Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2017 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. desember 2017 16:30 Þau sem eru tilnefnd til Manns ársins Vísir Vísir og Bylgjan standa fyrir vali á manni ársins 2017 og geta lesendur nú tekið þátt í að velja þann sem þeim þykir eiga nafnbótina skilið. Tæplega eitt þúsund tilnefningar bárust í gegnum vefinn og í símatíma Reykjavík Síðdegis. Þorgeir, Kristófer og Bragi í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og blaðamenn Vísis fóru yfir tilnefningarnar og rökstuðninginn sem þeim fylgdi. Nú er búið að yfirfara þær og ljóst hvaða tíu aðilar berjast um titilinn. Hin tilnefndu má sjá hér að neðan í engri sérstakri röð. Neðst má svo greiða atkvæði. Kosning stendur til 29. desember. Tilkynnt verður um valið í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni á gamlársdag. Grímur Grímsson Yfirmaður miðlægrar deildar lögreglu sem svaraði fyrir aðgerðir lögreglu í umfangsmiklu sakamáli sem leiddi til nítján ára fangelsisdóms yfir Thomasi Möller Olsen fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur. Þótti sýna fagmennsku og yfirvegun í framkomu sinni á afar erfiðum tímum. Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.vísir/anton brink Stúlkurnar fjórar og Bergur Þór Anna Katrín Snorradóttir, Glódís Tara Fannarsdóttir, Halla Ólöf Jónsdóttir og Nína Rún Bergsdóttir stigu fram undir merkjum #höfumhátt eftir umfjöllun í fjölmiðlum um uppreist æru kynferðisbrotamanna. Faðir Nínu, leikarinn Bergur Þór Ingólfsson, fór mikinn í baráttu sinni fyrir svörum frá yfirvöldum. Vísir/Stefán/Ernir Þátttakendur í #MeToo Þúsundir íslenskra kvenna hafa tekið þátt í #metoo byltingunni. Þær krefjast breytinga í flestum hópum samfélagsins. Þær hafa deilt nafnlausum reynslusögum af áreiti, áreitni og ofbeldi, og kallað eftir því að karlmenn sýni ábyrgð. Þúsundir íslenskra kvenna hafa tekið þátt í #metoo byltingunni.Vísir Heimir Hallgrímsson Karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér sæti á HM í Rússlandi. Ísland hafnaði í efsta sæti síns riðils í undankeppninni sem þótti afar sterkur. Strákarnir hafa aldrei áður komist í lokakeppni HM. Heimir hefur fylgt eftir frábærum árangri sem hann náði með Svíann Lars Lagerbäck sér við hlið. Heimir Hallgrímsson, þjálfari landsliðsins.Vísir/Eyþór Inga Sæland Formaður Flokks fólksins sem fékk 6,9% fylgi í Alþingiskosningum í október, og ötull málsvari fyrir betri kjörum öryrkja og aldraðra. Flokkurinn fékk fjóra þingmenn kjörna í kosningunum. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.Vísir/Hanna John Snorri Sigurjónsson Fjallgöngugarpur sem kleif þrjá af hæstu tindum heims á árinu; Broad Peak, Lhotse og K2. Hann varð fyrsti Íslendingurinn til að klífa fjöllin þrjú. Það voru fagnaðarfundir á Keflavíkurflugvelli í ágúst þegar John Snorri kom heim.Vísir/Jói K Katrín Jakobsdóttir Vinsælasti stjórnmálamaður landsins undanfarin ár tók við embætti forsætisráðherra síðla árs. Aðeins önnur konan til að gegna stöðunni. Hún leiðir samstarf Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem kom mörgum á óvart að varð lendingin eftir kosningar í október. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/Stefán Ólafía Þórunn Kristinsdóttir Ólafía Þórunn keppti á LPGA atvinnumótaröðinni fyrst íslenskra kvenna á árinu og náði góðum árangri. Hún keppti á tæplega 30 mótum á árinu og tryggði sæti sitt á mótaröðinni á næsta ári. Þá var hún valin í Evrópuúrvalið. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er fremsti kvenkylfingur landsins.vísir/ernir Stefán Karl Stefánsson Leikarinn hæfileikaríki hefur glímt við erfið veikindi sem hann hefur ekki verið feiminn við að ræða um opinskátt. Hann hefur reynst fólki innblástur, mætt vandanum sínum með jákvæðni að vopni og minnt fólk á að lífið sé núna. Stefán Karl Stefánsson. Vísir/Andri Marínó Vilborg Arna Gissurardóttir Varð í maí fyrst íslenskra kvenna til að komast á topp Mount Everest, hæsta fjalls í heimi. Um var að ræða þriðju tilraun hennar en fyrri leiðangrar hennar hlutu skjótan endi í kjölfar mannskæðra náttúruhamfara í Nepal. Vilborg Arna Gissurardóttir. Vísir/Eyþór Þá er komið að því. Hver er maður ársins? Taktu þátt í kosningunni hér fyrir neðan. Fréttir ársins 2017 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Sjá meira
