljóst sé að æðsti dómstóll landsins hafi komist að þeirri niðurstöðu að dómsmálaráðherra hafi brotið lög við skipan dómara í Landsrétt í vor. Í grasrót VG sé það talið mikilvægt fyrir flokkinn að sýna það í verki að ný vinnubrögð verði tekin upp á Alþingi. Rósa Björk og Andrés Ingi samþykktu ekki stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og segjast nú bíða athugunar stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á embættisfærslum dómsmálaráðherra. Rósa segist ætla að taka afstöðu til vantrausts á dómsmálaráðherra þegar og ef slík tillaga kemur fram. Hún sagði það óábyrgt að hafa uppi einhverjar yfirlýsingar í fjölmiðlum á þessu stigi. „Dómurinn talar sínu máli og viðbrögð ráðherrans finnst mér alls ekki til sóma,“ segir Rósa Björk. Andrés Ingi Jónsson hafði einnig miklar efasemdir um stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Hann segist ekki geta ráðið því hverjir séu ráðherrar Sjálfstæðisflokksins. „Ég var einn þeirra sem gagnrýndu þessi vinnubrögð á sínum tíma, í vor. Núna vil ég leyfa stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að fara yfir málið og þar stendur það í dag,“ segir Andrés Ingi. Þegar hann er spurður út í það hvort Sigríður njóti trausts hans sem ráðherra segir hann afstöðu sína hafa legið fyrir síðan í vor. „Hún situr sem ráðherra í umboði síns flokks og ég vel ekki ráðherra dómsmála. Afstaða mín varðandi skipan dómara í Landsrétt er sú sama og hjá okkur í VG í vor.“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður VG, segir málið í farvegi innan þingsins en að Sigríður hafi traust sitt. „Ég styð þessa ríkisstjórn og þar með styð ég Sigríði Andersen,“ segir Bjarkey. Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Stj.mál Tengdar fréttir Krefst tugmilljóna vegna skipunar Sigríðar Héraðsdómarinn Jón Höskuldsson hefur sent dómsmálaráðherra bréf þar sem hann krefur íslenska ríkið um skaða- og miskabætur vegna skipunar í Landsrétt. 22. desember 2017 06:07 Ástráður og Jóhannes fá miskabætur frá ríkinu Íslenska ríkið var hins vegar sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. 19. desember 2017 12:42 Katrín krefst ekki afsagnar Sigríðar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segist ekki krefjast afsagnar Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, en samkvæmt dómi Hæstaréttar sem féll í gær braut Sigríður lög með skipun dómara við Landsrétt. 20. desember 2017 15:03 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira
Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, þingmenn Vinstri grænna, vilja ekki gefa upp hvort þau styðji Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vilja margir í grasrót VG að Sigríður víki til að hreinsa andrúmsloftið innan ríkisstjórnarinnar. Ljóst sé að æðsti dómstóll landsins hafi komist að þeirri niðurstöðu að dómsmálaráðherra hafi brotið lög við skipan dómara í Landsrétt í vor. Í grasrót VG sé það talið mikilvægt fyrir flokkinn að sýna það í verki að ný vinnubrögð verði tekin upp á Alþingi. Rósa Björk og Andrés Ingi samþykktu ekki stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og segjast nú bíða athugunar stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á embættisfærslum dómsmálaráðherra. Rósa segist ætla að taka afstöðu til vantrausts á dómsmálaráðherra þegar og ef slík tillaga kemur fram. Hún sagði það óábyrgt að hafa uppi einhverjar yfirlýsingar í fjölmiðlum á þessu stigi. „Dómurinn talar sínu máli og viðbrögð ráðherrans finnst mér alls ekki til sóma,“ segir Rósa Björk. Andrés Ingi Jónsson hafði einnig miklar efasemdir um stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Hann segist ekki geta ráðið því hverjir séu ráðherrar Sjálfstæðisflokksins. „Ég var einn þeirra sem gagnrýndu þessi vinnubrögð á sínum tíma, í vor. Núna vil ég leyfa stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að fara yfir málið og þar stendur það í dag,“ segir Andrés Ingi. Þegar hann er spurður út í það hvort Sigríður njóti trausts hans sem ráðherra segir hann afstöðu sína hafa legið fyrir síðan í vor. „Hún situr sem ráðherra í umboði síns flokks og ég vel ekki ráðherra dómsmála. Afstaða mín varðandi skipan dómara í Landsrétt er sú sama og hjá okkur í VG í vor.“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður VG, segir málið í farvegi innan þingsins en að Sigríður hafi traust sitt. „Ég styð þessa ríkisstjórn og þar með styð ég Sigríði Andersen,“ segir Bjarkey.
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Stj.mál Tengdar fréttir Krefst tugmilljóna vegna skipunar Sigríðar Héraðsdómarinn Jón Höskuldsson hefur sent dómsmálaráðherra bréf þar sem hann krefur íslenska ríkið um skaða- og miskabætur vegna skipunar í Landsrétt. 22. desember 2017 06:07 Ástráður og Jóhannes fá miskabætur frá ríkinu Íslenska ríkið var hins vegar sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. 19. desember 2017 12:42 Katrín krefst ekki afsagnar Sigríðar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segist ekki krefjast afsagnar Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, en samkvæmt dómi Hæstaréttar sem féll í gær braut Sigríður lög með skipun dómara við Landsrétt. 20. desember 2017 15:03 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira
Krefst tugmilljóna vegna skipunar Sigríðar Héraðsdómarinn Jón Höskuldsson hefur sent dómsmálaráðherra bréf þar sem hann krefur íslenska ríkið um skaða- og miskabætur vegna skipunar í Landsrétt. 22. desember 2017 06:07
Ástráður og Jóhannes fá miskabætur frá ríkinu Íslenska ríkið var hins vegar sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. 19. desember 2017 12:42
Katrín krefst ekki afsagnar Sigríðar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segist ekki krefjast afsagnar Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, en samkvæmt dómi Hæstaréttar sem féll í gær braut Sigríður lög með skipun dómara við Landsrétt. 20. desember 2017 15:03