Vísir og Bylgjan standa fyrir vali á manni ársins 2017 og geta lesendur nú tekið þátt í að velja þann sem þeim þykir eiga nafnbótina skilið. Tæplega eitt þúsund tilnefningar bárust í gegnum vefinn og í símatíma Reykjavík Síðdegis. Þorgeir, Kristófer og Bragi í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og blaðamenn Vísis fóru yfir tilnefningarnar og rökstuðninginn sem þeim fylgdi. Nú er búið að yfirfara þær og ljóst hvaða tíu aðilar berjast um titilinn. Hin tilnefndu má sjá hér að neðan í engri sérstakri röð. Neðst má svo greiða atkvæði. Kosning stendur til 29. desember. Tilkynnt verður um valið í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni á gamlársdag. Grímur Grímsson Yfirmaður miðlægrar deildar lögreglu sem svaraði fyrir aðgerðir lögreglu í umfangsmiklu sakamáli sem leiddi til nítján ára fangelsisdóms yfir Thomasi Möller Olsen fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur. Þótti sýna fagmennsku og yfirvegun í framkomu sinni á afar erfiðum tímum. Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.vísir/anton brink Stúlkurnar fjórar og Bergur Þór Anna Katrín Snorradóttir, Glódís Tara Fannarsdóttir, Halla Ólöf Jónsdóttir og Nína Rún Bergsdóttir stigu fram undir merkjum #höfumhátt eftir umfjöllun í fjölmiðlum um uppreist æru kynferðisbrotamanna. Faðir Nínu, leikarinn Bergur Þór Ingólfsson, fór mikinn í baráttu sinni fyrir svörum frá yfirvöldum. Vísir/Stefán/Ernir Þátttakendur í #MeToo Þúsundir íslenskra kvenna hafa tekið þátt í #metoo byltingunni. Þær krefjast breytinga í flestum hópum samfélagsins. Þær hafa deilt nafnlausum reynslusögum af áreiti, áreitni og ofbeldi, og kallað eftir því að karlmenn sýni ábyrgð. Þúsundir íslenskra kvenna hafa tekið þátt í #metoo byltingunni.Vísir Heimir Hallgrímsson Karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér sæti á HM í Rússlandi. Ísland hafnaði í efsta sæti síns riðils í undankeppninni sem þótti afar sterkur. Strákarnir hafa aldrei áður komist í lokakeppni HM. Heimir hefur fylgt eftir frábærum árangri sem hann náði með Svíann Lars Lagerbäck sér við hlið. Heimir Hallgrímsson, þjálfari landsliðsins.Vísir/Eyþór Inga Sæland Formaður Flokks fólksins sem fékk 6,9% fylgi í Alþingiskosningum í október, og ötull málsvari fyrir betri kjörum öryrkja og aldraðra. Flokkurinn fékk fjóra þingmenn kjörna í kosningunum. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.Vísir/Hanna John Snorri Sigurjónsson Fjallgöngugarpur sem kleif þrjá af hæstu tindum heims á árinu; Broad Peak, Lhotse og K2. Hann varð fyrsti Íslendingurinn til að klífa fjöllin þrjú. Það voru fagnaðarfundir á Keflavíkurflugvelli í ágúst þegar John Snorri kom heim.Vísir/Jói K Katrín Jakobsdóttir Vinsælasti stjórnmálamaður landsins undanfarin ár tók við embætti forsætisráðherra síðla árs. Aðeins önnur konan til að gegna stöðunni. Hún leiðir samstarf Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem kom mörgum á óvart að varð lendingin eftir kosningar í október. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/Stefán Ólafía Þórunn Kristinsdóttir Ólafía Þórunn keppti á LPGA atvinnumótaröðinni fyrst íslenskra kvenna á árinu og náði góðum árangri. Hún keppti á tæplega 30 mótum á árinu og tryggði sæti sitt á mótaröðinni á næsta ári. Þá var hún valin í Evrópuúrvalið. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er fremsti kvenkylfingur landsins.vísir/ernir Stefán Karl Stefánsson Leikarinn hæfileikaríki hefur glímt við erfið veikindi sem hann hefur ekki verið feiminn við að ræða um opinskátt. Hann hefur reynst fólki innblástur, mætt vandanum sínum með jákvæðni að vopni og minnt fólk á að lífið sé núna. Stefán Karl Stefánsson. Vísir/Andri Marínó Vilborg Arna Gissurardóttir Varð í maí fyrst íslenskra kvenna til að komast á topp Mount Everest, hæsta fjalls í heimi. Um var að ræða þriðju tilraun hennar en fyrri leiðangrar hennar hlutu skjótan endi í kjölfar mannskæðra náttúruhamfara í Nepal. Vilborg Arna Gissurardóttir. Vísir/Eyþór Þá er komið að því. Hver er maður ársins? Taktu þátt í kosningunni hér fyrir neðan.
Fréttir ársins 2017 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Sjá meira